Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Page 17

Norðurslóð - 14.12.1984, Page 17
Bæjar- vísur Eiríks Pálssonar4 ortar um 1850 Einhverju sinni á liðnu sumri heimsótti okkur Freylaug Eiðs- dóttir frá ingvörum, nú búsett í Nesi í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði. Erindi hennar var að koma á framfæri við aðstandendur Norðurslóðar skriíuðum bók- um, sem í eru bæjarvísur svarf- dælskar og fleira ljóðakyns. Meðal bæjarvísnanna er felu- vísnasyrpa Eiríks Pálssonar í Uppsölum Prjóna-Eiríks. í Svarfdæiu hinni nýju er sagt að þær séu ortar 1858, en ég held hinsvegar að þær séu ortar á árabilinu 1851-54. Sjálfur heyrði ég sumar þessar bæjarvísur um munn hafðar, þegar ég var barn og lærði jafnvel nokkrar. Hinsvegar hef ég aldrei séð þær skrifaðar fyrr, hvað þá á prenti og líkast til hafa þær aldrei „á þrykk út gengið". Það er því skemmst frá því að segja, að ég varð harla glaður yfir að fá svona upplagt jóla- blaðsefni upp í hendurnar alveg fyrirhafnarlaust, og þakkaði Freylaugu innvirðulega fyrir hugulsemina. Aftur á móti fór ég að verða dálítið hugsi, þegar ég tók að skoða handritið betur nú nýlega og þóttist sjá að í því væri æru áreiðanlega töluvert af villum. Spurningin er þá hvort maður á að leyfa sér að birta þetta á prenti án þess að reyna að 1. Súfgis nefna má ég mann mætu vafinn gengi. Á Barkastöðum hefur hann hjúum ráðið lengi. 2. Býr á Viðum Nói nú, naumast ég hann þekki. Kraftagóður heldur hjú, hver nú veit ég ekki. 3. Næst þá kemur Nari minn nóg að starfa hefur. Mjölni ræður maðurinn mörg sem dyggðin vefur. 4. Bæsing nefna bónda má býr í Klettahreysi. Fénu ekki fargar sá fyrir hjúaleysi. 5. Gætir bús á Greppabekk get ég Steinþór heitir. Lýðir fúsir lofa rekk lund því sjaldan breytir. 6. Hannjón par ei hrósar sér hraustur þó er talinn. Færið-þar sem-blýið ber bústað hefur valið. 7. Áslák nú ég nelna má naumast er á hraki. Heldur bú og hirðir á Himinglæfubaki. 8. Láp ég kenni, korðaþund kost þó vilji betri. Hirða nennir græna grund Gylfa nefs á setri 9. Upp - í - hæðum Jason ég játa buið halda. Öfunda á engan veg af því reynir skjalda. 10. Árin túnið yrkja má aldurinn þótt beygi. Hjarðir styggir herrans frá hinum breiða vegi. 11. Annar Nói nýtur þar náir búi halda. Hret ei snjóa hræðist par heyföngin því valda. 12. Hann sem tíu andir ól einn þar partinn hefur. Býr á ný með baugasól bóndann ómegð vefur. 13. Götuhreysi gistir í gætir búsins þarfa. Loddu Bessi lyndisfrí laglegur til starfa. 14. Súngam fann ég samt að því sorg þó kanni meina. Dimmum ranni duðrar í dauðra manna beina. 15. Auðnan dýra ekki rýr Yngis snýr - að manni. Görpum skýran greiða býr, Goða stýrir - ranni. 16. Sama staðar Bessi býr börn og kvinnu viður. Sómahraður hringatýr hefð og lánið styður. 17. Hringarjóður hjalparfús hafnar vansa glaumi. Gildur Nói gætir bús Goða fram í straumi. 18. Sígli Kjálka situr á sinna gætir muna. Lýir fálkafoldir sá frekt við þjónustuna. 19. Blóthúss gjallar býli á baugs - með - gefni sinni. Sígli snjallur situr á sagt er að hann vinni. 20. Súfgis verð ég nefna nú næstan þar á línu. Hrauns - í gerði heldur bú hyggur vel að sínu. 21.Stundar glaður sóma sið situr Ytra Leyni. Nói hraður vinnur við varinn slysa meini. 22. Nafni reynir hendur hans hagieiks menntir viður. Á Syðra-Leyni beitir brands bændafélag styður. 23. Fyrir ofan Bæsings blað bú við náir eira. Mikið Jason amar að ómegðin og fleira. 