Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 24
LÖG HJÚKR UNARFÉLA GS ÍSLANDS Á aöalfundi H F1 7. maí s.l. geröi formaöur grein fyrír þeim breytingum á lögum félagsins, sem í undirbúningi eru. Því birt- um viö í heild ,,Lög Hjúkmnarfélags íslands“ og breytingartil- lögur. (Núgildandi lög félagsins eru birt fyrst, en breytingartil- lögurnar meö skáletri á eftir hverri grein laganna). l. gr. Nafn félag-sins er Hjúkrunarfélag Islands. 1. gr. Óbreytt. 2. gr. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Óbreytt. 3. gr. Tilgangur félagsins er: 1. Að auka menntun og starfshæfni h j úkr unar stéttar innar. 2. Að vinna að umbótum á heil- brigðismálum þjóðarinnar. 3. Að glæða félagslegan áhuga fé- laga sinna, bæta kjör þeirra og gæta hagsmuna og sóma stéttar- innar í hvívetna. 3. gr. Óbreytt. 4. gr. Félagar geta orðið allir þeir, er fengið hafa réttindi hér á landi skv. 1. gr. hjúkrunarlaga. Aukafélagar geta orðið hjúkrunar- nemar í Hjúkrunarskóla Islands, sem lokið hafa reynslutíma sínum, þeir hafa tillögurétt og málfrelsi á félags- fundum, en ekki atkvæðisrétt. Heimilt er félögunum að stofna deildir innan félagsins, er annað tveggja taki til sérgreina stéttarinn- ar eða bindi starfssvæði við ákveðna landshluta. Stjórn H F1 skal stað- festa samþykktir deildarinnar og viðurkenna stofnun hennar, starfs- svið og starfssvæði. Deildirnar starfa undir eftirliti félagsstjórnar og skulu senda henni árlega skýrslu um starfssvið, fjármál og félagatal. Heiðursfélaga getur stjórnin gert hvern þann karl eða konu, er hún álítur að félaginu beri að sýna sér- staka viðurkenningu, en atkvæðisrétt hafa eingöngu þeir heiðursfélagar, er áður hafa verið í Hjúkrunarfélagi íslands. 4. gr. 1. mgr. óbreytt. 2. mgr. Aukafélagar geta orðið hjúkrunamema/r í Hjúkrunar- skóla íslands eða öðrum samsvar- andi skóla, sem lokið hafa reynslutima sínum. Þeir hafa til- lögurétt og málfrelsi á félags- fundum, en ekki atkvæðisrétt. 3. mgr. óbreytt. 4. mgr. óbreytt. Ath. atkvæðisrétt. 5. gr. Rétt til upptöku í félagið hafa allir þeir, er uppfylla skilyrði skv. 1. máls- grein 4. greinar. Upptaka skal úr- skurðuð á stjórnarfundi. Ákveður meiri hluti, hvort veita skuli upp- töku strax, fresta upptöku um óá- kveðinn tíma eða neita upptöku. 5. gr. Rétt til aðildar að félaginu eiga allir, er uppfylla skilyrði skv. 1. málsgr. 4. greinar. Inntaka nýrra félaga skal úrskurðuð á stjórnar- fundi. Ákveður meiri hluti, livort veita skuli strax, fresta um óákveð- inn tíma eða neita um inntöku. 6. gr. Öll þau störf, sem félögum H F f eru veitt vegna aðildar þeirra að H F f, er þeim skylt að inna af hendi með trúmennsku og skyldurækni. Verði alvarlegir misbrestir á þessu eða ef félagi brýtur í bága við al- mennt velsæmi, eða misnotar nafn fé- lagsins til eigin hagsmuna, er heim- ilt að víkja honum úr félaginu. Allar slíkar kærur á hendur félögunum skal stjórnin taka til rækilegrar at- hugunar. Sé stjórnin sammála um úrlausn málsins, getur hún ráðið því ein til lvkta, en verði ágreiningur innan stjórnarinnar um úrlausn kæruatriðis, skal stjórninni skylt að kveðja trúnaðarnefnd til fundar um málið. Hefur sá fundur endanlegt úr- skurðarvald um málið skv. 13. gr. Leiti félagi aðstoðar félagsins vegna óréttar, er hann telur sig hafa verið beittan í starfi, skal fara með málið á sama hátt og að ofan greinir. 6. gr. Viðbót við aðra setningu greinar- innar: eftir löglega aðvörun. Að öðru leyti óbreytt, nema í stað orðsins trúnaðarnefnd komi trúnaðarráð. 7. gr. Merki félagsins er afhent jafn- framt upptöku í félagið. Er það eign félagsins, en ákveðin upphæð greið- ist í eitt skipti fyrir öll fyrir heim- ild til að nota það. Við fráfall, úr- sögn eða brottvikningu ber að endur- senda merkið stjórn félagsins. Félögum er skylt að bera félags- merkið, annaðhvort vinstra megin á brjóstinu eða sem brjóstnælu, á með- an þeir gegna hjúkrunarstörfum. Breytingar á heimilisfangi skal til- kynna stjórn félagsins, að öðrum kosti verður póstur sendur á þann stað, er síðast var tilkynntur sem heimilisfang. 7. gr. Obreytt, nema í 2. mgr. falli niður „annaðlivort vinstra megin á brjóst- inu eða sem brjóstnælu". 8. gr. Úrsögn úr félaginu skal tilkynna stjórninni skriflega, og skal félagi þá vera skuldlaus við félagið. 8. gr. Óbreytt. 9. gr. Ársgjöld skulu ákveðin á aðal- fundi og skulu greidd fyrirfram ár hvert fyrir lok marzmánaðar. Stjórn- in tekur ákvörðun um, hvort fella megi niður félagsgjöld um tíma vegna erfiðra fjárhagsástæðna. 9. gr. Arsgjöld skulu ákveðin á aðal- fundi og skulu greidd fyrirfram ár livert fyrir lok marzmánaðar. Heimilt er þó að greiða ársgjöld í tvennu lagi, og skulu þau þá vera greidd að fullu fyrir I. október. Stjórnin tekur ákvörðun um, hvort fella megi niður félagsgjöld um tíma vegna erfiðra fjárhagsástœðna. 10. gr. Ef félagi stendur ekki í skilum með greiðslur til félagsins, er stjórn- inni heimilt að taka ákvörðun um innheimtu eða brottvikningu. 98 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.