Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Page 24

Norðurslóð - 14.12.1984, Page 24
Annálabrot frá 1701 -1710 Páll Kristjánsson tók saman með hliðsjón af Vallaanál Anno 1701. „Landnyrðingsfjúk á nýársdag. Vetur upp þaðan mjög mis- lægur um landið, afbragðsgóður alstaðar suður og suðaustur en harður að niiklu leyti norðaustur og fyrir noröan land og vestan allvíða, með snjóum og jarðbönnum." I 'allaannúll. Þádó I I. marsað Möðruvöllum i Hörgárdal, Hans Scheving Lárus- son, er skrifari vai í Björgvin i Noregi, f. 1630. Faðir hans, Lárus (Laurits) var prófastur í Schevinge á Norður Sjálandi, d. 1663. en þar af er ættarnafnið dregið. Hans Scheving var faðir Lárusar Schevings sýslumanns i Eyjafirði d. 1722, föður Hannesar Scheving sýstumanns d. 1726, faðir Lárusar klausturhaldara á Munkaþverá d. 1784, l'öður Jórunnar fyrri konu Þorsteins prests í Stærra-Árskógi, Hallgrímssonar. Jórunn og Þorsteinn eignuðust fimm syni, fjórir urðu prestar. þrír í Svarfaðardal. Stefán prestur á Völlum, Kristján prestur á Tjörn, Baldvin prestur að Upsum og Hall- grímur aðstoðarprestur að Bægisá, drukknaði við silungsveiði í Hrauns- vatni 1816, faðir Þorsteins bónda og söðlasmiðs í Hvassafelli, Eyja- firði, föður Hallgríms, föður Snjó- laugar, móður Ástríðar, móður Gunnars Jóhannssonar skipstjóra á Dalvík. F rá ofannefndum prestum er margt niðja hér í sveit. „Um sumarmál kom bjarndýrað landi við Upsaströnd, með tvo húna, dýrið var drepið en húnarnir látnir lifa." Vallaannáll. Var annar bjarnarbaninn Ingimundur Jónsson bóndi á Karlsá. Svarf- dælingar, seinna bindi. „Vorið ærið hart hvarvetna um land með hörkum og snjóum, nátt- frostum og norðankuldum." Vallaannáll. ,,Þar eftir fylgdi stór- legt grasleysi og gekk nálega fram um sólstöður, að lítt greri." - Valla- annáll. „Allmikil harðindi í Þing- eyjar- og Vaðlasýslum með mann- falli, dcyöi eigi færri cn 100 manna og nokkrir bráðlega, það fall gekk yfir framan um veturinn og mjög fram á vorið. Féll og hrönnum kvikfé þar í sveitum (Eyjafjarðar og Þingeyjar- sýslunt) sökum heyleysis og grimmrar veðráttu. Skiptapi á Eyjafirði, týnd- ust fjórir, fimm komust af.“ Valla- annáll. Anno 1702. „Vetur frá jólum frostamikill. Fyrir norðan grasbrestur." Mœli- /ellsannáll. „ „Fiskur fyrir norðurlandi.“ - Eyrarannáll. „Varð þá fyrir norðan fellivetur af fé og færleikum." - Setbergs- annáll. Þá dó Magnús digri í Vigur. Hann var sonur Jóns prests og skálds í Vatnsfirði, f. 1606, d. 1673, Arasonar sýslumanns í Ögri, f. 1571, d. 1652, Magnússonar sýslu- manns prúða í Bæ á Rauðasandi, f. um 1525 d. 1591 (var mikilmenni og skörungur, skáld), Jónssonar lög- réttumanns (stórbóndi og auðugur) á Svalbarði við Eyjafjörð, f. um 1485 d. 1564, Magnússonar sýslu- manns í Skriðu Hörgárdal. Beinn karlleggur til Egils á Borg á Mýrum. Kona Magnúsar í Skriðu: Kristín Eyjólfsdóttir bónda á Urðum í Svarfaðardal f. 1395, Arnfinnsson- ar bónda og hirðstjóra að Urðum, d. um 1432, Þorsteinssonar lög- manns á Urðum. Kona Jóns lögréttumanns á Sval- barði: Ragnheiður (á rauðum sokk- um) Pétursdóttir lögréttumanns í Djúpadal, f. um 1475, Loftssonar bónda á Staðarhóli í Saurbæ, d. 1476, Ormssonarhirðstjórad. 