Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Síða 11

Norðurslóð - 14.12.1984, Síða 11
„Komir þú á Grænlandsgrund“ Með náttúru manns, sels og fíigls Björn Þorleifsson: Hafa menn hugleitt, hvaða fólk er næstu grannar okkar íslendinga? Ætli það séu ekki Suðaustur-Grænlendingar þ.e.a.s. íbúar Angmassa- liksýslu á hinni ísilokuðu, gróðursnauðu austurströnd Grænlands, sem snýr að íslandi. Sveitungi okkar, Björn Þorleifsson skólastjóri á Húsabakka var leiðsögumaður á vegum Flugleiða í Grænlandsfluginu á síðastliðnu sumri. Þá kom hann margsinnis til Angmassalik ogbyggðarínnarþarí kring og kynntist landi, fólki og sögu þar um slóðir. Þar komst hann líka í kynni við þær hræðilegu kynjaverur, sem hann m.a. greinir frá í meðfylgjandi frásögn og myndir eru birtar af hér á síðunni. Á máli Grænlendinga heitir austurströnd lands þeirra Tunu. Það þýðir bakhliðin. Nafngiftin gefur til kynna hver staða austurstrandarinnar er og hefur verið í grænlensku þjóðlífi. Þar hafa verið hálfgerðar huldu- strandir, girtar ís og huldar þoku. Grænlendingar á vestur- ströndinni höfðu fyrr á öldum aðeins pata af því að þar byggi fólk, en í sögnum meðal fólk- sins var talað um íbúa bak- hliðarinnar sem hræðilegar mannætur og galdramenn. Þegar trúboðinn Hans Edge kom til Grænlandsárið 1751 var hann að leita að fólki af norrænum stofni. Sú leit bar engan árangur. Hann vissi frá kynnum sínum af norrænum sögum að til hafði verið Vestri- byggð og Eystribyggð. Beint lá við að álykta að Eystribyggð hefði verið á austurströndinni og reyndi hann því að sigla fyrir suðurodda Grænlands. Varð hann að snúa við vegna íss. Þrjátíu árum síðar fór kaup- maður að nafni Peder Olsen Walloe fyrir oddann og hitti Austur Grænlendinga. Hans heimsókn var stutt og fletti engri hulu af leyndardómum Tunu. Árið 1829 fór danskur sjóliðsforingi um Austur Græn- land og kortlagði 550 kílómetra af strandlengjunni. Hann komst í kynni við íbúana, en var ekki sérstaklega að kanna menningu þeirra eða lifnaðarhætti. Honum sagðist svo frá, að sér virtist margt frábrugðið í siðum fólks þarna, miðað við það sem Túpílakk. gengi og gerðist meðal vestur- strandarbúa. Það var ekki fyrr en árið 1884 að sérstakur leiðangur var gerður til að kanna kjör og siði Austurgrænlendinga. Höfuðs- maður í danska sjóhernum að nafni Gustav Holm hélt frá Qaqortoq ( Julianeháb) ásamt fleiri dönskum vísindamönn- um. Hann hafði innfædda aðstoðarmenn og ferðaðist á grænlenskum konubátum, umiak. Slíkir bátar vorugerðirá svipaðan hátt og litli bróðir þeirra kaiakinn. Yfir létta tré- grind var strengt selskinn og saumar þéttir með feiti. Bátar þessir gátu borið hóp manna, misjafnlega eftir stærð, en voru mjög hentugir til siglinga í ís og meðfram ströndum. Þar sem þeir voru léttir var hægt að bera þá yfir ísspangir, eyjarogannes. Kæmi gat á þá við árekstur við ísjaka, var fljótlegt að sauma bót á þá. Á Ángmassalik-eyjunni hitti Gustav Holm fyrstu Austur- Grænlendingana. Tungutak þeirra reyndist nokkuð frá- brugðið vesturgrænlenskunni, en þó ekki óskiljanlegt. Fjöldi fólksins var ekki mikill. Á öllu Angmassalik-svæðinu taldist Holm til að byggju 413 manns. Hann komst að raun um að fólki þar hafði farið ört fækkandi á undanförnum árum. Fyrir því voru ýmsar ástæður. Veðurfar var mjög kalt á þessum tíma. (Við vitum að það var kalt á Islandi á þessum árum) Svo virtist sem hæfni fólksins til að bjarga sér hefði minnkað og því tækist ekki að gera sér þau áhöld, sem það þurfti á að halda. Mjög algengt var að menn dræpu hvorn annan fyrir litlar sakir og sjálfsvíg voru mjög tíð. Margir virtust einfald- lega gefast upp í lífsbaráttunni og eins var öldruðu fólki og illa sjálfbjarga bent á að best væri fyrir það að koma sér sjálft fyrir ætternisstapann. Gustav Holm og menn hans dvöldu meðal Austur-Græn- lendinga yfir veturinn og skráðu hjá sér þjóðsögur, rannsökuðu mállýsku fólksins, skoðuðu verkfæri þess og muni, tóku myndir og teiknuðu. Þeim fannst margt athyglisvert, m.a. hve listfengi var mikið