24. Dirgusur í Dýrðarstað dugir vel að búa. Engan held ég undri það þó eigi gott til hjúa. 25. Nýtan kalla Nóa má notar allvel strindi. Bóndinn snjalli býr upp á bröttum Fjallatindi. fékk svo mætti búa. Af því hefur einhver not, þótt aura - vanti - grúa. 30. Hann sem flýr ei hrottaþrá í hretviðranna skjóli búi stýrir ötull á Yngismanna stóli. 31. Á Mæðuhvoli brjótur brands býr með Gefni seyma. Bæjarmagn er heiti hans hafði fyrr að geyma. 32. Nóa þá ég nefna má næst í húsaskjóli. Bóndinn knái býr upp á brötturh Laugarhóli. 33. Bús við annir sagt er sé seggja snar í röðum. Jason kann að fæða fé fram á Harastöðum. 34. Þá er sóknin þessi frá, því skat aðra finna. Þverhyl Nói unir á, efna gætir sinna. 35. Nafni Ragnars arfa er einn á Skeri syðra. Brögnum mörgum bjargir lér bágt þó nái viðra. 36. Aldinn byggir ytra Sker eyðir blossa móðu. Skírnarheiti Blakks hann ber býr í lagi góðu. 37. Býr á Slakka baugs með jörð bóndinn heitir Nói. Vel upp elur væna hjörð veturinn þótt snjói. 38. Hjals í leyni heldur varm halurinn velskikkaði. Á sér heiti álíkt hann Ylfings fremst á blaði. 39. Brekku Loðinn byggir á Bjargarlitlu svæði. Efnagóður samt er sá, svöngum gefur fæði. 40. Næstur honum Áskell er aldurinn þó halli. Mætur byggir málmaver Matarhúss á fjalli. 41. Áskatla með ágætt bú ekkjudóm þó kanni. Á bóli Loðins byggir hún barnalaus er svanni. 42. Sama staðinn heldur hér hýr í lund að vana. Rétt ber heiti randaver Keginshlýra bana. 43. Þá er Nói eftir einn er á Hlaupi dvelur. Varla þó til verka seinn, vænar kindur elur. 44. Sigurdvali þrek og þol þykir bera lengi. Yfir ræður Ytra-Bol artugur við mengi. 45. Nóa vil ég nefna þá nýtan hrings með Gefni. Syðra Bolnum situr á samt við lítil efni. 46. Láp þar næstan letrar sveit línspöng á sér fróma. Bæklingsstaða byggir reit bæði stunda sóma. 50. Heldur sama Herjans lljóð hagur dável taldur. Svipað nafn og Suttungs jóð sverða - hefur - Baldur. 51. Nói hrings með brekku býr á bóli Ferða seggja. Ei þarf greindum álmatýr ætíð ráð að leggja. 52. Áskell halla Ótægins yrkir meður dáðir. Láp ég kalla heiti hins, hýrast þeir þar báðir. 53- Draugs í brekku bænum er bóndinn Nói talinn. Segja lýðir seimaver sé í mörgu valinn. 54. Sígli býr á Sváfnisjörð sig að vinnu heldur. örðugt gengur álma Njörð, eitthvað þessu veldur. 55. Hvoli Nói hraustur á hagleiks stundar iðju. Margt til þarfa maður sá myndar afls í smiðju. 56. Jarlaskálds á bænum býr bjargar sér með kvinnu. Hamars (?) nafn á hringatýr hraður er til vinnu. 57. Björgum Hlóðar byggir á baugarjóðum greiða mörgum góðan gefur sá Gauts um - fljóð til reiða. 58.Sama stað hans sonur á sinni lund ei breytir. Búinn snilli baugs með - gná bóndinn Nói heitir. 59. Fáráðlings á staðar stað stýrir búi sínu. Nafni þess er taminn trað (?) tretla að finna línu. 60. Á Heimskastöðum sagt er sé svinnur geirabeitir. Göngudýrið glefsande get ég þessi heitir. 61. Á Þversprænu bóndinn býr brúði meður sinni. Hægri mundar mögur er (?t margt í veröldinni. 62. Brúsastaða bóndinn sér bjargar eftir vonum. Glæsivalla gefið er Gylfa nafnið honum. 63. Barmi lágar bóndinn á Brekku Grani heitir. Myndar dável mærðarskrá mastraljóni beitir. 64. Hann sem eftir unnið stríð áður þráði blundinn. á syðra-Kotstað seims með hlíð sinn hefur bústað fundinn. 65. Hann sem Gunnlöð flutti frá fylli kera þundar. Ytri-Kotstað yrkir sá allvel búið stundar. 66. Nói ræður reifur prís Rögnis - sléttri kvinnu. Harðan breiðir handar ís hagleiks tamur vinnu. 67. Morv á situr sama stað seimar skyldu gætir Heim hann flytur húsum að hungur það sem bætir. 68. Hlóðar býr á Halli nú heiður fær af mengi. Þessi hefur þriflegt bú þó hann skorti engi. 69. Frostabikars báli nú Bessi ráðið getur. Yrkir sína ómafrú öðrum mörgum betur. (sami bær og 68?) 