1446, Loftssonar ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði, d. 1432. Seinni kona Magnúsar prúða og móðir Ara í ögri: Ragnheiður, d. 1642 Eggertsdóttir lögmanns Hannessonar. Kona Ara í ögri: Kristínf. 1574, d. 1652, Guðbrands- dóttir Hólabiskups Þorlákssonar. Kona Jóns í Vatnsfirði og móðir Magnúsar digra: Hólmfríður, f. 1617, d. 1692, Sigurðardóttiryngra, Oddssonar biskups Einarssonar skálds að Eydölum. 24 - NORÐURSLÓÐ Magnús digri bjó í Vigur (ísa- Ijarðarsýslu), f. 1637. Hann var bóndi og fræöimaður. Var hag- mæltur og stórauðugur. Fyrri kona Magnúsar digra: Ástríður d. 1719, Jónsdóttur prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar. Magnús digri og Ástríður voru foreldrar Þorbjargar móður Hólm- fríðar, móður Þorbjargar, móður Hólmfríðar, móður Bjarna stúdents, föður Jórunnar, móður Freyju á Hamri, móður Antons Antons- sonar á Dalvík. Anno 1703. „Þessi vetur var bærilegur, þótt stórviðrasöm veður væru, hrökk og af í cinstaka stöðum útigangs- peningur." Mœlifellsannáll. „Vorið hart og kalt með næðing- um og norðanvindum sífclldum og gróðurleysi fram til fardaga, batnaði þá og gerði góða veðuráttu, með hægviðrum og þurrki, en grasvöxt- ur var lítill víðast." „En íslaust fyrir norðan." „Skipkvæmt að venju kringum landið." - Vallaanáll. Tekið fyrsta manntal á íslandi, og voru landsbúar þá 50444. Þá töldust 102 ómagar í Svarfað- ardalshreppi. Manntal 1703. Þá dó Þorvaldur (Hríseyingur) Gunnlaugsson. Gunnlaugur faðir hans drukknaði í skreiðarferð á Grímseyjarsundi 1619. Hann var launsonur Gríms lögréttumanns á Ökrum í Blöndu- hlíðf. um 1550, Jónssonar lögréttu- manns á Ökrum Grímssonar lög- manns á Ökrum, Jónssonar sýslu- manns í Hegranesþingi um 1500. Móðir Jóns á Ökrum og kona Gríms lögmanns: Guðný Þorleifs- dóttir hriðstjóra, d. 1486, Björns- sonar ríka á Skarði á Skarðsströnd, f. 1408, drepinn á Rifi af enskum lauskaupmönnum 1467. Kona Björns ríka: Ólöf ríka d. 1475, Loftsdóttir ríka á Möðru- völlum, Guttormssonar í Þykkva- skógi, veginn 1381, Ormssonar lög- manns, sem var í Grundarbardaga 8. júlí 1362. Þorvaldur bjó lengi í Hrísey og kenndur við hana, bjó síðast í Fagraskógi og kallaður hinn „gamli", enda varð hann 99 ára gamall f. 1604. Þorvaldur var þríkvæntur. Hans fyrsta kona var Björg Rögnvalds- dóttir, bónda á Hámundarstöðum og Krossum (nefnduríættartölum), d. 1630, Jónssonar bónda á Kross- um, Þorgeirssonar bónda á Grund í Svarfaðardal, uppi á 16. öld. Bræður Bjargar sem kunnir eru. A. Jón eldri, sem brenndur var fyrir galdra á Melaeyrum í Svarf- aðardal 1625. Fyrsta galdrabrenna á íslandi. Líklega hefur Jón eldri dáið barnlaus. B. Þorvaldur bóndi og skáld á