Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 44
strax þrjú bókaforlög brugðizt skjótt við og sent okkur bækur að gjöf, en þau eru: Mál og menning, Bókaút- gáfan Æskan í Reykjavík og Hörpu- útgáfan á Akranesi. Hinn 28. marz s. 1. var svo bóka- safnið opnað til útlána á þeim bók- um, sem búið er að ganga frá, og er það opið tvisvar í viku 2 tíma í einu, og var ráðin kona í það starf. Við höfum hugsað okkur að gefa árlega jólagjöf til sjúkrahússins, og í ár gáfum við Carmen-rúllur, lkassa á hvora deild, og eru þær mjög vin- sælar meðal kvensjúklinganna. Og fyrst farið er að tala um jól og jóla siði, þá má ekki gleyma jólafundin- um okkar, þar sem við höfum fyrir sið að skera út laufabrauð og baka. I ár var „laufabrauðsfundurinn“ haldinn 16. des., og komu þar fram ótrúlegir hæfileikar kvenna í list- skurði. Deildinni bárust að gjöf frá H F f tvær bækur, og kunnum við beztu þakkir fyrir. Gerðumst við ennfrem- ur áskrifendur að tveim tímaritum, svo að það má segja, að bókakostur deildarinnar er einnig óðum að glæð- ast. Stimpil fengum við að gjöf frá Jónu Guðmundsdóttur skólahjúkrun- arkonu, og notum við hann, hróðug- ar, hvenær sem við verður komið. Brynja Einarsdóttir, formaður. Ársskýrsla Akuroyrarilolldar II F I 1071-1072 STARFSEMI deildarinnar hefur ver- ið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fundir haldnir í Systraseli ann- an mánudag hvers mánaðar að und- anskildum sumarmánuðunum. Fund- arsókn nokkuð misgóð. í deildinni er nú 61 kona. Stjórn félagsins skipa nú: formaður Ragnheiður Dóra Árnadóttir, varaformaður Sólrún Sveinsdóttir, ritari Hulda Baldurs- dóttir, gjaldkeri Jóna Fjalldal, með- stjórnandi Sigríður Guðmundsdóttir. Endurskoðendur reikninga Ebba Magnúsdóttir og Sigríður Pálsdóttir. Aðalfundur deildarinnar var hald- inn 11. október 1971. Endurskoðaðir reikningar deildarinnar voru lesnir, og voru þá í félagssjóði 12 þúsund kr. og í starfssjóði 278.893 kr. Tekjustofn félagsins er 10% af árgjaldi félagskvenna til H F í, en tekjur starfssjóðs eru af kaffisölu og happdrætti á fundum deildar- innar. Þá rann í þennan sjóð ágóði af happdrætti, er deildin hélt í marz 1971, og kökubazar, er haldinn var í nóvember s. 1. Fyrir þetta fé keypti deildin og gaf Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar legusáradýnu (Hibo Decubimat madress) og tæki til augnaðgerða (Crio extractor), einnig voru gefin leikföng til Barna- deildar F S A fyrir jólin, en verð þessara tækja beggja er hátt á þriðja hundrað þúsund krónur. Deildinni barst peningagjöf, 1000 kr., frá Pétri Siggeirssyni til minn- ingar um konu hans, Þorbjörgu Jóns- dóttur frá Raufarhöfn. Gjöfinni fylgdu þau tilmæli, að peningarnir færu í námssjóð hjúkrunarkvenna. Slíkur sjóður var ekki til. Varð því að ráði. að deildin stofnaði þennan sjóð. Sjóðurinn nefnist Námssjóður Akureyrardeildar H F 1. Ekki hefur verið ákveðið, með hvaða liætti sjóðn- um skuli aflað tekna. Fræðsluefni hjá félaginu hefur verið nokkurt. Gauti Arnþórsson yfirlæknir hélt tvo fyrirlestra. Annar var um nýlega aðferð við prostata að- gerðir og hin um vökva- og sýru- jafnvægi líkamans. Magnús