Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Síða 12
stóð. Þessi sami hjúkrunarfræðingur fylgdi síðan ijölskyld- unni eftir i 2 mánuði eftir útskrift. Eftirfylgni fólst í að uppörva foreldra og viðræðum við þá um líðan þeirra. Jafnífamt var leitast við að endurmeta meðferðina eftir þörfúm. 3. Barnið. I samtölum við foreldrana var farið yfir ýmsa þætti tengda barninu, eins og: almennan þroska barna og hvernig og hvers vegna þurfi að taka tillit til hans við umönnun þeirra; mismunandi grát og líklega merkingu hans; svefn og svefnþörf ungbarna; upplifun barns af umhverfi sínu; áhrif heilsufarsvandamála á barnið og líðan þess; hvemig lundarfar bams hefur áhrif á umönnun þess. Mikilvæg atriði við meðferðina í þessari rannsókn felast í stuðningi við sjálfshuggunarhæfni barnsins (Minde o.fl., 1993). Aðferðin „shaping technique“, sem nefnd er hér að framan, var notuð. Hún var síðan útfærð á mismunandi hátt eftir hverju barni og þurfti þar helst að taka tillit til lundarfars og þroska barnsins og síðan líðanar og aðstæðna fjölskyldu þess. Foreldrar vinna eftirfarandi heimaverkefni þá 4 daga sem innlögnin stendur: • Áætla þær breytingar sem þarf að gera heima varðandi svefnstað bamsins yfir nóttina. Breytingar geta verið fólgnar í að undirbúa sérherbergi fyrir barnið, flytja barnið í herbergi með systkini þess eða að færa rúm barnsins til í herbergi foreldranna. • Koma reglu á daglúra barnsins. Áætla þarf hvar og hvenær bamið sefúr yfir daginn og á hvaða hátt það eigi að sofna. • Koma reglu á matartíma barnsins. • Byggja upp regluleg og jákvæð samskipti foreldra og barns, en þau geta verið fólgin í að fara reglulega með barnið út að leika o.fl. • Foreldrar noti tækifærið sem býðst meðan barnið liggur á spítala og geri eitthvað fyrir sig og sitt samband. Ýmsir möguleikar eru ræddir i þessu sambandi. Þættir, sem skipta máli við meðferð þessara barna en oft er ekki auðvelt að koma auga á og meta, eru til dæmis: nærvera, samhyggð, framkoma, hlustun, samtalstækni, hrós og upp- örvun. Þetta eru þættir sem bæði geta haft áhrif á árangur meðferðarinnar. Niðurstöður Þátttakendur Endanlegt úrtak mynduðu 33 börn af 35 sem voru innlögð á bamadeildina á tímabilinu. Fyrir eitt bam lá ekki fyrir skrif- legt samþykki foreldra fyrir þátttöku í rannsókn og annað var eldra en 24 mánaða þegar meðferð hófst. Ekkert barn þurfti að útiloka frá þátttöku vegna töku róandi lyfja. Um þriðjungur mæðra var heimavinnandi (n=13/ 39,4%) og fimm (15,2%) unnu úti allan daginn. Hinar 15 unnu 140 hlutastörf. Meirihluta feðra vann úti (n=25/ 83,3%). Einn faðir var atvinnulaus og upplýsingar vantaði frá fjórum. Aldur bama og foreldra er sett upp í töflu 1. Tafla 1. Aldur foreldra og barna í úrtaki (n=33 mæður; n=30 feður; n=33 börn) Meðaltal SD Bil Aldur mæðra (ár) 30,0 5,26 20-39 Aldur feðra (ár) 32,72 6,35 23-46 Aldur barna (mánuðir) 11,24 4,37 5-23 Meðalaldur barnanna var 11,24 mánuðir í upphafi með- ferðar. Aldursdreifing foreldra sýnir að foreldrar í rannsókn- inni eru eldri en landsúrtak foreldra með ungbörn (Arna Skúladóttir, 2001) og gefúr það til kynna að eldri foreldrar séu líklegri en yngri til að sækja þjónustu vegna svefnvanda barna sinna. Börnin, sem fæddust eðlilega, vom 69,3% (n=21), og er það sambærilegt við íslensk þýði (Ama Skúladóttir, 2001; Thome, 2000). Fjöldi bama í úrtaki, sem fæddist með keisara- skurði var hins vegar hærri en í íslensku þýði, eða 22,1% í samanburði við 12,4% (Thome, 2000). Fjögurböm vom geng- in með 37 vikur og styttra (13,2%) sem er hlutfallslega hærri tala en í úrtaki barna sem fá meðferð á göngudeild án sjúkra- húsinnlagnar (Arna Skúladóttir, 2001). í úrtaki voru 80% fjöl- skyldna búsettar á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem 60% þjóðarinnar búa. Niðurstöður sýna því ójöfnuð í aðgengi að þjónustunni fyrir landsbyggðina. Fjöldi barna, sem hafði feng- ið meðferð, með róandi lyfjum fyrir innlögn, var 23 eða 70%. Nokkrar lýðbreytur barna og foreldra eru settar upp í töflu 2. Hún sýnir kynferði barnanna, hvort bamið á systkini á sama heimili eða ekki og hvort foreldrar eru í sambúð eða ekki. Tafla 2. Lýðbreytur barna og foreldra í úrtakinu ( n=33 börn; n=33 mæður; n=30 feður) N % Kyn stúlkur 13 40 drengir 20 60 Systkini já 16 48,5 nei 17 51,5 Sambúð foreldra já 30 91 nei 3 9 í töflu 2 kemur fram að fleiri drengir eru lagðir inn á barnadeildina vegna svefnvandamála en stúlkur. Börnin eru ekki fxekar fyrstu börn foreldra sinna og foreldrar barnanna era ekki fleiri einstæðir ef miðað er við landsúrtak (Arna Skúladóttir, 2001). Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 78. árg. 2002

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.