Sauðanesi, Upsaströnd. C. Jón yngri, sem bóndi varð á Krossum, faðir Rögnvaldar bónda á Öxnhóli 1703, f. 1669, faðir Jóns bónda á Hámundastöðum f. 1691, faðir Rögnvaldar bónda á Hóli, Upsaströnd, d. 1807. Frá Rögnvaldi eru Hólsmenn komnir. Síðasta kona Þorvaldar gamla: Herdís f. 1649 Bjarnadóttir prests á Upsum 1642-1667, d. 1697, Hallssonar lög- réttumanns í Möðrufelli í Eyjafirði, Bjarnasonar í Skriðu í Hörgárdal. Kona Bjarna í Skriðu var Halldóra Björnsdóttir officialis á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar. Meðal barna Þorvaldar og Herdísar: Gunnlaugur f. 1690, bóndi í Fagra- skógi og víðar bjó hann síðast í Svarfaðardal, faðir Þorvaldar bónda á Sökku, f. 1712, föður Hólmfríðar f. 1745, konu Þorvaidar bónda á Ingvörum, d. 1785, Sigurðssonar. Synir þeirra lngvarahjóna, Hólmfríðar og Þorvaldar. A. Gunnlagur Þorvaldsson f. 1772, bóndi á Hellu, mikill ættfaðir m.a. Krossaættarogeruniðjarhans margir í Svarfaðardal og á Arskógs- strönd. Kona Gunnlaugs á Hellu: Þóra f. 1780, Jónsdóttir ríka á Krossum f. um 1746, Jónssonar bónda á Hellu f. 1686, Gunnsteins- sonar bónda á Krossum 1703, f. 1658, Sigurðsson. Móðir Þóru og kona Jóns ríka: Guðlaug f. 1746, Vigfúsdóttirbónda á Stóru-Hámundarstöðum, f. um 1692, Sigurðssonar bónda sama stað f. um 1647 Bjarnason. Móðir Viglusar og kona Sigurðar: Guðrún f. 1653, Vigfúsdóttir lögréttumanns á Herjólfsstöðum I Álftaveri. Jóns- sonar prests í Kálfholti, Stefáns- sonar prests í Odda Gíslasonar biskups, Jónssonar. B. Þorvaldur Þorvaldsson f. 1775, bóndi á Brattavöllum á Árskógsströnd faðir Svanhildar, móðir Rósu Guðrúnu. móður Valdemars Snævarrs skólastjó’ra og sálmaskálds, föður Stefáns E. Snævarrs prests á Dalvík. Anno 1704. „Utsynningur með éljuni nýárs- dag. Vetur upp þaðan góður víðast uni land og frostlaus, svo fáir mundu slíkan. Vorið gott hvarvetna nieð gras- vexti í líkara lagi. Skipkvæmt að venju kringum landið. Sumar frá alþingi gott víðast um. land, með þurrviðrum og hægviðr- um, heyskap í betra lagi og góðri nýtingu, nema fyrir norðan Óxn- dalsheiði, þar heyjaðist lítt og nýtt- ist eigi betur. Haustið hvarvetna gott, þurrt og hægviðrasarnt. Hlaupveður frá vestri til suðurs með dimmu og vætu jólanótt, jóladag regn og vott sunnan og óstöðugt þaðan af til nýjársdags." - Vallaannáll. Anno 1705. „Vestanvindur hvass nýársdag. Vetur upp þaðan í meðallagi um allt land. 9. mars rak hafís fyrir norðan land, lá hann fyrir landinu allt fram um jónsmessu. Vorið hart og kalt hvarvetna með grasleysi og fiskleysi fyrir norður- landi." - Vallaannáll. „Komu skip á allar hafnir." - Mœlifellsannáll. 