Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 33
Formanni var boðið að sitja fund og halda erindi á þingi Félags for- stöðumanna sjúkrahúsa á Norður- löndum, er haldið var í Rvík 13.— 14. ág-úst. Fundinn sat einnig Ingi- björg R. Magnúsdóttir, þá fulltrúi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Fulltrúamót SSN í Os við Bergen 7.—10. sept. sóttu formaður og kjörn- ir fulltrúar H F I til SSN, ritstjóri Tímarits H F I, tveir hjúkrunarnem- ar (Margrét Gústafsdóttir og Kristín Sófusdóttir) og Ingibjörg R. Magnús- dóttir frá heilbrigðismálaráðuneyt- inu. Samþykkt var á aðalfundi, að H F 1 sendi ritstjóra okkar, eins og hin félögin gera. Einnig greiddi fé- lagið þátttöku annars nemans. Frá þinginu er sagt í 4. tölubh Tímarits H F I 1971. Meðan á þessu fulltrúamóti stóð, var Margrethe Kruse, form. Alþjóða- sambands hjúkrunarkvenna, gerð heiðursfélagi H F í, í samræmi við einróma samþykkt á aðalfundi félags- ins í júní. Er sagt frá því í 4. tölu- bh 1971. A félagsfundi 20. sept. gerði form. grein fyrir hugmynd sinni um nauð- synlegar formbreytingar á félaginu, sem gætu orðið til að efla það. Hún sagði síðan: „Eins og segir í fundarboðinu, verða breytingartillögur lagðar fram á þessum fundi. Ég vona, að fundar- menn taki þær til gaumgæfilegrar athugunar, en tel ekki rétt að af- greiða þær endanlega nú. Til greina gæti komið að halda framhaldsaðal- fund, t. d. í október. Þá væri hægt að birta breytingartillögurnar í tímaritinu okkar og félagar fengju aðstöðu til að kynna sér þær og gera athugasemdir. Síðan mætti endanlega ganga frá þeim á framhaldsaðal- fundinum, svo að nýr formaður, sem á að taka við á árinu 1973, hefði sterkara félagsafl bak við sig“. Ingibjörg Heigadóttir og Gerða Ásrún Jónsdóttir sátu formannaráð- stefnu BSRB 7.—10. nóv. 1971 í f.iarveru form. H F I. Dagana 28.—31. okt. og 11.—14. nóv. 1971 voru haldin fræðslunám- skeið í Munaðarnesi á vegum BSRB. Sóttu alls 6 félagar í H F í og 3 hjúkrunarnemar þessi námskeið, er voru mjög fræðandi og skemmtileg. Frásögn af námskeiðunum hefur birzt í 1. tölubb tímarits okkar 1972. A árinu kom út skýrsla XIII. frngs SSN, er haldið var í Reykja- yík í júlí 1970. Skýrsla þessi ber heitið „Sygeplejen i sögelyset". Sá form. H F1 um útgáfu ritsins, en Samvinna hjúkrunarkvenna á Norð- urlöndum bar kostnaðinn. Öllum þátttakendum þingsins var sent ritið, en nokkur eintök munu enn vera til sölu í skrifstofu félags- ins. Kj aramúl Formaður gerði grein fyrir kjaia- samningum í síðustu ársskýrslu og þá um leið samningum við Reykjavík- urborg, er undirritaðir voru 25. jan. og hafa verið birtir í tímaritinu okk- ar, 1. tölubl. H F I er samningsaðili við Reykjavíkurborg, og var sér- stakri nefnd H F I falið að annast samningsgerðina. Hjúkrunarkonur mótmæltu því, að niður var felldur réttur þeirra, sem vinna á reglubundnum vinnuvökum, til að fá, miðað við árs starf, 12 sam- fellda frídaga og greiðslu, er sam- svari 6 daga dagvinnukaupi. Stjórnarfrumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um tekjuskatt var mótmælt. Skrifuðu 219 hjúkrun- arkonur undir mótmælaskjal, er sent var ásamt bréfi frá stjórn H F I nefndarmönnum í