og almennt. Voru verkfæri og munir gjarnan skreytt með útskurði. Sumt hafði aðeins skreytingargildi, en annað var tengt trú eða jafnvel einhverju kukli. Það kom semsé í ljós, að á þessum slóðum höfðu búið galdramenn og bjuggu kannski enn. Þeir sem mest kunnu fyrir sér í galdri áttu það til að magna sendingar á óvini sína, rétt eins og stéttarbræður þeirra á Islandi gerðu. Vitanlega áttu þeir sínar töfraformúlur, sem enginn gat sagt frá, en fólk vissi í höfuð- atriðum hvað þeir höfðu gert. Til dæmis höfðu þeir notað uppvakninga. Þá þurftu þeir að hafa lík, og sjálfsagt hefur verið best að hafa það volgt. Áður en það var vakið upp, var gjarnan komið fyrir á því ýmsum auka- búnaði. E.t.v. var skeytt sels- haus eða selshreifum einhvers staðar á skrokkinn. Þá var gjarnan bætt rjúpufjöðrum við. Með þessu var uppvakningnum ætlað að hafa náttúru manns, sels og fugll og geta ferðast á láði, legi og í lofti. *Sbr. sumar frásagnir af tilurð Þorgeirsbola. Yfir þessum samsetningi var svo galdurinn þulinn og skipaði galdramaðurinn uppvakningn- um að fara og verða Tupilak og gera fjendum sínum mein. En fyrir kom að andstæðingurinn kunni líka eitthvað fyrir sér og gat endursent gripinn. Þá þvældist Tupilakkinn um uns kraftur hans dofnaði. Leiðangursmönnum Gustavs Holm þótti þessar galdrasögur nokkuð merkilegar og höfðu mikinn áhuga að fá nánari lýsingu á útliti Tupilakkanna. Það var hins vegar erfiðleikum bundið. Þeir voru margvíslegir og útlit þeirra órætt. Holm og menn hans komu með blað og blýant og óskuðu eftir að einhver teiknaði mynd af einum svona Tupilak. Það var heldur ekki gerandi. Enginn kunni að teikna. En þar sem leiðangurs- mönnum var kunnugt um hagleik Angmassalikmanna, datt þeim i hug að afhenda þeim búrhvalstönn og hníf og óska eftir útskorinni mynd af Tupi- lak. Það þótti heimamönnum Annar Túpílakk. aðgengilegri kostur og urðu við þeirri bón. Tíu árum eftir að Gustav Holm kom til Angmassalik, var stofnuð verslunar og trúboðs- stöð þar. Þá hafði fólkinu enn fækkað og var talið að Austur- Grænlendingar hefðu átt á hættu að deyja út ef Danir hafðu ekki komið tilhjálpar. Breyting- arnar hafa orðið örar á austur- grænlenska þjóðfélaginu. Á 90 árum hafa þeir stokkið út úr steinöldinni inn í þotu- og geim- ferðaöldina. Á sumrin flæða yfir þá ferðamenn úr öllum heims- hornum. Bandarísk ratsjárstöð vakir yfir þeim á Kulusukeyju. Þeir búa við flest þau þægindi hinnar svokölluðu siðmenning- ar, sem hægt er að hugsa sér. En sem betur fer eru ekki öll tengsl við fortíðina rofin. Enn má sjá menn á kajak á Angmassalik- firðinum að sumri til. Enn fara veiðimenn á hundasleðum yfir ísi lagða firði. Og enn eru til góðir handverksmenn, sem geta skorið í bein eða tönn myndir af uppvakningunum hræðilegu, Tupílökkunum. Björn Þorleifsson. Frá Kúlusúk, Austur-Grænland. Skrifstofustjóri Kaupfélag Eyfirðinga á Dalvík óskar eftir að ráða skrifstofustjóra. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf og koma aðeins til greina umsækjendur með mikla reynslu á sviði skrifstofustarfa. Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við starfs- mannastjóra KEA, Hafnarstræti 91, Akur- eyri, eða útibússtjóra Kaupfélagsins á Dalvík. Kaupfélag Eyfirðinga. Frá Bæjarskrifstofunni Dalvík: Skrifstofan verður lokuð á aðfangadag, mánu- daginn 24. desember. Fimmtudaginn 27. des. og föstudaginn 28. des. verður opið eins og vanalega kl. 9.15-12.00 og 13.00-16.00. Á gamlársdag mánudaginn 31. des. verður opið kl. 9.15-12.00. Gjaldendum er bent á að öll álögð gjöld 1984 falla i eindaga 31. des. og eftir lokun þann dag verða reiknaðir dráttarvextir á öll gjöld. Bæjarritarinn Dalvík. Flugeldar - Flugeldar Kiwanisklúbburinn Hrólfur selur flugelda eins og undanfarin ár í skúr við Hafnargötu gegnt Kaupfélaginu dagana 27. til 31. des. Allur ágóði af sölunni rennur í söfnunina BRAUÐ HANDA HUNGRUÐUM HEIMI. Styðjið brýnt málefni. - Kaupið flugelda. Kiwanisklúbburinn. NORÐURSLÓÐ - 11

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.