70. Bol Hallanda breiðum á byggja veit ég Nóa. Veður eftir vonum sá veraldar um flóa. 71. Á Samangrónu svæði býr Samót hrings - með - reinu. Á hann bæði ær og kýr ei þó margt af neinu. 72. Vatnsgarðshornið vandaður vel um hirðir Nói. Þrifinn, trúr og þolgóður, þeigi verkasljói. 73. Lýði fræðir liðugur lofða reifður hóli. Séra Nói siðugur Svana - ræður - bóli. 74. Situr Nói, satt það er Svanabóls - í - koti. Ókunnugur er hann mér efna vanur þroti. 75. Ingagnoðarbraut á býr bóndinn Nói séður. Hafs á boða dæludýr dregur virða meður. 76< Öski heitir hreppstjórinn heldur syðra-Móinn. Hollur sveit og hreinskilinn heiður ber algróinn. 77. Ytra-Móinn aldraður yrkir sér til þarfa. Heitir Nói höndugur hvað sem fer að starfa. 78. Hlóðar stýrir hlunnamar hafs um breiðar lendur. Hinsta maka Hallgerður hans við bær er kenndur 79. Bolurinn þar byggður er bóndann skal um segja. Hæðajöfurs heiti ber hann og fjársins meyja. fift Fram úr vör á fiskahlað Fáfnis - veit ég - bana. karls frá sonar stórum stað stýra hömlugrana. 81. Láp ág verð að letra nú iínspöng á sér góða. Straums - í gerði stundar bú! stýrir essi flóða. 82. Þar sem báran beljar við brúði Þundar glaður Hlóðar notar haglendið, hann er og formaður. 83. Háaldraður herrans þjón hraður máls á þingi. Yrkir glaður Fiskafrón Fáfnis góðkunningi. 84 • Situr Nói sama stað sól með - handarfanna. Bruna lætur báruglað brautir höfrunganna. 85. Nóa þá ég eftir á elli náir þvinga. Bús er náir stunda stjá Staðnum hjá Brynninga. 86. Birtingslanda bænum á byggir snót nreð unga. Hann Ásbrandur heita má hefur ómegö þunga. 87. Efst þar byggðu firðar Fold forðum lands á mói. Ræktar iðinn Ýmis hold er að heiti Nói. Frh. á bls. 25. komast ylir aðrar og eldri upp- skriftir og gera samanburð. Eg ákvað samt að láta þetta flakka eins og það er og leiðrétta aðeins augljósar villur. Nú vil ég biðja lesendur að hafa í huga, hvernig þetta er til komið. Þetta er gert eftir upp- skrift frá 1957, sem er eftir uppskrift frá 1928, sem er eftir uppskrift gerðri í Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði 26. júní 1853 eftir því sem stendur í bók Freylaugar. Svo villupúkinn hefur haft mörg, góð tækifæri til að gera óskunda. Eg vona hinsvegar að margir hafi gaman að spreyta sig á að ráða manna- og bæjarnöfnin og auðvitað hjálpar bæjarröðin mikið til. Mér sýnist þetta allt vera hið mesta og besta rannsóknarefni. Vill ekki einhver eða einhverjir snjallir Svarfdælingar heima eða heiman senda Norðurslóð ráðningar og skýringar og jafn- vel leiðréttingar við braginn? Þið fyrir sunnan, góðir sveit- ungar. Vill ekki einhver ykkar labba niður í Landsbókasafn og vita hvað þið finnið þar af skáld- skap Prjóna-Eiríks? Þetta er allt svo merkilegt, að ástæða væri til að taka það sem efni í doktorsritgerð. Einhver hefur orðið doktor út á smærra grjón. Ritstj. NORÐURSLÓÐ - 17 26. Fornmannsklæða fögrum linnst hann Mikill stýra. Býr með kvinnu, þeirra þol þolir ellin rýra. 27. Klængs á hreysi heldur bú hraður er til vinnu. Sómagæddur Nói nú nýtri meður kvinnu. 29. Grenár þjónar gerði um stund giftur konuhrófi. Notar frón og Ymisund orðahagur Nói. 28. F’ús - að Sig-a F'ossárkot 47. Á Steinþórshóli stillt með geð stinnur geymir hrotta. Hans má telja heiti með Herrans píslarvotta. 48. Veigsól er um viskutún vönduð, gott elskandi. Sands á elfur situr hún samt í ekkjustandi. 49. F'áfnisbani finnst ei sljór þó fái veiki kanna. Allvel býr sá örva-Þór undir fótum manna.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.