Ólafsson sjúkraþiálfari flutti erindi um sitt starf. Upprifjunarnámskeið var haldið á vegum deildarinnar, og var það unnið af hjúkrunarkonunum siálfum í hópvinnu. Tekið var fyrir ákveðið verkefni (sjúkdómur), sem hver hópur vann að, skipti með sér verkum. Einnfjallaði um anatomiuog fysiologiu, annar um sjúkdóma í við- komandi líffæri, orsök einkenni, þriðji um meðferð við kirurgiska og/eða medisinska hjúkrun. Fyrir- lestra hélt hver hópur einu sinni í viku í kennslustofu F S A, þar sem við höfðum aðgang að kennslutækj- um. Námskeið byrjaði 23. febrúar og lauk 12. apríl. Öllum þótti þetta tak- ast mjög vel, og höfðu hjúkrunar- konur bæði gagn og gaman af að vinna að þessu. Margi'ét Pétursdóttir, forstöðu- kona FSA, gaf deildinni góða gjöf, bókina Hjúkrunarsaga eftir Maríu Pétursdóttur. Ragnheiður Dóra Amadóttir, formaður. Ársskvrsla rltstjórnnr ÁRIÐ 1971 var ritstjórn Tímarits HFl þannig skipuð: Ingibjörg Árnadóttir. Lilja Óskarsdóttir. Alda Halldórsdóttir. Um mánaðamótin nóvember—des- ember fengum við kærkominn liðs- auka, Sigrúnu Einarsdóttur, sem starfar við Borgarspítalann. Sat hún fundi með okkur í desember til undir- búnings 1. tölublaði 1972. Á síðastliðnu ári voru, sem kunn- ugt er, gefin út fjögur blöð. Óþarfi er að fjölyrða frekar um störf okkar í ritstjórninni, en við viljum endur- taka hvatningarorð okkar og beiðni til allra hjúkrunarkvenna að senda tímaritinu fréttir og greinar faglegs eðlis. Sérstaklega viljum við beina þessum tilmælum okkar til hjúkrun- arkvenna utan Reykjavíkur, þar sem við eigum af eðlilegum ástæðum erf- iðara með að ná til þeirra. Einkum sækjumst við eftir að fá upplýsingar um fræðslufundi, námskeið o. fl. Ég vil því að endingu bera fram svohljóðandi tillögu: Ritstjórn Tímarits H F 1 fer fram á að fá ritara hverrar deildar innan félagsins sem fulltrúa tímaritsins og skuli hann senda allt það efni, er fréttnæmt þykir frá viðkomandi svæði, til birtingar í tímaritinu. Fyrir hönd ritstjórnar. Ingihjörg Árnadóttir. Um blóðflokka og' blóð|fjafir Framh. af bls. 91 minnkað „output“ vinstra hjartahelmings, sem gekk til baka við kalcium-gjöf í æð. 12. Kalium-eitrun. Þegar blóð er geymt, eykst kalium í plasma í hlutfalli við þá hæmolysis, sem alltaf verð- ur meiri, eftir því sem blóðið er geymt lengur. Eftir 7 daga geymslu eru um 80 mg í 100 ml af blóði og eftir 28 daga nálægt 135 mg í 100 ml, en með því að draga blóðvatnið ofan af og gefa aðeins blóðkornin, má minnka það til muna. Mjög er sjaldgæft að sjá breytingar í hjartalínuriti af þessum orsökum. HEIMILDIR: Landsteiner, K.: On agglutination of normal human blood (translation from Wiener Klinische Wochen- schrift (14:1132—1901)). Trans- fusion Vol. 1, No. 1 1961, s. 5—8. Mollison, P. L.: Blood Transfusion in Clinical Medicine. Blackwell, Ox- ford 1951. Levin Philip, M. D.: Blood group anti- gens & antibodies. Orthodiagno- stic division 1960. Woolmer, R.: The conquest of pain: Blood transfusions. Cassel, Lon- don 1961. Wall, Robert L.: Practical Blood Grouping Methods. Chai'les & Thomas, Springfield, USA, 1952. 114 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.