Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2017, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 09.05.2017, Qupperneq 48
Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Bakþankar Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leik- urum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð eins og steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósett- ferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu. Ekki tókst betur til en svo að ég rakst utan í hefðarfrú eftir klaufalega lend- ingu. „Engan helvítis þjösnaskap hérna,“ hreytti einhver út úr sér. Ég leit aftur fyrir mig á hlaupunum en sá ekki ókurteisa umvöndunar- manninn en varð hins vegar var við rauða jakkann hans. Ég varð foxillur á klósettinu yfir þessari illskeyttu áminningu, svo að í höfði mínu brá ég haus á þessar rauðklæddu herðar og hjó hann svo af. Því næst mátaði ég töffarasvipinn í speglinum og strunsaði fram, reiðubúinn ef sá rauði vildi ræða málin eitthvað frekar. Svo sá ég hann. Mér virtist hann hafa herfilegan skúffukjaft og svo ankannalegt og áfergjulegt augna- ráð að hann minnti helst á risaál. Ég tók þessu sem staðfestingu á því að hann væri fáráðlingur og tók því gleði mína á ný. Mér var hins vegar ekki fyrr runnin reiðin en ég áttaði mig á því að það var ekkert fáráðlegt við hann. Það var uppspuni frá minni heimskulegu heift sem veit svo mæta vel að okkur finnst þægi- legra að fá á baukinn frá fáráð- lingum heldur en almennilegu fólki. Þess vegna gerir hún allt fáránlegt, heimskt og ljótt, nema spegilinn, svo þér finnist þú vera ögn stærri en þessi veikgeðja púki sem við verðum þegar illskan grípur okkur. Hún er uppspretta allra ljótu uppnefnanna, hún getur málað allan heiminn heimskan og ljótan til að reyna að róa okkur. Svo, ef þú vilt lifa í fegurð skaltu míga í hléinu. Lifðu í fegurð VERND FYRIR FÖT GEGN GULUM BLETTUMVERND FYRIR FÖT LOKSINS! OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA 0 9 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C D 0 -F 8 E 0 1 C D 0 -F 7 A 4 1 C D 0 -F 6 6 8 1 C D 0 -F 5 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.