Fréttablaðið - 09.05.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 09.05.2017, Síða 20
9 . m a í 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D a G U R20 S p o R t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð vera áfram úti. Ég tel að það sé rétt skref að koma heim og vera á fullu hérna,“ sagði Bjarki sem hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og spilaði t.a.m. einkar vel á HM í Frakklandi í janúar. En er hann svekktur að fá ekki tækifæri með betra félagsliði? „Jú, auðvitað stefnir maður hátt. En það er ekkert útilokað. Ég tek tvö ár hérna hjá Stjörnunni og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Bjarki sem hefur ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. „Auðvitað ekki. Ég á ekki eftir að gera það fyrr en ég verð fimmtugur,“ sagði Bjarki og hló. Hann segir að ákvörðunin að koma heim og spila með Stjörnunni hafi verið tekin í samráði við landsliðs- þjálfarann Geir Sveinsson. „Ef ég stend mig vel með landsliðinu býst ég við að vera þar áfram,“ sagði Bjarki sem ætlar að hjálpa Stjörnunni að berjast um titla. „Stefna ekki allir á Íslandsmeistara- titil? Ég stefni allavega alltaf hátt og ætla að gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna titil og maður gleymir því ekkert,“ sagði Bjarki sem varð Íslands- meistari með HK 2012. Ætla að berjast um titla Um leið og Bjarki var kynntur til leiks í gær var greint frá því að Einar Jónsson hefði framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. Stjörnumenn ollu miklum von- brigðum í vetur og björguðu sér frá falli í lokaumferðinni. Einar segir að Stjarnan stefni hátt og vilji berjast um titla. Þess vegna hafi Bjarki verið fenginn í Garðabæinn. „Við erum að láta vita að við ætlum okkur stærri hluti heldur en í vetur. Við sýnum það með svona ráðningu,“ sagði Einar. „Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bik- ara. En það er langur vegur í það og við þurfum að vinna okkar vinnu vel.“ Einar segir að Stjarnan hafi ekki sagt sitt síðasta á leikmannamarkaðinum. „Við ætlum að reyna að styrkja okkur aðeins meira, það er ljóst. En það er allt á viðræðustigi og lítið hægt að segja um það,“ sagði Einar. En eru þessir leikmenn sem Stjarnan er með í sigtinu í svipuðum gæðaflokki og Bjarki Már? „Það er kannski erfitt að fá alveg svona heimsklassa leikmenn eins og staðan er í dag. En þetta eru klárlega leikmenn sem koma til með að styrkja okkur,“ sagði Einar sem hefur stýrt Stjörnunni frá 2015. ingvithor@365.is sport Fram átti fyrsta höggið í úrslitaeinvíginu Komnar yfir Fram er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni eftir eins marks sigur, 24-25, í fyrsta leik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ í gær. Fram var yfir lengst af en Stjarnan átti gott áhlaup undir lokin. Framstúlkur héldu þó út. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem sést á myndinni hér að ofan, skoraði átta mörk fyrir Fram. Guðrún Ósk Maríasdóttir átti sömuleiðis frábæran leik í marki Fram og varði yfir 20 skot. Fréttablaðið/ernir HanDBoLtI „Það eru spennandi hlutir í gangi hérna í Garðabænum. Þetta er flottur klúbbur og ég þekki marga í þessu liði,“ sagði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson eftir blaða- mannafund á Mathúsi Garðabæjar þar sem hann var kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Bjarki skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Varnarmaðurinn öflugi hefur undanfarin fjögur ár leikið með Aue í þýsku B-deildinni en ákvað að snúa heim eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur. Að