Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 22
í sambúð af ýmsum ástæðum: skapbrestir, öfund eða biturleiki gagn- vart æskunni ellegar það er haft hornreka á heimilinu. Þáttur sá, er eldra fólkið átti í menntun æskunnar, var eigi svo lítill, þar eð megin- þorri ungmenna hlaut menntun sína heima. Þá lá fyrjr ungu konunni að verða húsmóðir og hugsa um sitt heimili, enda var það ærinn starfi á þeim tímum. En hvernig eru viðhorfin meðal okkar nú? Orð'ð hefur algjör breyting í þjóðfélaginu. Ekki þykir lengur til- hlýðilegt, að svo margt fólk sé í heimili sem fyrr, enda vart þörf á, þar sem framfarir hafa verið örar á öllum sviðum tækni síðustu ára- tugi. Fólk flykkist í þéttbýlið og býr um sig á afmörkuðum fleti ofan, neðan eða til hliðar við næstu nágranna. Þessir fletir hýsa vart þá heild, sem kölluð er fjölskylda, hvað þá fleiri. Það er staðreynd, að íbúðir í fjölbýlishúsum fara hraðminnkandi, en einbýlishúsin stækka jafnt og þétt, en oft ekki nægilega, því að þar vantar eitt „rúm“ í viðbót — hjartarúm. Þarna virðist okkur hafa brostið mikilvægur hlekkur í þjóð- félaginu, en þar munu víst ekki allir vera okkur sammála, enda koma þar margir þættir inn í. Æskilegast væri ef til vill það fyrirkomulag, að elzta kynslóðin gæti verið ofurlítið sér — í sama húsi þó — og notið umönnunar og samskipta við afkomendur sína. Slíkt sambýli er vafa- laust til mikilla heilla fyrir alla aðila. En sumt gamalt fólk er svo óeigin- gjarnt, að það vill heldur flytjast brott en valda leiðindum, en einnig er andstæður þess að finna. Margt ungt fólk virðist alls ekkert sam- neyti vilja hafa við eldri kynslóðina, telur það vart virðingu sinni sam- boðið, enda margt, sem glepur. Húsmóðirin, sem áður vann heima, vinnur nú utan heimilis. Þar með er enginn heima við, sem getur annazt yngstu og elztu þegna þjóðfélags- ins. Það er ekki fjarri öllum sanni að ætla, að þessir tveir aldurshópar séu komnir í hóp helztu stétta þjóðfélagsins. Fólk berst heitri baráttu fyrir stofnun sérstakra heimila, sem ætluð eru þessum hópum, hvorum um sig. Þannig eru allir vinnufærir meðlimir fjölskyldunnar lausir undan áhyggjum og oki og geta fleygt sér út í atvinnulífið af alhug. Ekki má þó skilja þessi orð svo, að engir kostir prýði elliheimilin, heldur er það hugsunarhátturinn, sem að baki þeim l.:ggur, sem orkar tvímælis. Er kærleikurinn þar ætíð sterkastur? Hafa ekki flestir andlega heil- brigðir einstaklingar ánægju af að annast og umgangast foreldra sína, eða höfum við efni á að líta niður á þá, þó að þá skorti þá menntun, sem við höfum öðlazt fyrir þeirra tdstilli? Hversu mörg gamalmenni eru svo óheppin að þurfa að leggjast, inn á sjúkrahús vegna einhvers kvilla og eiga ekki afturkvæmt he.m sakir skorts á hjartahlýju aðstandenda? Og hvert er svo áframhaldið? Reynt er að fá pláss á einu elliheimilanna fyrir gamalmennið, og ef heppnin er með, er biðtíminn ef til vill ekki lengri en nokkrir mánuðir. Þar með er einstaklingurinn kominn í örugga höfn, þaðan verður honum ekki úthýst. Elliheimilin eru sem stofnanir vel skipu- lögð og margt gert til að gleðja og styrkja dvalargesti, en sem neyðar- úrræði eiga þau ekki rétt á sér. Þangað eiga vistmenn að koma að eigin hvötum, en ekki nauðugir. Hið nýja heimili fyrir öldruð hjón er mjög skemmtileg nýjung og mun sjálfsagt eiga framtíð fyrir sér. Einnig má sízt gleyma félagsstarfi aldraðra í Tónabæ, sem lyftir huganum upp úr deyfð hvei’sdagsleikans. Það er tízka meðal Islendinga nú á tímum að skapa sér vandamál, og hver verst tízkunni? Nú er aðalvandamálið að losna við gamla fólkið, sem sakir þróunar í læknavísindum fer sífjölgandi. Hvað er til ráða? Hvern- ig væri að hverfa með tízkuna svo sem sjötíu til hundrað ár aftur í tímann? Ritnefnd. Hvað sem tízkunni líður, hittum viö glaða og ánægöa vist- menn á Hrafnistu í sinni daglegu morg- ungöngu í leikskóla- formi. Ljósm.: Pétur Þorsteinsson. 96 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.