Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Page 10
Alda Halldórsdóttir:
Hjúkrun innan sjúkrahúsa
Framsöguerindi á þingi S.S.N. í Stokkhólmi í sept. s.l.
MÓTTAKA S.IÍ’KI.I\(>S
öllum er ljóst, hve fyrstu
áhrif umhverfis valda miklu
um afstöðu manna till þess.
Og jafnvíst er, að þessi áhrif
verða því meiri og varanlegri,
sem tilfinningalíf mannsins .er
í meira uppnámi.
Að jafnaði mun sálarástand
sjúklings, við komu hans á
sjúkrahúsið markast af bæði
þjáningu og ótta, líkamlegri
vanlíðan á öllu hugsanlegu stigi,
og eðlilegum beyg, sem sérhver
maður hýsir, gagnvart hinu
óþekkta og framandi. Og þar
að auki má gera ráð fyrir, að
sjúklingur sé þrúgaður alls kon-
ar persónulegum áhyggjum.
vegna fjölskyldunnar og ann-
arra ástvina, atvinnu sinnar og
fjárhagsafkomu, óleystra
áhuga- og viðfangsefna, o. s.
frv., án enda, og hann leitar því
jafnt eftir andlegum stuðningi
þeirra persóna sem munu ann-
ast hann, eins og lækningu á
einhverju líkamlegu meini.
Að koma inn á móttökudeild
(Poliklinik), er hvað mest þreyt-
andi, og oftast nær hin erfið-
asta raun fyrir hann. Ópersónu-
legar og uppskriftarkenndar
viðtökur starfsliðsins verka illa
á sjúklinginn, þar sem hann
kemur sem einhvers konar núm-
er úr fullri biðstofu. Sjálfsvit-
und, svo ekki sé svo djúpt í ár-
ina tekið, að nefna stolt, er alla
jafna ríkur þáttur í skaphöfn
manna. Þeim er vissulega harla
ógeðfellt að hafa það á tilfinn-
ingunni, að þeir séu eins konar
aukahjól í stórri óþekktri vél,
og jafnvel til byrði og erfiðis-
auka í kröm sinni. Þarna er of
áberandi, hversu margir sjúkl-
ingar eru afgreiddir á stuttum
tíma, og þeir finna sig utan-
gátta, þar sem þeir bíða að röð-
in komi að þeim, það er nærri
því beðist afsökunar á að vera
til. —
Og hverjum er það tilhlökk-
unarefni að gefa skýrslu um sín
einkamál, og þá e. t. v. í áheyrn
fjöldans? Læknisskoðunin ei
unnin í fljótheitum, því hrað-
inn er mikill og næsti sjúkling-
ur bíður. Þarna er gert lítið úr
því sem skiptir hvað mestu máli
fyrir sjúklinginn, og það sem
verra er, það er gengið að hon-
um án nokkurra orða, eða út-
skýringa, hvers vegna þetta eða
hitt er gert. Er því ekkert und-
arlegt, þótt innra með honum
hafi vaknað dulin og óvituð and-
úð, sem gæti gert bæði honum
og hjúkrunarliði þeirrar sjúkra-
deildar, sem hann á að leggjast
inn á, erfitt fyrir.
Það ætti að vera keppikefli
hvers sjúkrahúss, að koma í veg
fyrir slíkar hugmyndir hjá sjúk-
lingum sínum, og í stað þess
skapa gagnkvæmt traust strax
við fyrstu kynni.
Ytri útbúnaður, svo sem litir,
lýsing, húsgögn eða herbergja-
skipan nær skammt til góðra
áhrifa, ef traustið skortir. Þeg-
ar kvölin hrjáir einstaklinginn
líkamleg sem andleg, hrekkur
tæknigaldur skammt, en mann-
þekking, umhyggja og hlýtt þel
er undirstaða alls, ef vel á að
gera.
Það þarf að bæta úr þessu
ástandi sem hefur skapazt við
komu móttökudeildanna (Poli-
klinik). Það er of mikill ys og
þys sem þar ríkir, og starfslið-
ið vinnur of oft verk sitt á hlaup-
um, hið persónulega samband
við sjúklinginn hverfur meir og
meir í önnum dagsins.
Þetta ástand fer versnandi,
það megum við vera fullviss um.
Því um leið og lækningamáttur-
inn og tæknin verður fullkomn-
ari, styttist vera sjúklingsins á
sjúkrahúsinu, hann útskrifast
fyrr og það hækkar sífellt tala
þeirra sem koma inn daglega.
Margar ykkar, sem staddar
eru hér, muna þá tíð, er öll mót-
taka sjúklinga átti sér stað inni
á sjúkradeildunum. Að vísu var
það meira álag fyrir deildirnar,
en hafði þann kost, að sjúkling-
urinn komst strax í hendur þess
fólks sem átti eftir að stunda
hann, og sem sýndi áhuga fyrir
honum.
Við hjúkrunarkonur sem
komum frá Islandi, þekkjum all-
ar þetta fyrirkomulag, þar sem
það tíðkast enn í sjúkrahússlífi
þar. En við erum flestar víð-
förular og höfum kynnzt mót-
tökudeildum annarra landa.
Móttökudeildir verða opnaðar
næstu mánuðina við íslenzk
sjúkrahús. Mjög líklegt er, Aö
í framtíðinni munu þau eiga
við sömu vandamál að stríða og
fyrr er rætt um í þessu erindi,
þótt að öllum líkindum þau verði
8 TÍMARIT HJÚKRUNAKFÉLAGS ÍSI.ANDS