Fréttablaðið - 05.04.2017, Side 1

Fréttablaðið - 05.04.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —8 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 5 . a p r Í l 2 0 1 7 FrÍtt Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á FERMINGARSKRAUT Er kominn tími á ný dekk? Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á N1.is eFnahagsMál  Erfitt getur reynst að verjast skipulögðum og einbeittum vilja til að beita blekkingum. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), aðspurður hvort flétta á borð við þá sem var spunnin í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum gæti endurtekið sig í Arion banka, þar sem hópur vogunarsjóða fer nú með stóran hlut. Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum á 30 pró- senta hlut í Arion banka. Nú spyrji sig allir hvort þarna sé einhver lundaflétta í gangi. Þingmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum og kallað eftir frekari upplýsingum um nýja eigendur Arion banka. „Ef það er eitthvert baksamkomu- lag sem er vel skipulagt og falið, þá er mjög erfitt að finna út úr því nema menn detti niður á einhverjar upplýsingar. Það kemur þó venju- lega ekki upp fyrr en einhverju síðar þegar eitthvað gerist,“ segir Jónas Fr. Unnur Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri FME, segir eftirlitið betur í stakk búið nú að bregðast við blekk- ingum eins og þeim sem stundaðar voru í Lundafléttunni svokölluðu þegar Búnaðarbankinn var seldur. „Við erum reynslunni ríkari nú en fyrir fjórtán árum,“ segir Unnur. Á meðal þeirra þingmanna sem fylgjast grannt með gangi mála er Lilja Alfreðsdóttir. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hugsi yfir svörum FME um að Vogunarsjóðirnir þrír fari ekki með virkan eignarhlut. Það er byggt á því að hver og einn á minna en 10% í bankanum. FME segir þar að auki að sjóðirnir hafi ekki haft með sér formlegt samstarf við kaupin, en slíkt samstarf myndi þýða að eignarhluturinn væri virkur. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjár- málaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja. – sg / sjá bls. 6 Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. Núverandi forstjóri segir FME betur í stakk búið en þá. Lilja Alfreðsdóttir vill skýringar á virku eignarhaldi Arion. Í dag er Fréttablaðið sKOðun Kári Stefánsson skrifar Bjarna Benediktssyni. 13 lÍFið Ari Jósepsson segist hafa verið rekinn úr Leikhópnum . 30 Menning Sögustundir og mynda grúsk í Norræna húsinu. 22 plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 ViðsKipti Bandaríski vogunar- sjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra fyrir samtals 19 milljarða, hafði fáum vikum áður lýst því opinberlega  yfir að  hann teldi bréf Kaupþings talsvert undir- verðlögð í viðskiptum á eftirmark- aði. Seðlabankinn varð af 4 til 6 milljörðum þegar bréf Kaupþings hækkuðu í virði tveimur mánuðum síðar um liðlega 30 prósent eftir að Deutsche Bank samþykkti að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Við ákvörðun um að selja í Kaup- þingi  undir lok síðasta árs horfði Seðlabankinn meðal annars til þess, samkvæmt heimildum Mark- aðarins, að hann taldi óheppilegt að vera hluthafi í Kaupþingi samhliða sölu félagins á hlut í Arion banka. Með því að losa um allan hlut sinn væri ekki hægt að halda því fram að stjórnvöld hefðu í reynd óbeina aðkomu að söluferli Arion banka.  – hae / sjá Markaðinn Taldi bréfin í Kaupþingi undirverðlögð 19 milljarða fékk Seðlabankinn fyrir hlut sinn í Kaupþingi.  dóMsMál Illa gengur að innheimta sektir hér á landi sem einstaklingar hafa verið dæmdir til að greiða. Því hærri sem upphæðin er, því verr gengur að innheimta. Sektir sem komnar eru í vanskil nema 3,2 milljörðum króna. Illa gengur að innheimta sektirnar. Sé sektin yfir átta milljónir er innheimtuhlutfallið aðeins 5% en 25-35% fyrir smærri sektir. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun ríkisins. Vinnuhópur er starfandi til að skoða skilvirkari innheimtuúrræði og á að skila tillögum að breytingum. – bb Skuldum marga milljarða í sektir sÝrland Öll spjót beinast að Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eftir að efnavopnum var beitt gegn almenn- um borgurum í smábæ í landinu í gær. Grunur leikur á að sprengjum hafi sérstaklega verið varpað á spít- ala í bænum. Bandaríkin, Frakkland og Bret- land eru í hópi þjóða sem fordæmt hafa árásina. Benda þau fingri sínum á stjórnarherinn. Yfirmenn hersins segja hins vegar að upp- reisnarmenn hafi verið að verki. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að atvikið verði rannsakað sem mögulegur stríðsglæpur og boðað hefur verið til neyðarfundar í Öryggisráði SÞ í dag. Talið er víst að Rússar og Kínverjar beiti neitunar- valdi. – jóe / sjá síðu 10 Öryggisráðið fundar vegna efnaárásar Ung stúlka fær aðhlynningu á sjúkrahúsi eftir að hafa komist í tæri við saríngas sem sýrlenskir stjórnarher- menn eru sagðir hafa varpað á bæinn Khan Sheikhoun í gær. Hún komast lífs af en minnst 58 létust, þar af ellefu börn. Þetta er mannskæðasta efnavopnaárásin í Sýrlandi síðan í ágúst 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 C -6 1 8 C 1 C 9 C -6 0 5 0 1 C 9 C -5 F 1 4 1 C 9 C -5 D D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.