11. sept. dó Þorsteinn lllugason, prestur á Völlum í Svarfaðardal. lllugi faðir hans var ráðsmaður á Hólum í Hjaltadal d. 1637, sonur Jóns lögsagnara að l.augum í Reykjadal, Illugasonar prests að Múla, Guðmundssonar. Móðir Þorsteins og kona Illuga ráðsmanns var Halldóra (systir Þorláks biskups) Skúladóttir, d. 1612, Einarssonar á Eiríksstöðum. Móðir Halldóru. Steinunn laun- dóttir Guðbrands biskups á Hólurn, Þorlákssonar. Þorsteinn varð prestur á Völlltm 1658 og sat staðinn til 1698, f. 1617. Varð prófastur í Vaðlaþingi 1667- I6§8. Þorsteinn þótti skarpgáfaður lærdómsmaður, en harðbýll og lcgírugur. Hneigður til drykkju og þá grimmlyndur. Kona Þorsteins prests: Steinvör f. í'yrir 1703, Jóns- dóttir prófasts á Munkaþverá, f. unt 1584, d. 1682, Runólfssonar. Móðir Steinvarar: Sigríður d. 1623, Einarsdóttir bónda á Héðins- höfða Nikulássonar Klausturhald- ara, f. um 1520, Þorsteinssonar sýslumanns í Reykjahlíð d. 1555, Finnbogasonar lögmanns Jóns- sonar pests og Maríuskálds d. 1471, Rálssonar. Þorsteinn og Steinvör voru foreldrar Kristrúnar f. 1665, móður Bjargar á Reynistað f. 1685, móður Jóns, föður Nikulásar, föður Kristrúnar í Kollugerði, móður Símonar í Efstakoti, föður Hallfríðar, móður Kristínar í Sæ- bóli, móður Guðlaugs í Miðkoti, föður Dórotheu Sigrúnar, móður Guðlaugs Arasonar rithöfundar. Anno 1706. „Hörkufrost með þykkni nýárs- dag. Vetur upp þaðan til góu bæri- legur hvarvetna, en frá góu harður víðast með snjóum og jaðbönnum, og þrengdi mjög kvikfé hjá mörg- um, einkum fyrir norðan land. Aðfaranótt 8. jan. gerði ofsaveð- ur af vestri, er gerði mikinn skaða á húsum, heyjum og bátum, brotnuðu 27 bátar kringunt Eyjaljörð, þar af tveir í Ólafsfírði. Þá tók kirkjuna á Munkaþverá, allt að bitum og mið- hlut úr kirkjunni að Möðruvöllum í Eyjafirði. Vorið hvarvetna hart og kalt með norðan stormum og næðingum, snjó og illviðri með afhrófli kvik- fjár og bjargarskorti milli manna fyrir norðan land. Kom hafís þar að um sumarmál, en varð þó eigi löng- unt landfastur og hraktist þar fyrir lengi vorsins jafnt yftr til Jóns- messu, en með henni batnaði syðra og vestra, svo spretta tók, en fyrir norðan héldust samt harðindin, varð því þar grasvöxtur eynidar- legur, en syðra og í öðrum fjórð- ungum í meðallagi og betri sum- staðar." - VaUaannáU. Þá dóu Bjarni Þorsteinsson prest- ur að Vesturhópshólum og kona hans Filippía Þorláksdóttir. Þor- steinn faðir Bjarna prests var prestur að Vesturhópshólum 1641 til æviloka 1666. Sonur Ásmundar bónda á Grund í Eyjafirði, Þor- stcinssonar lögréttumanns á Grund d. 1596, Guðmundssonar bónda síðast að Felli í Kollafirði. Foreldrar Filippíu: Þorlákur að Stóru-Borg, Þórðarson og siðasta kona Þorláks, Sólveig, Björnsdóttir í Bólstaðarhlíð, Magnússonar, Björnssonar officialis á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar. Bjarni varð prestur að Vestur- hópshólum 1666 og var þar til dauðadags 1706, f. 1629. Hann var gáfumaður, kennimaður góður og söngmaður. Bjarni og Filippía voru foreldrar Páls prests á Upsum 1711 til ævi- loka 1731, f. um 1665. Páll prestur var gáfumaður, hagmæltur, búsæll og maður vinsæll. Kona Páls: Sigríður f. um 1682, d. 1754, Ásmundsdóttir, Halldórs- sonar prentara. Sigríður var hin mesta merkiskona