Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 7
Hverjar voru fyrstar? (Seinni grein) 1 Tímariti Hj úkrunarfélags Islands, 4. tbl. 1965, gat ég þess, að þegar holdsveikraspítalinn í Laugarnesi tók til starfa árið 1898,' hafi Guðný Guðmunds- dóttir og Kristín Hallgrímsdótt- ii- verið ráðnar þar til starfa. Lær hafi lært hjúkrun í díakon- issustofnun í Kaupmannahöfn, °& því að öllum líkindum verið fyrstu íslenzku hjúkrunarkon- urnar. Síðan hef ég reynt að afla uiér nánari heimilda um þess- ar tvær konur. Nú hef ég verið svo heppin að komast í samband við son og tengdadóttur Kristín- aG sem lánuðu mér, til athug- Unar ýmis heimildarskjöl og uiyndir, er þau höfðu varðveitt, ug er þar fengin staðfesting um hjúkrunarnám Kristínar. Kristín Ingibjörg Hallgríms- dóttir var fædd 5.'október 1863 en deyr 9. nóvember 1941. For- eldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir og Hallgrímur III- ugason, og voru þau í hús- Fiennsku í Stykkishólmi. Ekki veit ég um tildrög þess að Kristín Hallgrímsdóttir fór til Danmerkur, til þess að læra ujúkrun, en hún var þar sam- Lmis Guðnýju Guðmundsdóttur, er sennilegt að Kristín hafi ía*'ið utan til hjúkrunarnáms af Semu ástæðum og Guðný. Próf- essor Finnbogi Rútur Þorvalds- s?n aflaði mér eftirfarandi upp- ysinga frá Jóni Ásbjörnssyni. Við undirbúning að stofnun a°ldsveikraspítalans í Laugar- nesi kom til athugunar hverjar konur væru til þess fallnar að taka að sér hjúkrunarstörf í spítalanum, og benti þá séra Valdimar Briem á Guðnýju Guðmundsdóttur frá Gestshús- um á Seltjarnarnesi (f. 28/2 1859, d. 8/2 1948), en hún hafði dvalið á heimili séra Valdimars á Stóra Núpi um nokkurra ára skeið fyrir aldamótin. Til þess að undirbúa sig undir nám í Danmörku las hún 40 tíma í dönsku hjá séra Friðriki Hall- grímssyni. Guðný fór til Kaup- mannahafnar haustið 1897 og var við nám í Diakonissestift- elsen um 10 mánaða skeið. Haustið 1898 kom Guðný heim og tók til starfa í Laugarnes- spítala og hélt því starfi til 1902. Eftir það vann hún við hjúkr- unarstörf í Reykjavík. Hún dvaldist á heimili Jóns Ás- b j örnssonar, hæstaréttardóm- ara, systursonar síns, frá 1917 til dauðadags". Þegar stallsysturnar hefja nám við Den Danske Diakon- issestiftelse hefur sú stofnun þegar starfað nærri því jafn- lengi og Hjúkrunarskóli Islands nú, eða í 35 ár. Flestar hjúkr- unarkonur munu sennilega minnast þess úr hjúkrunarsög- unni, að fyrir tilstuðlan sjálfr- ar ekkjudrottningarinnar, Kar- ólinu Amalíu hratt díakonissu- hreyfingin af stað umbótahreyf- ingu í hjúkrunarmálum í Dan- mörku, undir forustu Lúísu Conring, sem var vígð díakon- issa frá sjálfum höfuðstöðvun- um, Kaiserwerth. Guðný Guðmundsdóttir. 1897—1898 er danska reglan orðin öflug, (nær jafnvel alla leið til Færeyja) starfrækir 19 sjúkrahús, einnig fátækrahæli, vöggustof ur, hússtj órnarskóla o. fl. Systrahópurinn hefur vax- ið frá því að vera hálfur tugur við stofnun í 247 árið 1898. Við lestur ársskýrslu stofn- unarinnar, sem var meðal bi'éfa Kristínar, vakti athygli mína, að ein díakonissa hafði yfirgefið ,,móðurhúsið“, eftir 16 ára „tro Gerning i Stiftelsens Tjeneste“. til að gifta sig. Kom mér þá í hug að ef hjúkrunarstéttin ís- lenzka hefði verið jafntrú „köll- un“ sinni, og diakonissur þeirra tíma, væru nú aðeins 3—4 giftar hjúkrunarkonur í okkar stóru stétt! Með áframhaldandi fjölg- un myndi frekar verða í fram- tíðinni verkefnaskortur en vönt- un á hjúkrunarkonum, jafnvel þótt komið væri til móts við vax- andi þarfir í sambandi við hjúkrun og heilsuvernd og vinnutími yrði styttur til muna. En aldur díakonissa við inntöku í skólann virðist mér vera frá 18—38 ára, og þó fleiri um og TÍMAKIT HJÚKKUNAKFÉI.AGS ÍSUANDS 5

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.