Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.04.2017, Blaðsíða 18
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru tals­ vert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. Seðlabankinn seldi hlut sinn í Kaupþingi fyrir samtals um 19 milljarða en rúmlega tveimur mánuðum síðar var tilkynnt að Deutsche Bank hefði samþykkt að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Gengi bréfa Kaupþings rauk upp í kjölfarið um liðlega 30 prósent og sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt frá sér hækkaði því um leið í virði um fjóra til sex milljarða króna, eins og upp­ Taldi Kaupþing verulega undirverðlagt Seðlabankinn var fyrir söluna fjórði stærsti hluthafi Kaup- þings með sex prósenta hlut. fréttablaðið/ anton brinK 40% hlutur Taconic Capital í Kaupþingi gerir vogunar- sjóðinn að langstærsta hlut- hafa eignarhaldsfélagsins. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is og Seðlabankinn seldi Kaupþings­ bréfin á, en sjóðurinn væri hins vegar þeirrar skoðunar að virði þeirra væri um hundrað – og að endurheimtur gætu líklega reynst eitthvað umfram það gangverð. Það mat vogunarsjóðsins, sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaup­ þings, reyndist rétt – gengi bréfanna er núna í kringum 115 – og sjóður­ inn hefur því hagnast verulega á skömmum tíma með kaupunum á bréfum Seðlabankans. Aðrir kaup­ endur að hlut Seðlabankans voru meðal annars vogunarsjóðurinn Attestor Capital en rétt eins og Tac­ onic Capital gekk sjóðurinn nýlega frá kaupum á 9,99 prósenta hlut í Arion banka. Við ákvörðun um að selja öll bréf sín í Kaupþingi undir lok síðasta árs horfði Seðlabankinn meðal annars til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að bank­ inn taldi óheppilegt að vera hluthafi í Kaupþingi samtímis því að verið væri að ganga frá sölu á stórum hlut félagsins í Arion banka. Með því að losa um allan hlut bankans  væri því ekki hægt að halda því fram að íslensk stjórnvöld hefðu í reynd óbeina aðkomu að sölu bankans sem einn stærsti hluthafi Kaup­ þings. Meira en tvöfaldað hlut sinn Allt frá því um mitt síðasta ár hefur Taconic Capital styrkt stöðu sína sem áhrifamesti eigandi Kaupþings með uppkaupum á bréfum annarra hluthafa. Á aðeins nokkrum mán­ uðum bætti sjóðurinn við sig rúm­ lega 20 prósentum í Kaupþingi en í dag er Taconic Capital langsam­ lega stærsti einstaki hluthafi félags­ ins með nærri 40 prósenta hlut. Heildareignir Kaupþings námu ríf­ lega 400 milljörðum í árslok 2016 en óvissa um endanlegar heimtur hlut­ hafa hefur einkum verið í tengslum við tiltekið eignasafn félagsins – svonefndar vandræðaeignir – en á síðasta ársfjórðungi fjórfaldaðist bókfært virði þeirra og nam 80 milljörðum. Þar munaði mestu um fyrrnefnda eingreiðslu þýska bankans til að ljúka ágreiningsmáli um viðskipti með skuldatryggingar Kaupþings á árunum fyrir 2008 í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum. Hluthöfum Kaupþings var til­ kynnt um niðurstöðuna við Deutsche Bank þann 25. janúar síðastliðinn en í fjárfestakynningu þýska bankans, sem birtist nokkr­ um dögum síðar, segir að samkomu­ lagið við Kaupþing hafi verið gert í október 2016. Kaupþing hefur ekki viljað staðfesta þá tímasetningu vegna „ríkra trúnaðarákvæða í samningum við Deutsche Bank“. Samkvæmt heimildum Markaðar­ ins lágu fyrir drög að samkomulagi við þýska bankann í október, með ýmsum fyrirvörum, um að hann myndi greiða Kaupþingi rúmlega 400 milljónir evra og forðast þann­ ig málaferli fyrir dómstólum. Sam­ komulagið var síðan endanlega frágengið í lok janúar og í kjölfarið var greiðslan innt af hendi til Kaup­ þings. Seðlabankinn hefur svarað því til að hann hafi ekki haft neinar upp­ lýsingar um viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að bankinn seldi bréf sín í Kaup­ þingi. Í ársfjórðungslegum kynn­ ingum Kaupþings á seinni helmingi síðasta árs, meðal annars í kynn­ ingu stjórnenda í september sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að félagið hafi verið í „virkum samskiptum“ við meiri­ hluta mótaðila Kaupþings í stórum ágreiningsmálum í því skyni að kanna hvort hægt sé að ljúka þeim með samkomulagi í stað málaferla. Á þeim tíma nam bókfært virði vandræðaeigna Kaupþings aðeins 21 milljarði en nafnvirði krafnanna var hins vegar yfir 700 milljarðar. Það var því ljóst að hagfelld niður­ staða Kaupþings í stórum ágrein­ ingsmálum gæti aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa, eins og reyndin hefur orðið. Við teljum að virði krafna okkar á Kaupþing sé 100, mögulega eitthvað meira, miðað við að gangverð þeirra er 86. Frank Brosens, stofnandi og eig- andi Taconic Capital Nokkrum dögum áður en Taconic Capital keypti megnið af 6% hlut Seðlabankans í Kaupþingi hafði eigandi sjóðsins lýst því opinber- lega yfir að bréfin væru undirverðlögð. Bankinn varð af 4-6 milljörðum þegar þau hækkuðu í virði um þriðjung tveim- ur mánuðum síðar. lýst var í Markaðnum í síðustu viku. Fram kom í kynningu Franks Brosens, stofnanda og eiganda Taconic Capital, sem hann flutti á fjárfestingaráðstefnu í Chicago í lok október 2016, að vogunarsjóðurinn teldi hlut sinn í Kaupþingi talsvert meira virði en bréfin væru að ganga kaupum og sölum á eftirmarkaði. Brosens benti á að gengið miðað við höfuðstól breytanlegra skulda­ bréfa væri um 86, nánast sama verð Dæmi um eftirlitsmyndavélapakka með 4 myndavélum TAKTU ÖRYGGIÐ MEÐ Í MYNDINA Nánar á oryggi.is EFTIRLITSMYNDAVÉLAR Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400 Myndavélar sem hægt er að nota inni eða úti. Frábær myndgæði (4 Mpix). Innrautt ljós með allt að 20 metra drægni. Öflug og notendendavæn upptökutölva. Hægt að skoða lifandi myndir og upptökur í gegnum app í snjallsíma. Verð 128.340 m. vsk. Öryggismiðstöðin hefur um árabil sérhæft sig í eftirlitsmyndavélum og myndavélakerfum og býður upp á fjölbreytt úrval lausna sem henta heimilum, stórum og smáum fyrirtækjum sem og stofnunum þar sem umfangsmikilla lausna er krafist. Öflug kerfi á frábæru verði. Hafðu samband og fáðu ókeypis ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar. Hægt er að sníða kerfin algerlega eftir þörfum notenda og því bjóðum við allt frá einföldum kerfum upp í stór kerfi með hreyfanlegum vélum og mikilli sjálfvirkni. 5 . a p r í l 2 0 1 7 M I Ð V I K U D a G U r4 marKaðurinn 0 5 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :5 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 C -9 7 D C 1 C 9 C -9 6 A 0 1 C 9 C -9 5 6 4 1 C 9 C -9 4 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.