Fréttablaðið - 09.05.2017, Síða 16
Lekið hefur í fjölmiðla að til standi að „sameina“ tvo stærstu framhaldsskóla landsins,
Tækniskólann og Fjölbrautaskólann
við Ármúla. Tækniskólinn er einka-
rekinn skóli af Samtökum fyrirtækja
í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins,
Samorku og Iðnaðarmannafélagsins
í Reykjavík með áherslu á iðnmennt-
un. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er
ríkisrekinn skóli með bóknám og
starfsmenntun á heilbrigðissviði.
Skólameistari Tækniskólans, Jón
B. Stefánsson, upplýsti á dögunum
að ráðherra mennta- og menn-
ingarmála hefði í febrúar á þessu
ári falið skólameisturum beggja
skóla að kanna hagkvæmni „sam-
einingarinnar“. Niðurstöður höfðu
legið fyrir síðan í apríl og töldu skóla-
meistarar beggja skóla að hagkvæmt
væri að „sameina“ skólana á þeim
forsendum sem ráðherra hafði lagt
þeim fyrir.
En hvaða forsendur eru lagðar
til grundvallar mati á hagkvæmni?
Enginn nema skólameistararnir
og nokkrir útvaldir voru upplýstir
af ráðherra. Í Bakþönkum Frétta-
blaðsins þann 6. maí átaldi Sirrý
Hallgrímsdóttir, aðstoðarkona fyrr-
verandi mennta- og menningar-
málaráðherra, þingmann Pírata fyrir
að ræða ekki um kosti og galla „sam-
einingar“ skólanna. En hvernig getur
viðkomandi þingmaður rætt hag-
kvæmni umræddra breytinga þegar
efnislegum forsendum er haldið
leyndum, jafnvel fyrir starfsfólki og
stjórnendum viðkomandi skóla.
Voru skólameistararnir að kanna
hagkvæmni í rekstri? Auðvitað er
hagkvæmara að vera með stóra hópa
en litla. Það er líka hagkvæmara að
leyfa ekki nemendum sem eru eldri
en 25 ára að stunda nám í ríkis-
reknum skólum eins og fyrrverandi
ráðherra skipaði fyrir og núverandi
ráðherra hefur fellt úr gildi. Eða á að
meta hagkvæmni með því að taka
inn þætti eins og öfluga stoðþjón-
ustu við nemendur, sjálfbæra skóla-
þróun, umhverfisvitund og margt
annað sem Fjölbrautaskólinn við
Ármúla er þekktur fyrir?
Fjölbrautaskólinn við Ármúla er
vel rekinn skóli eins og sést á úttekt
sem gerð var á öllum þáttum skóla-
starfsins í byrjun vorannar 2017.
Starfsandinn er góður og hefur
skólinn fengið viðurkenningu sem
Fyrirmyndarstofnun árin 2015 og
2016. Skólinn er leiðandi á Íslandi í
framboði fjarnáms á framhaldsskóla-
stigi. Er ástæðan e.t.v. sú að ráðherra
vilji færa Tækniskólanum vandað
og vinsælt fjarnám sem byggt hefur
verið upp í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla?
Eins og nefnt er að framan er erf-
itt að ræða efnislega kosti og galla
breytinga þegar engar upplýsingar
liggja fyrir um forsendur þeirra og
enginn faglegur undirbúningur hefur
átt sér stað. Starfsfólk beggja skóla
býr yfir mikilli reynslu sem ætla
mætti að skipti miklu máli þegar um
svo mikilvægt mál er að ræða þegar
einn stærstu skóla landsins er lagður
niður.
Ég lýsi eftir upplýsingum frá ráð-
herra um forsendur málsins og um
þá menntastefnu sem forsendurnar
byggjast á. Vinnubrögð ráðherra
eru ófagleg og lítilsvirðing gagnvart
starfsmönnum skólanna, nemend-
um og foreldrum þeirra.
Leynimakk ráðherra
Helmut
Hinrichsen
gæðastjóri í Fjöl-
brautaskólanum
við Ármúla
Fyrir alþingiskosningar í októ-ber 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu
að gera til að bæta kjör örorkulíf-
eyrisþega. Í svörum sínum lofuðu
þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar?
Staða örorku- og endurhæfingarlíf-
eyrisþega hefur ekki batnað eftir að
ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók
við. Enginn þarf að velkjast í vafa um
að aðstæður margra örorkulífeyris-
þega eru mjög erfiðar, þar
sem tekjurnar duga ekki
til framfærslu nema hluta
mánaðarins. Hvernig á fólk
að geta framfleytt sér með
undir 200.000 krónum á
mánuði? Stór hluti örorku-
lífeyrisþega býr einfaldlega
við fátækt. Hjá þeim sem
ekki eru þegar fastir í fátækt
þarf oft ekki nema viðbótar-
útgjöld, s.s. að ísskápurinn
bili, leigan hækki eða kaupa
þurfi sýklalyf, til að fjárhag-
urinn fari á hliðina.