hans sögn voru þau tilboð sem hann fékk erlendis ekki nógu spennandi. „Það var ýmislegt sem bauðst en ekkert á því „leveli“ að ég myndi vilja Ætla sér að berjast um titlana Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson mun leika með Stjörnunni í Olís-deild karla næstu tvö árin. Ákvörðunin var tekin í samráði við Geir Sveinsson. Stjörnumenn stefna hátt og ætla að berjast um titla. FH - Ka 2-2 0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (22.), 1-1 Steven Lennon (36.), 2-1 Kristján Flóki Finnbogason (59.), 2-2 Ásgeir Sigurgeirsson (90+4.). Fjölnir - breiðablik 1-0 1-0 Hans Viktor Guðmundsson (62.). Víkingur - breiðablik 1-2 1-0 Geoffrey Castillion (24.), 1-1 Alexander Veigar Þórarinsson (66.), 1-2 Andri Rúnar Bjarnason (90+2.). Ía - Valur 2-4 0-1 Sigurður Egill Lárusson, víti (21.), 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (34.), 1-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson (39.), 1-3 Haukur Páll Sigurðsson (58.), 2-3 Robert Menzel (75.), 2-4 Nikolaj Hansen (90.). Nýjast Pepsi-deild karla staðan FélaG l U J t MÖrK S Valur 2 2 0 0 6-2 6 Stjarnan 2 1 1 0 7-2 4 FH 2 1 1 0 6-4 4 Ka 2 1 1 0 5-3 4 Grindavík 2 1 1 0 4-3 4 Fjölnir 2 1 1 0 1-0 4 Kr 2 1 0 1 3-3 3 Víkingur r. 2 1 0 1 3-3 3 ÍbV 2 0 1 1 0-5 1 breiðablik 2 0 0 2 1-4 0 Víkingur Ó. 2 0 0 2 1-4 0 Ía 2 0 0 2 4-8 0 Stjarnan - Fram 24-25 Stjarnan: Helena Rut Örvarsdóttir 8, Hanna G. Stefánsdóttir 6/5, Sólveig Lára Kjærne- sted 3, Elena Elísabet Birgisdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Brynhildur Kjartans- dóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1, Stefanía Theodórsdóttir 1. Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8/1, Hildur Þorgeirsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2. Staðan er 1-0 fyrir Fram. Olís-deild kvenna, lokaúrslit 18.30 Juventus - Monaco Sport 20.45 Meistaramörkin Sport 18.00 ÍbV - Stjarnan Hásteinsv. 19.15 Haukar - FH Ásvellir Í dag Skipuleggjandi: Stofnunin Stiftung Gralsbotschaft www.gralsbodskapur.org • info@gralsbodskapur.org Sími: 842 2552 FYRIRLESTUR Á ENSKU Christopher Vasey Máttur hugsana Samkvæmt Gralsboðskapnum Miðvikudaginn 10. maí kl. 20:00 Norræna húsinu Sturlugötu 5 101 Reykjavík Aðgangseyrir: 500 kr. Lesinn útdráttur úr Gralsboðskapnum á íslensku GRALSBOÐSKAPURINN erindi og umræður á ensku Fimmtudaginn 11. maí kl. 20:00 Norræna húsinu Sturlugötu 5 101 Reykjavík Kynning á andlega ritinu ”Í ljósi sannleikans, Gralsboðskapurinn” og höfundi þess, Abd-ru-shinAðgangur ókeypis Við ætlum okkur ofar og okkar markmið er að berjast um bikara. Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar KJArtAn á SKotSKónUM Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Horsens vann 2-1 sigur á randers í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Marvin Pourie kom rand- ers yfir mínútu fyrir hálfleik en Kjartan Henry jafnaði metin á 61. mínútu. Þetta var áttunda mark hans á tímabilinu. Elfar Freyr Helgason lék fyrstu 62 mín- úturnar í vörn Horsens sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. EinUM SiGri Frá titlinUM Chelsea er einum sigri frá sjötta Englandsmeistaratitlinum í sögu félagsins eftir öruggan 3-0 sigur á Middlesbrough í Brúnni í gær- kvöldi. Chelsea er sjö stigum á undan tottenham þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir. Boro er hins vegar fallið eftir eins árs veru í ensku úrvalsdeildinni. 0 9 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C D 1 -2 A 4 0 1 C D 1 -2 9 0 4 1 C D 1 -2 7 C 8 1 C D 1 -2 6 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.