Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 57
Hringborðíð KavUv í (yiikrwKAV’.S'ttt't Hvernig líður körlum í hjúkrunarstéttinni? Þeir eru hlutfallslega mun færri hér á landi en í nágrannalöndunum. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga settist niður með þremur þeirra í Sigríðarstofu og kveikti á segulbandinu. Hrafn Oli: Það er nú svo skrýtið með jafnréttismálin að þau virðast oftast vera í aðra áttina. Konur hafa verið miklu duglegri en karlar að fara inn á ný svið og samfélagið virðist taka konum í „hefðbundnum karlagreinum“ betur en körlum í „hefðbundnum kvennagreinum.“ Til dæmis eru konur nú 74% nemenda í guðffæði, 55% í læknisfræði, 52% í lögffæði og 25% í verkffæðideild. A hinn bóginn eru karlar aðeins 1.4% nemenda í hjúkrunarfræði. Valgerður: Hvernig leið ykkur í náminu, hvemig er að vera í námi þar sem nemendur eru svo til eingöngu konur? Hrafn Óli: Það er þroskandi. Sigurður: Það er hollt að venjast þvi að vera ekki alltaf að hugsa um kynlífið þegar maður hittir fallegar konur. Því það er ekki hægt þegar maður er í skóla með 240 konum. Þannig eignast maður bara vinkonur, mikið af þeim og það var svolítið skrýtið, svona fyrir mig, eins og að eignast 60 eldri systur. Hrafn Óli: Hinsvegar er leiðinlegt þegar allur hópurinn er kvenkenndur og umræðan og viðhorfin í náminu og námsefn- inu er mjög kvenmiðað. Þetta er hin hliðin á því sem er vel þekkt og konur tala um þegar þær fara inn í hefðbundna karla- hópa. Það sýnir bara hvað við erum almennt bundin af hefð- um. Auðvitað á umræða og námsefni að miðast jafnt við stráka og stelpur. Valgerður: Ykkur hefur ekkert verið illa tekið í stéttinni, eða finnst ykkur það? Hrafn Óli: Yfirleitt er manni vel tekið en samt sem áður kemur oft fýrir að sagt er „komdu og gerðu þetta, af því að þú ert karlmaður.“ Þá á maður að gera eitthvað sem reynir t.d. á líkamsstyrk, lyfta einhverju þungu, eða eitthvað sem hefur að gera með græjur eða tölvur eða maður þarf að hlusta á óánægjutalið um heimilið, að karlarnir þeirra séu svona og hinsegin og eitthvað i þá veru. Sigurður: Já, það er sagt við mig, „Siggi þú ert ekki nógu mikið með okkur, með hópnum,“ en ég segi, ég hef bara ekki áhuga á því sem þið eruð að tala um í kaffipásum, ég á nú barn sjálfur og get talað um bamauppeldi, en reynsluheimur karla og kvenna er ólíkur, þó við séum öll hjúkrunarffæðingar. Og það eru líka konur sem hafa ekki áhuga á að tala um sum þessi umræðuefni. í Sigríðarstofu. Valgerður: Hvað með sjúklingana, hvernig hafa þeir tekið ykkur? Sigurður: Það er ennþá þannig, að ef maður kynnir sig ekki sem hjúkrunarfræðing þá halda menn að við séum læknar. Eg spyr oft ungar konur t.d. hvort þeim sé ekki sama þó ég hjálpi þeim, þær taka því yfirleitt mjög vel. Stefán: Ég er sammála þessu, maður fær oft mikla upphefð, er bara læknirinn á staðnum. Sigurður: Þetta er auðvitað persónubundið, eftir því hvern- ig maður kemur fram, en fólk segir oft, fint að hafa karlmenn í þessu. Hrafh Óli: Sjúklingarnir taka manni yfirleitt mjög vel og eru þakklátir fyrir það sem maður gerir; finnst oft meira öryggi að hafa karlmann ef þeir eru að fara ffamúr eftir aðgerð eða eiga erfitt með hreyfingu. Annars snýst þetta um að vera í núinu og hlusta á hvað sjúklingarnir eru að segja hvort sem það er með orðum eða ekki og hvernig maður bregst við því. Arangurinn fer ekkert eftir því hvers kyns hjúkrunarfræðingurinn er. Valgerður: En hverju mynduð þið vilja breyta, þið viljið auðvitað fá fleiri karla inn í stéttina? Hrafn Óli: Auðvitað, við ættum að vera helmingur stéttar- innar, alveg eins og þjóðfélagið er. Sigurður: Ég vil ekki endilega fá fleiri karla, ég vil fá karla sem hafa áhuga á hjúkrun. Eyða þessum fordómum. Stefán: Ég held það þurfi að byrja innan frá, auka sjálfs- traust hjúkrunarfræðinga. Sigurður: Það var einn læknir sem sagði um daginn að hann hefði aldrei séð neitt jafn aumkunarvert og auglýsingu í 185 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 78. árg. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.