Ein meginástæða þess að
fólk er í þessari stöðu er að
lífeyrir almannatrygginga
dugir ekki til framfærslu.
Til að bæta gráu ofan á svart eru
miklar tekjutengingar í almanna-
tryggingakerfinu, sem halda fólki í
spennitreyju. Þessar tekjutengingar
eru í raun fátæktargildrur og á það
sérstaklega við um „krónu á móti
krónu“ skerðingar. Um þriðjungur
örorku- og endurhæfingarlífeyris-
þega fær greidda uppbót til að hífa
tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarks-
viðmið, sem í dag er 227.883 kr. á
mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar
196.000 krónur). Reyndar er hluti
hópsins með enn lægri heildartekjur,
en það er efni í aðra grein.
Hvað gerist ef örorku- eða endur-
hæfingarlífeyrisþegi með sérstaka
framfærsluuppbót fær tekjur eða
greiðslur annars staðar frá? Lítum á
nokkur dæmi:
Dæmi I. Séreignarsparnaður
Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyris-
þegi. Hann tók út 300.000 kr. sér-
eignarsparnað (fyrir skatt) og við það
lækkuðu greiðslur til hans frá TR um
25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000
kr.) eða krónu á móti krónu.
Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur
Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi.
Eftir að hann fékk greiðslur frá líf-
eyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði
(fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Trygg-
ingastofnunar til hans um sömu
upphæð. Samanlagðar tekjur hans
eru 196.610 kr. eftir skatt, með og
án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því
engu við lífskjör hans að hafa greitt
í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.
Dæmi III. Atvinnutekjur
Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi.
Hún hefur mjög litla starfsgetu en
nær að vinna sér inn 20.000 kr. á
mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt
fyrir atvinnutekjurnar hækka saman-
lagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún
fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á
mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka
greiðslur TR til hennar um 20.000 kr.
á mánuði eða krónu á móti
krónu. Hvatinn til vinnu er
enginn.
Dæmi IV: Dánarbætur
frá TR
Anna er 50 ára örorkulíf-
eyrisþegi. Við andlát eigin-
mannsins sótti hún um
dánarbætur hjá Trygginga-
stofnun, sem eru 47.186 kr.
fyrir skatt. Við það lækkuðu
greiðslur Tryggingastofnun-
ar til hennar um nákvæm-
lega sömu krónutölu.
Kæri lesandi, finnst þér
í lagi að örorku- og endur-
hæfingarlífeyrisþegar séu í
þessari stöðu? Myndir þú
sætta þig við þetta?
Málefnahópur ÖBÍ um kjara-
mál vill fá breytingar strax og sendi
öllum alþingismönnum áskorun
um að afnema „krónu á móti krónu“
skerðingar til örorku- og endurhæf-
ingarlífeyrisþega. Þingmenn voru
spurðir hvernig og hvenær þeirra
þingflokkur ætli að efna loforð um
að afnema þessar skerðingar. Fyrir
alþingiskosningar voru uppi loforð
um að afnema „krónu á móti krónu“
skerðingar. Svör frambjóðenda er að
finna á YouTube-síðu Öryrkjabanda-
lags Íslands.
Óskað var svara innan ákveðins
frests, sem nú er liðinn, en fá svör
hafa borist frá þingmönnum. Af
svörunum má ráða að vilji er hjá
stjórnarandstöðuflokkum að taka
málið upp og frá einum þingmanna
stjórnarflokkanna barst svar um að
taka málið til umræðu með fjármála-
áætluninni.
Þingmenn, þið getið með laga-
breytingu afnumið „krónu á móti
krónu“ skerðingar. Þetta þarf að
gera strax og með afturvirkum hætti.
Örorku- og endurhæfingarlífeyris-
þegar geta ekki beðið lengur eftir að
losna úr þessari fátæktargildru.
Hvar eru efndirnar?
María Óskars-
dóttir
fyrir hönd mál-
efnahóps ÖBÍ um
kjaramál
Þingmenn,
þið getið með
lagabreytingu
afnumið
„krónu á móti
krónu“
skerðingar.
Þetta þarf að
gera strax og
með aftur-
virkum hætti.
Rúsínur
Kanill
Möndlur
Grjónagrautur
1
7
-1
2
3
9
-H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Gríptu með þér grjónagraut með
ristuðum möndlum, rúsínum og kanil.
Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum
grunni og hollum og stökkum toppi. Einnig fáanlegt:
kotasæla með berjum og möndlum og grísk jógúrt
með döðlum, möndlum og fræjum.
Grjónagrautur
er nærandi millimál
9 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R16 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
D
1
-1
B
7
0
1
C
D
1
-1
A
3
4
1
C
D
1
-1
8
F
8
1
C
D
1
-1
7
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
8
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K