Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Síða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1972, Síða 44
strax þrjú bókaforlög brugðizt skjótt við og sent okkur bækur að gjöf, en þau eru: Mál og menning, Bókaút- gáfan Æskan í Reykjavík og Hörpu- útgáfan á Akranesi. Hinn 28. marz s. 1. var svo bóka- safnið opnað til útlána á þeim bók- um, sem búið er að ganga frá, og er það opið tvisvar í viku 2 tíma í einu, og var ráðin kona í það starf. Við höfum hugsað okkur að gefa árlega jólagjöf til sjúkrahússins, og í ár gáfum við Carmen-rúllur, lkassa á hvora deild, og eru þær mjög vin- sælar meðal kvensjúklinganna. Og fyrst farið er að tala um jól og jóla siði, þá má ekki gleyma jólafundin- um okkar, þar sem við höfum fyrir sið að skera út laufabrauð og baka. I ár var „laufabrauðsfundurinn“ haldinn 16. des., og komu þar fram ótrúlegir hæfileikar kvenna í list- skurði. Deildinni bárust að gjöf frá H F f tvær bækur, og kunnum við beztu þakkir fyrir. Gerðumst við ennfrem- ur áskrifendur að tveim tímaritum, svo að það má segja, að bókakostur deildarinnar er einnig óðum að glæð- ast. Stimpil fengum við að gjöf frá Jónu Guðmundsdóttur skólahjúkrun- arkonu, og notum við hann, hróðug- ar, hvenær sem við verður komið. Brynja Einarsdóttir, formaður. Ársskýrsla Akuroyrarilolldar II F I 1071-1072 STARFSEMI deildarinnar hefur ver- ið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fundir haldnir í Systraseli ann- an mánudag hvers mánaðar að und- anskildum sumarmánuðunum. Fund- arsókn nokkuð misgóð. í deildinni er nú 61 kona. Stjórn félagsins skipa nú: formaður Ragnheiður Dóra Árnadóttir, varaformaður Sólrún Sveinsdóttir, ritari Hulda Baldurs- dóttir, gjaldkeri Jóna Fjalldal, með- stjórnandi Sigríður Guðmundsdóttir. Endurskoðendur reikninga Ebba Magnúsdóttir og Sigríður Pálsdóttir. Aðalfundur deildarinnar var hald- inn 11. október 1971. Endurskoðaðir reikningar deildarinnar voru lesnir, og voru þá í félagssjóði 12 þúsund kr. og í starfssjóði 278.893 kr. Tekjustofn félagsins er 10% af árgjaldi félagskvenna til H F í, en tekjur starfssjóðs eru af kaffisölu og happdrætti á fundum deildar- innar. Þá rann í þennan sjóð ágóði af happdrætti, er deildin hélt í marz 1971, og kökubazar, er haldinn var í nóvember s. 1. Fyrir þetta fé keypti deildin og gaf Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar legusáradýnu (Hibo Decubimat madress) og tæki til augnaðgerða (Crio extractor), einnig voru gefin leikföng til Barna- deildar F S A fyrir jólin, en verð þessara tækja beggja er hátt á þriðja hundrað þúsund krónur. Deildinni barst peningagjöf, 1000 kr., frá Pétri Siggeirssyni til minn- ingar um konu hans, Þorbjörgu Jóns- dóttur frá Raufarhöfn. Gjöfinni fylgdu þau tilmæli, að peningarnir færu í námssjóð hjúkrunarkvenna. Slíkur sjóður var ekki til. Varð því að ráði. að deildin stofnaði þennan sjóð. Sjóðurinn nefnist Námssjóður Akureyrardeildar H F 1. Ekki hefur verið ákveðið, með hvaða liætti sjóðn- um skuli aflað tekna. Fræðsluefni hjá félaginu hefur verið nokkurt. Gauti Arnþórsson yfirlæknir hélt tvo fyrirlestra. Annar var um nýlega aðferð við prostata að- gerðir og hin um vökva- og