fjárhagsnefnd neðri deildar Alþingis. Samkomulag náðist milli röntgen- hjúkrunarkvenna og Skrifstofu rík- isspítalanna um vetrarfrí, vegna uppsagnar og samstöðu þeirra. Nefnd, er vann að drögum að reglugerð um starfssvið trúnaðar- ráðs og trúnaðarmanna, lagði drögin fram á aðalfundi 1971, og var þar samþ. að nota þau til hliðsjónar til næsta aðalfundar. Nefnd þessa skip- uðu: Fjóla Tómasdóttir. Ingibjörg Helgadóttir. Kristín Pálsdóttir. Rögnvaldur Stefánsson. Sigrún Gísladóttir, form. nefndarinnar. Á árinu komu út drög að frum- varpi um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Fjóla Tómasdóttir var tilnefnd í trúnaðarnefnd B S R B, sem vinnur að athugunum á starfstilhögun og starfsmöguleikum fyrir trúnaðar- menn. SjóOIr félagsliis Minningarsjóður Hans A. Hjart- arsonar, náms- og ferðasjóður. Minningarsjóður Guðrúnar Gísla- dóttur Björns. Jólagjafasjóður Ingibj. Ingv. Sig- urðardóttur. Félagsheimilasjóður. „Er nánar gerð grein fyrir þeim í sambandi við reikningana. Hjúkrun- arfélagið ætti að taka upp fyrri hátt, halda bazara, happdrætti og kaffi- sölur, sýna eins og mörg önnur stétt- ar- og áhugamannafélög stórhug samtakanna og með því afla fjár til að styi'kja félaga sína til framhalds- menntunar." Gjnfir til II F I Sigríður Eiríksdóttur, fyrrv. form. H F1, færði félaginu mjög fallega styttu. Er hún af St. Vincents systur, eða franskri líknarsystur. Hjúkrunarfélagið Líkn gaf félag- inu eftirstöðvar af starfsfé sínu, kr. 169.191.60. Vöxtum þess skal varið til kaupa á bókum um fagleg málefni hjúkrunarstéttarinnar og verður þannig stofn að bókasafni H F I. Á stjórn Hjúki'unarfélagsins Líknar miklar þakkir skilið fyrir þessa höfðinglegu gjöf. I.íí<\vrissjórtur II F f 27 hjúkrunarkonur fengu íbúðalán hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna á árinu 1971, að upphæð 5 millj. 545 þús. kr. Vinis írlngsniál Á stjórnarfundi 17. nóv. samdi Deild forstöðukvenna í H F í al- mennt yfirlit um „starfssvið for- stöðukvenna á sjúkrahúsum". Sendi H F 1 það til viðkomandi stofnana. Vonandi vinna aðrar deildir hlið- stæðar starfslýsingar fyrir sitt sér- svið, sem gætu fengið viðurkenningu. Ingibjörgu R. Magnúsdóttur var veitt staða hjúkrunarmenntaðs full- trúa í heilbrigðismálaráðuneytinu frá 1. júlí, en eins og kunnugt er, er hún nú orðin deildarstjóri. Fulltrúi H F1 í stjórn SSN er María Pétursdóttir, og er hún þar varaformaður. Á árinu óskaði stjórn H F I eftir tilboðum í gerð félagsnælanna. Bár- ust 2 tilboð, annað frá Noregi og hitt frá Danmörku. Var tilboðinu frá Danmörku tekið, þar sem það var lægra og miklar skemmdir höfðu komið fram í smelti á nælunum úr síðustu pöntun frá Noregi. Á árinu bárust félaginu „Tillögur um breytingar á reglugerð ICN“, og óskað var eftir umsögn. I okt. s.l. var skilað ýtarlegri álitsgerð á 11 vél- rituðum síðum. María Pétursdóttir lét að eigin ósk af formannsstöðu í Samtökum heilbrigðisstétta. Skv. félagslögum samtakanna er aðeins hægt að velja í formannsstöðu mann, sem áður hef- ur átt sæti í varastjórn, og var Arin- björn Kolbeinsson kosinn formaður til næstu þriggja ára. Pálína Sigur- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.