Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Síða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Síða 33
Formanni var boðið að sitja fund og halda erindi á þingi Félags for- stöðumanna sjúkrahúsa á Norður- löndum, er haldið var í Rvík 13.— 14. ág-úst. Fundinn sat einnig Ingi- björg R. Magnúsdóttir, þá fulltrúi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Fulltrúamót SSN í Os við Bergen 7.—10. sept. sóttu formaður og kjörn- ir fulltrúar H F I til SSN, ritstjóri Tímarits H F I, tveir hjúkrunarnem- ar (Margrét Gústafsdóttir og Kristín Sófusdóttir) og Ingibjörg R. Magnús- dóttir frá heilbrigðismálaráðuneyt- inu. Samþykkt var á aðalfundi, að H F 1 sendi ritstjóra okkar, eins og hin félögin gera. Einnig greiddi fé- lagið þátttöku annars nemans. Frá þinginu er sagt í 4. tölubh Tímarits H F I 1971. Meðan á þessu fulltrúamóti stóð, var Margrethe Kruse, form. Alþjóða- sambands hjúkrunarkvenna, gerð heiðursfélagi H F í, í samræmi við einróma samþykkt á aðalfundi félags- ins í júní. Er sagt frá því í 4. tölu- bh 1971. A félagsfundi 20. sept. gerði form. grein fyrir hugmynd sinni um nauð- synlegar formbreytingar á félaginu, sem gætu orðið til að efla það. Hún sagði síðan: „Eins og segir í fundarboðinu, verða breytingartillögur lagðar fram á þessum fundi. Ég vona, að fundar- menn taki þær til gaumgæfilegrar athugunar, en tel ekki rétt að af- greiða þær endanlega nú. Til greina gæti komið að halda framhaldsaðal- fund, t. d. í október. Þá væri hægt að birta breytingartillögurnar í tímaritinu okkar og félagar fengju aðstöðu til að kynna sér þær og gera athugasemdir. Síðan mætti endanlega ganga frá þeim á framhaldsaðal- fundinum, svo að nýr formaður, sem á að taka við á árinu 1973, hefði sterkara félagsafl bak við sig“. Ingibjörg Heigadóttir og Gerða Ásrún Jónsdóttir sátu formannaráð- stefnu BSRB 7.—10. nóv. 1971 í f.iarveru form. H F I. Dagana 28.—31. okt. og 11.—14. nóv. 1971 voru haldin fræðslunám- skeið í Munaðarnesi á vegum BSRB. Sóttu alls 6 félagar í H F í og 3 hjúkrunarnemar þessi námskeið, er voru mjög fræðandi og skemmtileg. Frásögn af námskeiðunum hefur birzt í 1. tölubb tímarits okkar 1972. A árinu kom út skýrsla XIII. frngs SSN, er haldið var í Reykja- yík í júlí 1970. Skýrsla þessi ber heitið „Sygeplejen i sögelyset". Sá form. H F1 um útgáfu ritsins, en Samvinna hjúkrunarkvenna á Norð- urlöndum bar kostnaðinn. Öllum þátttakendum þingsins var sent ritið, en nokkur eintök munu enn vera til sölu í skrifstofu félags- ins. Kj aramúl Formaður gerði grein fyrir kjaia- samningum í síðustu ársskýrslu og þá um leið samningum við Reykjavík- urborg, er undirritaðir voru 25. jan. og hafa verið birtir í tímaritinu okk- ar, 1. tölubl. H F I er samningsaðili við Reykjavíkurborg, og var sér- stakri nefnd H F I falið að annast samningsgerðina. Hjúkrunarkonur mótmæltu því, að niður var felldur réttur þeirra, sem vinna á reglubundnum vinnuvökum, til að fá, miðað við árs starf, 12 sam- fellda frídaga og greiðslu, er sam- svari 6 daga dagvinnukaupi. Stjórnarfrumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um tekjuskatt var mótmælt. Skrifuðu 219 hjúkrun- arkonur undir mótmælaskjal, er sent var ásamt bréfi frá stjórn H F I nefndarmönnum í