sýru- jafnvægi líkamans. Magnús Ólafsson sjúkraþiálfari flutti erindi um sitt starf. Upprifjunarnámskeið var haldið á vegum deildarinnar, og var það unnið af hjúkrunarkonunum siálfum í hópvinnu. Tekið var fyrir ákveðið verkefni (sjúkdómur), sem hver hópur vann að, skipti með sér verkum. Einnfjallaði um anatomiuog fysiologiu, annar um sjúkdóma í við- komandi líffæri, orsök einkenni, þriðji um meðferð við kirurgiska og/eða medisinska hjúkrun. Fyrir- lestra hélt hver hópur einu sinni í viku í kennslustofu F S A, þar sem við höfðum aðgang að kennslutækj- um. Námskeið byrjaði 23. febrúar og lauk 12. apríl. Öllum þótti þetta tak- ast mjög vel, og höfðu hjúkrunar- konur bæði gagn og gaman af að vinna að þessu. Margi'ét Pétursdóttir, forstöðu- kona FSA, gaf deildinni góða gjöf, bókina Hjúkrunarsaga eftir Maríu Pétursdóttur. Ragnheiður Dóra Amadóttir, formaður. Ársskvrsla rltstjórnnr ÁRIÐ 1971 var ritstjórn Tímarits HFl þannig skipuð: Ingibjörg Árnadóttir. Lilja Óskarsdóttir. Alda Halldórsdóttir. Um mánaðamótin nóvember—des- ember fengum við kærkominn liðs- auka, Sigrúnu Einarsdóttur, sem starfar við Borgarspítalann. Sat hún fundi með okkur í desember til undir- búnings 1. tölublaði 1972. Á síðastliðnu ári voru, sem kunn- ugt er, gefin út fjögur blöð. Óþarfi er að fjölyrða frekar um störf okkar í ritstjórninni, en við viljum endur- taka hvatningarorð okkar og beiðni til allra hjúkrunarkvenna að senda tímaritinu fréttir og greinar faglegs eðlis. Sérstaklega viljum við beina þessum tilmælum okkar til hjúkrun- arkvenna utan Reykjavíkur, þar sem við eigum af eðlilegum ástæðum erf- iðara með að ná til þeirra. Einkum sækjumst við eftir að fá upplýsingar um fræðslufundi, námskeið o. fl. Ég vil því að endingu bera fram svohljóðandi tillögu: Ritstjórn Tímarits H F 1 fer fram á að fá ritara hverrar deildar innan félagsins sem fulltrúa tímaritsins og skuli hann senda allt það efni, er fréttnæmt þykir frá viðkomandi svæði, til birtingar í tímaritinu. Fyrir hönd ritstjórnar. Ingihjörg Árnadóttir. Um blóðflokka og' blóð|fjafir Framh. af bls. 91 minnkað „output“ vinstra hjartahelmings, sem gekk til baka við kalcium-gjöf í æð. 12. Kalium-eitrun. Þegar blóð er geymt, eykst kalium í plasma í hlutfalli við þá hæmolysis, sem alltaf verð- ur meiri, eftir því sem blóðið er geymt lengur. Eftir 7 daga geymslu eru um 80 mg í 100 ml af blóði og eftir 28 daga nálægt 135 mg í 100 ml, en með því að draga blóðvatnið ofan af og gefa aðeins blóðkornin, má minnka það til muna. Mjög er sjaldgæft að sjá breytingar í hjartalínuriti af þessum orsökum. HEIMILDIR: Landsteiner, K.: On agglutination of normal human blood (translation from Wiener Klinische Wochen- schrift (14:1132—1901)). Trans- fusion Vol. 1, No. 1 1961, s. 5—8. Mollison, P. L.: Blood Transfusion in Clinical Medicine. Blackwell, Ox- ford 1951. Levin Philip, M. D.: Blood group anti- gens & antibodies. Orthodiagno- stic division 1960. Woolmer, R.: The conquest of pain: Blood transfusions. Cassel, Lon- don 1961. Wall, Robert L.: Practical Blood Grouping Methods. Chai'les & Thomas, Springfield, USA, 1952. 114 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.