Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Page 43
Mat á einstökum störfum Tekið skal upp árlegt endurmat starfa í sérstöku starfsmannaviðtali. Einu sinni á ári skal starf starfsmanns metið og þeir þættir endurmetnir sem aðilar hafa orðið ásáttir um í síðasta starfsmannaviðtali að hafa skuli áhrif til breytinga á röðun hans innan launaramma, svo og með tilliti til þess hvort starfið skuli endurraðast. Viðvarandi álag og áreiti Sé um viðvarandi álag og áreiti að ræða í starfi, má meta það til eins launaflokks hækkunar. Sérstakt tímabundið álag eða verkefni Heimilt er að gera samning við starfsmanna um að taka að sér sérstakt verkefni sem felur í sér tímabundið álag. I slikum tilvikum skal gera skriflegan viðbótarsamning um tímabundna hækkun launa. I samningi þessum skal ákveða umfang verkefnis og efnisþætti. Bókun Til að fylgjast með launaþróun hjúkrunarfræðinga vegna strfsmannaviðtala, munu hjúkruna- rheimilin Eir og Skjól taka saman tvisvar á ári, þ.e. í mars og október, upplýsingar um sundurliðuð laun hjúkrunarfræðinga starfsandi á Eir og Skjól og senda til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Launarammi B Starfið felst íyrst og fremst í því að nota vísindalega þekkingu og hugtök til að leysa verkefni. Starfið felur í sér umsjón verkefna og/eða málaflokka. Með umsjón er m.a. átt við skipulagningu, samhæfingu og/eða stjórnun áætlanagerð, kostnaðareftirlit eða viðvarandi verkefnastjórnun. Við röðun starfa innan launarammans skal taka tillit til þess hvers það krefst af starfsmanni og því raðað að teknu tilliti til frammistöðu sbr. framgangskerfi hjúkrunarfræðinga á LSH og starfslýsingar. B1 - B2 Hjúkrunarfræðingur A B3 - B5 Hjúkrunarfræðingur B B6 - B9 Hjúkrunarfræðingur C B9 - B11 Hjúkrunarfræðingur D-k B9 - B11 Hjúkrunarfræðingur D-s B11 - B13 Hjúkrunarfræðingur E B12 - B14 Deildarstjóri, starfslýsing sem fellur að ofangreindir skilgreiningu starfa í B ramma Launarammi C Starfið felst fyrst og fremst í stjórnun, áætlanagerð og samhæfingu við stefnu stofnunar. Auk þess ábyrg á samskiptum við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki. Við röðun starfa innan launarammans skal taka tillit til þess hvers það krefst af starfsmanni og því raðað að teknu tilliti til frammistöðu sbr., framgangskerfi deildarstjóra á LSH og starfslýsingar. C8 Deildarstjóri, starfslýsing fellur að ofangreindri skilgreiningu starfa í C-ramma. Menntun Meistarapróf, 2 launaflokkar í A og B ramma 1 í C Doktorspróf, 3 launaflokkar í A og B ramma 2 í C Sérleyfi eða formlegt viðbótarnám umfram 20 einingar 1 launaflokkar í A og B ramma. Vinnuframlag að nœturlagi Grunnröðun fyrir næturvinnu sem nemur 50% af fullu starfi eða meira er B6 en hæsta röðun fyrir næturvinnu verður aldrei hærri en B12 hvað sem framgangi líður. Sérstakt tímabundið álag/verkefni Heimilt er að gera samning við starfsmann um að taka að sér sérstakt verkefni sem felur í sér tímabundið álag. I slíkum tilvikum skal gera skriflegan viðbótarsamning við starfsmann um tímabundna hækkun launa. REYKJALUNDUR Röðun starfa B4 nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur. B6 Deildarhjúkrunarfræðingur B8 Verkefnastjóri hjúkrunar B9 Sviðstjóri I Bll Sviðstjóri II B12 Aðstoðarhjúkrunarstjóri B14 Hjúkrunarfræðingur á næturvakt C9 Hjúkrunarstjóri Hjúkrunarframkvæmdastjóri og Hjúkrunarforstjóri raðast í C ramma. Mat á einstökum starfsmönnum Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Reykjalundi hafa endurmetið framgangskerfið sem verið hefur í gildi og er hluti af þessu samkomulagi. Þetta kerfi byggir m.a. á ofangreindum þáttum, klínískum stiga, mati á álagi og menntun, þar með talið sérleyfi og símenntun, frumkvæði í starfi og starfsaldri á Reykjalundi. Þetta kerfi er hvatning fyrir hjúkrunarfræðinga í starfi og eykur metnað þeirra og mun því koma hjúkrunarfræðingum, sjúklingum og stofnuninni til góða. Sérstakt tímabundió álag Heimilt er að gera samning við starfsmanna um að taka að sér sérstakt tímabundið verkefni eða greiða sérstaklega fyrir aukið tímabundið álag. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 78. árg. 2002 171

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.