Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 3
IJR DAGSINS ÖNN Brynhildur Ósk Siguröardóttir. Rætt við Brynhildi ósk Sigurð- ardóttur héraðshjúkrunarkonu á Reykhólum í Barðastrandar- sýslu. Hvenær laukst þú námi, Bryn- hildur? Ég útskrifaðist haustið 1964 og vann fyrst á handlækninga- deild, síðan á skurðstofu í 2 ár. Síðast vann ég á lyflækn- ingadeild í 2 ár. Hefur það kom- ið sér einkar vel í núverandi starfi mínu að hafa fengið þessa þríþættu reynslu. Þú starfar nú sem héraðshjúkr- unarkona fyrir Gufudals-, Reyk- hóla- og Geiradalssveitir. Eigið Mð ekki við samgönguörðug- leika að etja yfir vetrarmánuð- ina ? Reykhólalæknishérað er mjög einangrað. Það takmarkast að vestan af Klettshálsi, norðaust- an af Tröllatunguheiði og sunn- an af Gilsfirði. Allt eru þetta ^jög slæmir farartálmar, Klettsháls og Tröllatunguheiði ófær allan vetmúnn, og Gils- fjörður lokast iðulega vegna snjóa. Þar við bætist, að hliðar- halli í Gilsfirði er svo mikill, að sajóbíl verður vart eða ekki við komið. Héraðið nær yfir 3 sveit- K', Gufudals-, Reykhóla- og Geiradalssveitir, og eru sam- Söngur innan sveita oft og tíð- Urn mjög erfiðar á vetrum. Heita má, að Gufudalssveit sé einangruð frá umheiminum all- an veturinn. Hefur ekki til skamms tíma ver- ið læknissetur á hinu forna höf- uðbóli Reykhólum? ■Jú, á Reykhólum hefur verið læknissetur, og þar er læknis- bústaður. Má segja, að aðstaða þar sé nokkuð góð: allgóð lækna- stofa, ágæt lyfjageymsla og röntgenstofa. Nokkuð er til af tækjum og áhöldum, þótt ýmis- legt vanti, svo sem þvagskil- vindu, og röntgentækið hefur verið bilað um skeið. Nauðsyn- legustu lyfjabirgðir eru fyrir hendi, svo sem algengustu fúkka- og súlfalyf, væg verkja- lyf, hóstamixtúrur og fleira. Læknishéraðið á lyfjabirgðirn- ar. 1 hverju er starf þitt aðallega fólgið? Ég hef reynt að fyigjast með ungbörnum eins og mér hefur verið unnt og séð um, að þau fái tilskildar ónæmisaðgerðir. Þó er reglubundið eftirlit mjög erfitt vegna samgangna og fleira. Hins vegar hefur verið erfitt með ónæmisaðgerðir á eldri börnum vegna ýmissar ó- reglu, ónæmiskírteini hafa glat- azt, engin spjaldskrá fyrir hendi, tíð læknaskipti o. s. frv. Ég hef ekki treyst mér til að frumbólusetja eldri börn, en því fylgir mun meiri áhætta en með ungbörn, vegna þess að enginn læknir hefur verið hér nálægt. Þá hef ég haft nokkur af- ----------------------- TÍMARIT skipti af vanfærum konum og reynt að fylgjast með þeim eft- ir föngum. Þær hafa ekki átt kost á læknisskoðun, síðan lækn- islaust varð í Búðardal í febrú- ar, og engin ljósmóðir hefur heldur verið hér í vetur. Yfirleitt er ekki ætlazt til, að ég fari í sjúkravitjanir, þótt allmörg tilfelli hafi gert þær nauðsynlegar. Hvernig ferð þú að því að ná sambandi við lækni, og hvert ber þér að leita? I veikindatilfellum hef ég símasamband við lækni og reyni að lýsa einkennum og ástandi sjúklings eftir beztu getu. Síð- an ákveður læknir lyfjameðferð, ef með þarf, og afgreiði ég þá tilskilin lyf. í fyrstu hafði ég samvinnu við lækni í Búðardal, sem kom hingað hálfsmánaðar- lega. En síðan í febrúar hefur verið læknislaust þar og enginn læknir komið hingað, utan einu sinni úr Reykjavík. Eins og er hef ég símasamband við héraðs- lækninn í Stykkishólmi, og er það eina læknisþjónustan, sem þetta byggðarlag hefur notið, eins og málin standa nú. Stundum hef ég þurft að leita beint til Landspítalans eða Sjúkrahúss Akraness varðandi sjúklinga, sem hafa þurft sjúkrahúsvist. Allir þeir læknar, sem ég hef haft samvinnu við, hafa verið mjög samvinnuþýðir og reynt að veita sem bezta fyrirgreiðslu hverju sinni. Framhald á næstu síðu. HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.