Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Síða 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Síða 7
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIB 5 Ungbamadcild. þessar konur skeyta oft litlu, en líður þó miklu betur er þær hafa fengið lyf og ráðleggingar við því. Nær öllum konum er ráðlagt að taka lýsi og gefnar leiðbeiningar um viðeigandi mataræði. Með góðu eftirliti má því koma í veg fyrir ýmsa smá kvilla og gera með- göngutímann ánæg.i u- legra og þægilegra tíma- bil en ella, og hefur það líka sína þýðingu. En fyrir þær konur, sem eru veikar um meðgöngutím- ann, hafa toxemíu eða preeklampsiu, er þetta eftirlit beÁnlínis lífsnauð- synlegt. — Það nægir að minna á hvað margar konur dóu af þessum orsökum áður fyr, áður en reglubundnu eftir- liti var komið á. Nú orðið komast flestar konur, sem eru undir eftirliti og hlýða settum reglum, heilar í gegn um barns- burð og sængurlegu. Takmark mæðradeildarinnar er það að byggja upp heilsu og hreysti barnsins þegar í móðurlífi og viðhalda heilsu móð- urinnar. Hefur hún einnig mikið verk- efni framundan, sem enn hefur ekki ver- ið unnt að koma í framkvæmd, en vonir standa til að takast áður en langt líður. Má segja að góð mæðravernd, með fræðslu og leiðbeiningum um meðferð og uppeldi barna, sé grundvöllurinn að allri góðri heilsuvernd, vegna þeirra áhrifa sem mæðurnar hafa á hina uppvaxandi kynslóð. IV. Geðvemdardeild, eða Áfengisvarna- deild. Þangað leita áfengissjúklingar ogfá læknishjálp og ýmislega félagslega að- stóð. Þessi deild var starfrækt sem sjálf- stæð stofnun frá 1952, þar til hún fluttist inn sem deild Heilsuverndarstöðvarinnar sumarið 1955. Þessi deild hefur einnig mikið verkefni framundan, sem krefst góðs undirbúnings. V. Húð- og kynsjúkdómwdeild. Hún hefur verið starfrækt í húsinu í rétt 3 ár, en var áður á vegum ríkisins, sam- kvæmt lögum um ókeypis lækningu sjúklinga með kynsjúkdóma. En lækning kynsjúkdóma hefur breyzt mikið á síðari árum, eftir að hin nýju lyf komu til sög- unnar. Á þessari deild er unnið eftir sömu reglum og á berklavarnadeildinni, að finna sjúklinga og lækna þá, koma í veg fyrir að aðrir smitist og rannsaka þá, sem hafa verið útsettir fyrir smit. Gildir einnig það sama með þessa sjúk- dóma og berklaveikina, að ef slakað verð- ur á eftirlitinu, má búast við að þeir blossi upp að nýju. í húsakynnum húð- og kynsjúkdóma- deildarinnar starfar í tvíbýli við hana Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Er hún kostuð af Krabbameinsfélaginu, en sóm- ir sér vel í samvinnu við Heilsuverndar- stöðina. Er hún enn á tilraunastigi, en lofar góðum árangri.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.