Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 5
námsvörum, svo sem basti, tág- um, efni í smíðavinnu, handa- vinnuefni og fleira. Auk þess þurftum við að kaupa ýmsar smávörur: Málningu, horn, sag- arblöð og þ. u. 1. 1 skólann voru teknir nemendur tvisvar á ári, í september og marz. f hvert skipti komust aðeins 18 nem- endur að, karlar eða konur, en um skólavist sækja að meðal- tali 100 fyrir hvert námskeið. Námstíminn var tæp 3 ár og kennsla fór fram að mestu leyti í skólanum sjálfum og stofnun- um, þar sem löggiltur sjúkra- kennari verður að vera. Fyrstu 4 mánuðina fór kennsla fram í skólanum, en næstu 4 mánuði Vorum við látin hjálpa til á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn íyrri hluta dagsins, en síðari klutann var venjulegur skóli og heimavinna þar á eftir. Eftir bessa 8 mánuði fengum við úr- skurð um, hvort við vorum fær að ljúka náminu og starfa sem sjúkrakennarar eða ekki. Annað árið var kennsla í skól- auum og þá tókum við próf í úllum verklegum og flestum bók- ^gum greinum. Á 3. ári unn- Ulu við svo allan daginn, 4 mán- uði á geðsj úkrahúsum og 4 mán- uði á handlækningadeildum eða s®vstökum æfingastöðum fyrir sjúklinga. Þann tíma þurfum Vjð ekki að greiða skólagjald, eu fengum í þess stað laun frá i'ikinu eða stofnuninni, sem Svaraði um 700 ísl. krónum á ú^ánuði. Auk þess fengum við Ntt fæði, en urðum að greiða húsnæði sjálf. Að þessum 8 mán- uðum loknum vorum við í skól- anum í 2 mánuði, þar sem við fengum viðbótarkennslu, upp- rifjun og lukum þeim prófum, sem eftir voru. — Hvaða námsgreinar voru kenndar? Náminu var skipt í tvennt, bóklegt og verklegt, en meira var lagt upp úr því bóklega. Aðal bóklegu fögin voru: Líffærafræði, ca. 170 stundir, aðaláherzla var lögð á vöðva, bein og hreyfingar, sérstaklega hendur og fæt- ur. Sjúkdómafræði, ca. 170 stundir, aðaláherzla lögð á beinbrot, taugasjúkdóma og vöðvabólgur. Lífeðlisfræði, ca. 90 stundir, geðsjúkdómafræði, ca. 70 stundir. sálarfræði, ca. 40 stundir, reikningshald, ca. 20 stundir og auk þess voru ýmis smá- fög. Aðal verklegu fögin voru: Handavinna, ca. 200 stundir, tré-, málm- og beinsmíðar, ca. 200 stundir, knippling ca. 150 stundir. Að lokum var hagnýt sjúkra- kennsla. Þá fórum við í heimsókn á sjúkrahús í borginni og næsta nágrenni, skoðuðum þessar stofnanir og fengum síðan 1—2 sjúklinga að sjá og spjalla við og áttum við svo, þegar heim kom, að skrifa um þá ritgerðir, skipuleggja vinnu þeirra og meðhöndlun hjá sjúkrakennara. Mikil áherzla var lögð á hjálp- argögn fyrir sjúklinga og hvaða hreyfingar og verkefni hæfði þeim í hverju tilfelli. í þessum aðalnámsgreinum lukum við prófi, en auk þess lærðum við vefnað, bast- og tágavinnu, smá- barnaföndur, leðurvinnu, leir- smíði, málningu á efni (stof- tryk) og sitt hvað fleira. Ýmsar aðrar stofnanir en sjúkrahús heimsóttum við, svo sem söfn og verksmiðjur og hlustuðum á TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 3

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.