Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 3
Ýmislegt
úr
dagsins
önn
Stjórn félagsins óskar öllum félögum farsældar á nýbyrjuðu ári og þakkar sam-
starfið á liðna árinu.
Hjúkrunarfélagi íslands bárust, eins og undanfarin ár, margar jóla- og nýárs-
kveðjur, frá einstaklingum og erlendum hjúkrunarfélögum, sem H.F.t. á sam-
leið með innan S.S.N. og I.C.N.
Formaður S.S.N. Aagot Lindström skrifar: „Kjære kolleger og venner i Is-
land. Takk for friskt págangsmot og initiativ i áret som gikk. Med önsker om
en god jul, — og et framgángsrikt 1967 for dere allesammen sender jeg hver
enkelt min hjerteligste hilsen“.
Systir Benedicte Ramsing bað fyrir kveðjur til allra hjúkrunarkvenna, sem
hún hitti hér síðastliðið sumar. Margir, sem hlýddu á fyrirlestur hennar, mundu
vafalaust fagna, fengist hún til að flytja fyrirlestur, ef hún verður hér á ferð
aftur. Heyrst hefur að það geti komið til mála.
Félaginu berast tímarit og bækur, sem gefnar eru út af félögum innan S.S.N.
Auk þess koma blöð og tímarit hjúkrunarkvenna frá öðrum löndum og ýmsum
stofnunum, sem vinna að heilbrigðismálum. Ritin eru varðveitt á skrifstofu
félagsins, og geta félagar fengið þau lánuð.
Ingibjörg Ólafsdóttir, sem verið hefur síðasta ár í hálfsdags vinnu á skrif-
stofu félagsins hætti störfum 1. febrúar 1967, og þökkum við henni fyrir að
hafa tekið að sér fyrsta áfangann. Alda Halldórsdóttir hefur verið ráðin í henn-
ar stað frá 15. febrúar. Vegna þess að Alda mun einnig starfa að kennslu við
Hjúkrunarskóla íslands, og störf hennar þar þurfa að vinnast síðdegis, mun
hún vinna á skrifstofunni 5 morgna vikunnar (ekki laugardaga). Einnig kl.
17—19 á mánudögum og fimmtudögum, sem ætti að verða ákjósanlegir viðtals-
tímar.
Þegar ársskýrsla félagsins er samin er forvitnilegt að kanna, hvort eitthvað
hefur miðað áfram frá fyrri árum. Alltaf má að minnsta kosti gera ráð fyrir
að félögum hafi fjölgað og þá eðlilegt að draga þá ályktun að starfandi hjúkr-
unarkonur séu einnig fleiri. En samkvæmt síðustu ársskýrslu kemur í ljós að í
ársbyrjun 1966 eru starfandi hjúkrunarkonur færri en var á sama tíma árið
áður. Vonandi verða nú straumhvörf í þessum málum. Á einhvern hátt verður
að ráða hér bót á.
I heimildum frá Svíþjóð má sjá, að þar í landi eru 60% hjúkrunarkvenna, sem
hafa meðaltals aldur 38.8 í fullri vinnu. Þó eru Svíar að flytja inn hjúkrunar-
konur frá Júgóslavíu, Kóreu og Filippseyjum.
Við samanburð á tölfræðiskýrslu árið 1961 og eldri skýrslu, kemur í ljós, að
fjöldi hjúkrunarkvenna, sem vinnur hálfsdagsvinnu, eða hluta úr degi, hefur
hækkað úr 10% í 17%, en tala þeirra, sem vinna fullt starf hefur lækkað úr
77% í 69%.
Hjúkrunarstarfið er erfitt og vandasamt, en tilbreytingaríkt, og margt kát-
broslegt getur þar hent. Eftirfarandi frásögn er úr grein í desemberblaði danska
hjúkrunarfélagsins eftir hjúkrunarkonu á næturvakt.
Einni sjúkrastofunni hafði verið breytt og var ekki enn tímabært að taka í
notkun, er Anna gamla var lögð þar inn, vegna þess að annars staðar var ekki
rúm fyrir hendi. Kyrrð ríkti í stofunni, þar sem hin rúmin sjö stóðu auð. Lítil
ljóstýra logaði, en óvart hafði hurðinni verið læst. Anna gamla fór að hugsa:
Á sjúkrahúsi liggja sjúklingar. Það er gefið mál. Hér eru engir, þar af leið-
andi get ég ekki verið á sjúkrahúsi. Þvínæst klifraði hún yfir grindurnar, lædd-
ist um og þuklaði á rúmunum. Gekk því næst að hurðinni, sem hún gat ekki
opnað. Þá vissi hún að hún hlaut að vera í kapellunni. í því kemur næturvaktin
og vill þá Anna vita, hvort ættingjunum hafi verið tilkynnt að hún væri látin.
Þegar hjúkrunarkonan svarar því til, að hún sjái ekki betur en að henni líði
vel, grípur Anna fram í og segir: „Ja, det ska do no ikke bland’ dig i. Det er
mæ, der er död“. M. P.
LAHDS30KASAFN
271287
fSlAHDS