Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 27
Frá aðalfundi HFl Fæðingardagur Florence Nightingale 12. maí hefur verið valinn árlegur alþjóðlegur hjúkr- unarkvennadagur. Að þessu sinni er höfuð- áherzlan lögð á vaxandi hlutverk hjúkrunar- konunnar í stefnumótun í heilbrigðisþjónustu í nútímaþjóðfélagi, en sá þáttur hefur verið um of vanræktur. Frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að nokkru í samræmi við þessi sjónarmið. Aðalfundur Hjúkrunarfélags Islands, hald- inn í Domus Medica 7. maí, metur það, en vekur um leið athygli á því, að til þess að gera stéttinni kleift að valda þessu þarf að gera verulegt átak til að bæta starfsskilyrði og kjör hjúkrunarkvenna og aðstöðu til hjúkrunar- menntunar. Þá mun það sýna sig, að hjúkr- unarkvennaskortur er ekki óleysanlegt vanda- mál hérlendis, frekar en í þeim fáu löndum Um aukavaktir Fyrir staðnar aukavaktir skal jafnan greiða yfirvinnutaxta eins og þeir eru á hverjum tíma. Stói-hátíðisdagar greiðist með tvöföldu yfir- vinnukaupi, sbr. 10. gr. gildandi kjarasamnings. 1 9. gr. kjarasamningsins er skýrt fram tek- ið í 1. mgr. hvað telst yfirvinna. Ennfremur í 2. mgr.: „öll vinna, sem unnin er á frídög- um öðrum en sunnudögum, sbr. 8. gr., telst yfirvinna". Skýring: Af þessu ákvæði leiðir, að þegar frídagar falla inn í skylduvinnu skv. varðskrá, ber að greiða yfirvinnukaup. Skylduvinnu á sunnudögum ber að bæta með frídegi „í sömu viku, þannig að næturfrí þar sem þessi mál hafa verið tekin föstum tök- um. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi tillögur: Aðalfundur HFÍ, haldinn í Domus Medica þann 7. maí 1972, felur stjórn HFl að sjá um, að væntanlegir trúnaðarmenn félagsins á vinnustöðum fái fræðslu um almenn þjóðfélags- mál, réttindi og skyldur starfsmanna, svo og fleiri efni, sem nauðsynleg þykja starfi trún- aðarmanns. Tillagan var borin fram af Sigur- veigu Sigurðardóttur. Tillaga frá ritstjórn Tímarits HFl: Ritstjórn Tímarits HFl fer fram á að fá ritara hverrar deildar innan félagsins sem full- trúa tímaritsins og skuli hann senda allt það efni, er fréttnæmt þykir frá viðkomandi svæði, til birtingar í tímaritinu. komi jafnan fyrir og eftir frídaginn, eða eigi skemmri tími en 36 klst. samfleytt", sjá 4. mgr. 11. gr. samningsins. Reynist ekki unnt að veita þetta tilskilda frí, skal greiða yfirvinnukaup fyrir staðna vinnuvöku á sunnudegi. Dæmi: Starfsmaður hefur átt skylduvöku síðasta sunnudag í vetri. Frídagur hans fellur á fimmtudag í sömu viku, þ. e. sumardaginn fyrsta, sem er frídagur, og hefur viðkomandi starfsmaður því ekki fengið frídag fyrir sunnu- daginn. Ber þá að greiða yfirvinnukaup fyrir staðna vinnuvöku á sunnudeginum. Þó nefndir séu dagar, er átt við sólarhring- inn. 15. þing Alþjóðasambands lijúkrunarkvenna Á NÆSTA VORI, 13.—19. maí 1973, verður hald- ið í Mexíkóborg, Mexíkó, 15. þing Alþjóðasam- bands hjúkrunarkvenna (ICN). Umræðuefni þingsins verður: Hjúkrunarkonur og hjúkrun. Fundarsetning verður sunnudaginn 13. maí. Mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. eru þátt- takendur áheyrnarfulltrúar á formannafundin- um og geta fylgzt með umræðum og atkvæða- greiðslum. 16.—18. maí verða flutt ýmis athygl- isverð erindi, og verða þau auglýst nánar síðar. I sambandi við þingið verður sýning, kvik- myndasýning, ferðalög og margt fleira. Þátt- tökugjald er $45.00 (ísl. kr. 3934.00) fyrir þá, sem innrita sig fyrir 30. nóv. 1972, en $55.00 (ísl. kr. 4808.00) fyrir þá, sem innritast síðar, eða fyrir 1. marz 1973. Hjúkrunarkonur, sem áhuga hafa á að sækja þingið, geta snúið sér til skrifstofu félagsins, sem veitir nánari upplýsingar. Hjúkrunarkonur á Norðurlöndum munu fara á vegum sænsku ferðaskrifstofunar RESE- CENTRER AB, og gefst íslenzltum hjúkrunar- konum kostur á að vera með, en ferðaskrifstof- an undirbýr ferðir um Mexíkó að þinginu loknu, m. a. til Acapulco, Cuernavaca og Toxco.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.