fjárhagsnefnd neðri deildar Alþingis. Samkomulag náðist milli röntgen- hjúkrunarkvenna og Skrifstofu rík- isspítalanna um vetrarfrí, vegna uppsagnar og samstöðu þeirra. Nefnd, er vann að drögum að reglugerð um starfssvið trúnaðar- ráðs og trúnaðarmanna, lagði drögin fram á aðalfundi 1971, og var þar samþ. að nota þau til hliðsjónar til næsta aðalfundar. Nefnd þessa skip- uðu: Fjóla Tómasdóttir. Ingibjörg Helgadóttir. Kristín Pálsdóttir. Rögnvaldur Stefánsson. Sigrún Gísladóttir, form. nefndarinnar. Á árinu komu út drög að frum- varpi um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Fjóla Tómasdóttir var tilnefnd í trúnaðarnefnd B S R B, sem vinnur að athugunum á starfstilhögun og starfsmöguleikum fyrir trúnaðar- menn. SjóOIr félagsliis Minningarsjóður Hans A. Hjart- arsonar, náms- og ferðasjóður. Minningarsjóður Guðrúnar Gísla- dóttur Björns. Jólagjafasjóður Ingibj. Ingv. Sig- urðardóttur. Félagsheimilasjóður. „Er nánar gerð grein fyrir þeim í sambandi við reikningana. Hjúkrun- arfélagið ætti að taka upp fyrri hátt, halda bazara, happdrætti og kaffi- sölur, sýna eins og mörg önnur stétt- ar- og áhugamannafélög stórhug samtakanna og með því afla fjár til að styi'kja félaga sína til framhalds- menntunar." Gjnfir til II F I Sigríður Eiríksdóttur, fyrrv. form. H F1, færði félaginu mjög fallega styttu. Er hún af St. Vincents systur, eða franskri líknarsystur. Hjúkrunarfélagið Líkn gaf félag- inu eftirstöðvar af starfsfé sínu, kr. 169.191.60. Vöxtum þess skal varið til kaupa á bókum um fagleg málefni hjúkrunarstéttarinnar og verður þannig stofn að bókasafni H F I. Á stjórn Hjúki'unarfélagsins Líknar miklar þakkir skilið fyrir þessa höfðinglegu gjöf. I.íí<\vrissjórtur II F f 27 hjúkrunarkonur fengu íbúðalán hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna á árinu 1971, að upphæð 5 millj. 545 þús. kr. Vinis írlngsniál Á stjórnarfundi 17. nóv. samdi Deild forstöðukvenna í H F í al- mennt yfirlit um „starfssvið for- stöðukvenna á sjúkrahúsum". Sendi H F 1 það til viðkomandi stofnana. Vonandi vinna aðrar deildir hlið- stæðar starfslýsingar fyrir sitt sér- svið, sem gætu fengið viðurkenningu. Ingibjörgu R. Magnúsdóttur var veitt staða hjúkrunarmenntaðs full- trúa í heilbrigðismálaráðuneytinu frá 1. júlí, en eins og kunnugt er, er hún nú orðin deildarstjóri. Fulltrúi H F1 í stjórn SSN er María Pétursdóttir, og er hún þar varaformaður. Á árinu óskaði stjórn H F I eftir tilboðum í gerð félagsnælanna. Bár- ust 2 tilboð, annað frá Noregi og hitt frá Danmörku. Var tilboðinu frá Danmörku tekið, þar sem það var lægra og miklar skemmdir höfðu komið fram í smelti á nælunum úr síðustu pöntun frá Noregi. Á árinu bárust félaginu „Tillögur um breytingar á reglugerð ICN“, og óskað var eftir umsögn. I okt. s.l. var skilað ýtarlegri álitsgerð á 11 vél- rituðum síðum. María Pétursdóttir lét að eigin ósk af formannsstöðu í Samtökum heilbrigðisstétta. Skv. félagslögum samtakanna er aðeins hægt að velja í formannsstöðu mann, sem áður hef- ur átt sæti í varastjórn, og var Arin- björn Kolbeinsson kosinn formaður til næstu þriggja ára. Pálína Sigur- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 103

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.