Kvennalistinn - 01.04.1983, Qupperneq 22

Kvennalistinn - 01.04.1983, Qupperneq 22
22 SÍÐA Aprfl 1983 Sumarleikföng í miklu úrvali Búsáhöld og leikföng Strandgötu 11-13 Sími50919 Þurrkun á saltfiski söltun frysting útgerð Símar: 7120,7107 Fiskverkun Guðbergs Ingólfssonar ísstöðin H/F Fjörður H/F Eftirtaldir aðilar veittu Kvennalistanum stuðning við útgáfu þessa blaðs: Fjarðarkaup hf, Trönuhrauni Ferðamiðstöðin, Aðalstræti , Búsáhöid og gjafavörur, Glæsibæ Bílamálun, Skeifunni 5 Lyfjabúð Breiðholts, Arnarbakka 4-6 Verslunin Valgarður, Leirubakka 36 Hárgreiðslu og Snyrtistofan Dy-Vy, Eddufelli 2 Verslunin Tinni, Fellagörðum Broadway Klippótek, hársnyrtistofa Eddufelli 2 Verslunin Kjöt og Fiskur, Seljabraut 54 Skyndimyndir, Hverfisgötu 18 Bókaútgáfan Bjallan hf. Þumalína, Leifsgötu 32 Barnafataverslunin Bangsi Happdrætti DAS, Aðalstreæti 6 Gullfískabúðin, Aðalstræti 4 Fornbókaverslun Kr. Kristjánssonar Þórunn Arnadóttir, Tjörn, Alftanesi Antique Gallery, Skólavörðustíg 20 Arnarhóll, veitingahús Rolf Johansen & Co Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18 Verslunin Marella, Laugavegi 41 Trésmiðjan Víðir hf., Smiðjuvegi 2, Kóp. Fornversl. Grettisgötu 31 Garðyrkjustöðin Laugabrekku Eyjafirði Bílasalan hf. Fordumboðið Strandgötu 53 Bautinn - Smiðjan Kaupfélag Svalbarðseyrar Teiknistofan Stíll Pedromyndir Ijósmyndaþjónusta Ofnasmiðja Norðurlands h/f Filmuhúsið Ijósmyndavörur Búrið s/f, Strandgötu 37 Heilsuhornið, Skipagötu 6 Brauðstofan, Skólastíg 5 Verslunin Ásbyrgi Akureyri Rabb að norðan Senn líður að Alþingis- kosningum. Sjaldan hafa kjósendur átt fleiri val- kosti. í Norðurlandskjör- dœmi eystra eiga þeir um sex lista að velja. Það er búið að fara mörgum orðum um þann mikla „efnahagsvanda“ sem ís- lenska þjóðin eigi við að stríða. Nú verðurað vanda valið. Einn þessara lista er einvörð- ungu skipaður konum. Þessi listi kom seint fram. Prófkjöri varð því ekki við komið, en ekki er mér kunnugt um annað en að góð ein- ing sé um skipan hans, þótt ætla mætti að valið yrði nokkuð handa- hófskennt á svo skömmum tíma. Frambjóðendur þessa lista hafa hvorki „flokksapparat" né „kosn- ingavél“ á bak við sig og að sjálf- sögðu ekkert fjármagn. Það verður því ekki farið með lúðrablæstri eða gamanvísnasöng um kjördæmið. Áhugasamir stuðningsmenn og málstaðurinn verða að duga. En við höfum þá trú að nú sé mál að konur verði hafðar meira með í ráðum og taki meiri þátt í ábyrgð á stjórnun þjóðfélagsins. Konur eru vanar að fara með fjárreiður heimilanna og haga þá velflestar innkaupum sínum eftir fjárhag hverju sinni, láta enda ná saman fremur en stofna til skulda. Skuldir þarf alltaf að borga. Þessari reglu hefir því miður ekki verið fylgt við stjórnun íslands á undanförnum árum. Þórarinn Björnsson skóla- meistari, lét þess eitt sinn getið í ræðu að hann áliti að íslensk æska settist of ung að veisluborði lífsins. Mér flýgur í hug að íslenska þjóðin hafi sest of snemma að veisluborði þegar kreppunni fór að létta og stríðsgróðinn flæddi yfir þjóðina. Við þetta veisluborð viljum við svo sitja áfram. En nú harðnar í ári og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að nú sé veislukostum að minnsta kosti mis- skipt. Einstæðar mæður og lág- launafólk yfirleitt getur ekki veitt sér neinn munað. Er ekki tími til kominn að við förum að temja okk- ur einfaldari lífsmáta. Byggingaframkvæmdir undan- farna áratugi hafa verið miklar. Mikill hluti fólks býr í eigin húsnæ- ði. Þetta húsnæði er rúmgott og vel búið að öllu leyti. Það er vel. En hvað hefir þetta kostað? Eitt er víst að efnaminna fólk hefir þetta kost- að óheyrilega vinnu hvar sem hana hefir verið að fá. Skuldabagginn fylgir á eftir. Það þarf meiri vinnu til að borga þá víxla. Foreldrar sem eru þrúgaðir af fjárhagsáhyggjum og örþreyttir af vinnu eru ekki á- kjósanlegir uppalendur barna, fjölskyldulífinu er hætta búin. Þá víxla getur orðið örðugt að borga. Margir spyrja eflaust: Hverju hald- ið þið að það breyti þótt kvenna - listarnir komi konum á þing? Ég minnist þess að fyrir nokkr- um árum háðu forráðamenn Grensásdeildar Borgarspítalans harða baráttu til að fá fjárveitingu til sundlaugarbyggingar. Þá bar það til að 2 eða 3 alþingismenn þurftu að leita sér þar lækningar. Er þeir komu til þingstarfa á ný tóku þeir höndum saman og veittu málinu brautargengi á Alþingi. Þessir menn voru þó pólitískir and- stæðingar en sameiginleg reynsla kenndi þeim að skilja þörfina. Eftir því sem konum fjölgar á þingi hlýtur viðhorf þeirra og reynsla að nýtast þar betur. Konur eiga margt sameiginlegt hvar í flokki sem þær standa. Eftir því sem raddir þeirra verða fleiri verður meira tekið eftir þeim. Það gerast kannski engin krafta- verk eða stökkbreytingar en við megum ekki sofna á~ verðinum heldur halda baráttunni áfram, takmarkið er að karlar og konur standi saman að stjórnun í minnstu en ef til vill mikilvægustu einingum þjóðfélagsins, heimilunum og að æðstu stjórnun þjóðarinnar. Þannig mun málum best borgið. Hólmfríður Jónsdóttir. Hef umboð og þjónustu fyrir Datsun og Subaru. Komiðog kynniðykkur greiðsluskilmáiana. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdemarssonar Ósevri 5,600 Akureyri, s. 22500. Stofuskilrúm. Stigahandrið, og nú smíðum við stigana líka. Sími24842 Heimasími 22942 Húsgagnavinnustofa Ármanns Þorgrímssonar Lundi ítillí & ^SSs. >

x

Kvennalistinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.