Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 10
Sýrland Að minnsta kosti 58 fór- ust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski her- inn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja sam- tökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalan- um stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið. Syrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tutt- ugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efna- vopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. thorgnyr@frettabladid.is Á sjötta tug fórust í efnavopnaárás Varnarlið Khan Sheikhun hlúir að fórnarlambi árásarinnar. NordicphotoS/AFp Efnavopnastríð í Sýrlandi Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn upp- reisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weap- ons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýr- landi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnar- lambs slíkrar árásar. Þá hafa hersveitir Íslamska ríkisins beitt efnavopnum. Hvað gerir saríngas? l Í stuttu máli veldur saríngas köfnun og þar með dauða ef einhver andar því að sér í nægilegu magni. l Gasið ræðst á miðtaugakerfi líkamans við innöndun og lamar öndunarfærin. l Ef nægilega mikið magn saríngass ratar inn í öndunarveginn getur það valdið dauða innan nokkurra mínútna. l Á meðal annarra áhrifa sem saríngas hefur á líkamann er óskýr sjón, sviti, krampar, öndunarörðugleikar, niðurgangur, ógleði og uppköst. Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýr- lenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rann- sókn öryggisráðs SÞ. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 1 1 9 7 R e n a u lt K a n g o o a lm e n n 5 x 2 0 RENAULT KANGOO TIL AFGREIÐSLU STRAX Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna bensín- og dísilvéla. Komdu og reynsluaktu nýjum Kangoo og láttu sölumenn okkar gera þér tilboð í nýjan Renault atvinnubíl. www.renault.is *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m lei ða nd a um e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri RENAULT KANGOO, DÍSIL 1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL Verð: 2.169.000 kr. án vsk. 2.690.000 kr. m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* 5 . a p r í l 2 0 1 7 M I Ð V I K U d a G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f 2 0 1 7 -0 4 -0 5 -0 1 0 _ F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 C -7 5 4 C 1 C 9 C -7 4 1 0 1 C 9 C -7 2 D 4 1 C 9 C -7 1 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.