Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Blaðsíða 11
gerðir „electivar", þar sem um krabba er að ræða á þeim stöð- um, í barkakýli, sem samkvæmt reynslu hafa sýnt háa tíðni af hálseitlameinvörpum, jafnvel þótt ekki séu áþreifanlegar eitlastækkanir við fyrstu skoð- un. Þetta á aðallega við mein- semdir á svæðum (subglottis- og supraglottis) ofan og neðan raddbanda. Áður en sjúklingur er lagður undir þessa meiri háttar aðgerð, er mj ög þýðingarmikið, að hann sé mjög vel rannsakaður, til að fyrirbyggja alla fylgikvilla, sem unnt er að lagfæra fyrir aðgerð, t. d. með því að fylgjast vel með þeim líffærum, sem hafa sýnt sig að vera veil fyrir. Einnig er áríðandi að undirbúa sjúklinga vel andlega, svo að þeir viti nokkurn veginn, út í hvað þeir eru að fara, því að endanlegur árangur aðgerðarinnar getur verið algerlega undir viðbrögð- um sjúklingsins kominn, sér- staklega fyrstu vikuna eftir að- gerð. Þá reynir mest á andlegan þi’ótt sjúklingsins, þegar hann kemst að raun um að röddin er farin og öndunin hefst ekki í munni eða nefi, heldur í smá- gati framan á hálsi. Langflestir þessara sjúklinga fara í bráða þunglyndi (akut depression) á 3. til 4. degi eftir aðgerð, og þá er gott að vera búinn að gera þeim grein fyrir þessu fyrir aðgerð, til þess að þeir missi ekki alveg kjarkinn. Prýðileg reynsla er af því að láta sjúklinga sjá og tala við fólk, sem gengizt hefur undir sams konar aðgerð. Gott er að gefa þessum sjúkl- ingum stólpípu eða Dulcolax stikkpillu kvöldið fyrir aðgerð, því að venjulega líða 3—4 dag- ai’ eftir aðgerð, áður en hægðir byrja að nýju. Karlmenn eru látnir raka sig vel að morgni aðgerðardags, og rökuð er ca. 2-—3 cm breið hárræma frá eyra °g niður á háls þeim megin, sem gera á skurðaðgerðina. Við að- gerðina þarf að gæta þess að haga skurðinum þannig, að unnt sé að ná til allra þeirra líffæra, sem fjarlægja þarf, en svæðið takmarkast eins og að framan er lýst. Eitlahreinsunin er oftast gerð fyrst, þegar skinninu hefur verið lyft af öllu svæðinu. Síðan er barkakýlisskurðurinn gerður og þá oftast tekið annað blaðið af skjaldkirtli, þeim megin, sem barkakýlisæxlið er. 3—4 efstu hringir barkans eru látnir fylgja barkakýlinu. Þegar bark- inn þannig hefur verið skorinn í sundur, er slangan, sem sjúkl- ingurinn var upphaflega intúb- eraður með, fjarlægð og ný Efri mynd: ÞverskurSur af barka. Sýnir hlutfallstíSni krabba- meins í barkakýli, sem ekki er í raddböndunum sjálfum. Neöri mynd: Tölusett eru aðaleitlasvæðin, sem fjarlægja þarf við „róttæka eitlahreinsun á hálsi“. sett beint ofan í barkann, eftir að blóð og slím hefur verið vand- lega fjarl’ægt. Að því búnu er kokinu og efsta hluta vélindans lokað, eftir að slanga (sonda) hefur verið þrædd í gegnum nef og niður í maga. Síðan eru skinnfliparnir saumaðir sam- an og frárennslisslanga (dren) sett í holrúm undir þá og leidd út á yfirborðið til að hindra samsafn af blóði og vessum und- ir skinninu. Að lokum er hið TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.