og vel að sér um alla hluti. ,,Góð kona ogGuðrækin vitur og vinsæl, gjöful og gestrisin." Meðal barna Páls og Sigríðar: A. Bjarni Pálsson, fæddur að Upsum 1719, fyrsti landlæknir á íslandi. B. Filippía f. 1710, d. 1785, móðir Erlends Klausturhaldara að Munka- þverá 1783-1795, f. 1750. d. 1835. iáðir Filippíu á Upsum f. 1785, d. 1838, ntóðir Snjólaugará Krossum f. 1809, d. 1890, rnóðir Baldvins bónda á Böggvisstöðum f. 1837, d. 1919, faðir Lofts bónda, sama stað f. 1881, d. 1940, faðir Björgúlfs og systkina hans. Anno 1707. „Frost með heiði nýjársdag. Vetur upp þaðan góður hvar- vetna með hlákum, snjóleysum og hægðarfrostum, þó vindasamur með vætum og ógæftum til sjávar í fiskiverunt, varð því fiskiafli minni en ella mundi, þar fiskur var fyrir ávalt, er róið var. Vorið afltragðsgott hvarvetna með hitum og hægviðrum til fardaga, en frá þeim þurviðrum. Koni sjaldan skúr svo mikill að hrcinlcga vætti jörðina, spratt þó gras i nieira lagi alstaðar. Sumarið upp þaðan afbragðsgott alstaðar til veðráttu, heyskapar og nýtingar. Fiskiföng bjargleg víða kringum landið og svo fyrir norðan þá gaf. Þá gekk yfir allt ísland geysileg bólusótt, með miklum manndauða. Ekki hafði bólan minna um sig fyrir norðan, færðist hún ofan eftir Oxnadal og Hörgárdal og á Galmar- strönd. Óx eftir það sóttin á Möðru- völlum og manndauðinn þar í nánd. Bólan gekk nú ákaft í FJjótum og Svarfaðardal og magnaðist í Eyja- firði og á Svalbarðsströnd og í Höfðahverfi. Haustið allt ágætt, gott hvar- vetna með hitum og hlýviðrum, svo trautt mundu menn slíkan. Vetur til jóla góður." - Valla- annáll. Þá dó í Höfðahverfi, Þórarinn Vigfússon. Vigfús faðir hans var bóndi í Hóli í kinn, f. nálægt 1620- 30. Sagður vitur maður og vel menntaður. Sonur Friðriks undir- kaupnianns á Húsavík, er var maður danskur að ætt. Þórarinn var klausturhaldari á Möðruvöllum 1683-94. Bjó íGreni- vík 1703, f. um 1657. Kona hans var Ingibjörg f. um 1664, Markúsdóttir pr. að Laufási, f. um 1631, d. 1682, Geirssonar pr. að Helgastöðum 1640 og hélt til dauðadags 1660, Markússonar bónda að Felli í Kinn. Páll Kristjánsson. Þórarinn og Ingibjörg voru for- eldrar Guðrúnar í Grcnivík f. 1693, ntóður Þórarins sýslumanns á Grund í Eyjalirði, f. l7l9(Þaðaner Thorarcnsenætt), faðir Friðriks pr. á Brciðabólstað f. 1763, faðir Bjarna stúdents í Bæ í Hrútafirði f. 1791, faðir Jóns pr. á Tjörn f. 1817, laðir Hólmfríðar á Upsunt f. 1851, rnóðir Jóns á Sauðanesi d. 1964, faðir Jóhannesar skipstjóra á Dal- vík. Anno 1708. „Frost með heið og liægviðri nýársdag. Vetur upp þaðan mis- lægur unt landið, góður syðra og vestra, en Itarður víðar fyrir norðan land og norðaustan með snjóum kuldum og jarðbönnum, svo ekki batnaði fyrr en að liðnum sumar- málum." - Vallaannáll. Þá er getið á Alþingi, Skafta Jósepssonar lrm. úr Hegranesþingi. Hann varsonur síra Jóseps á Olafs- völlum, Loltssonar pr. á Setbergi, Skaftasonar prests s.st., Lol’tssonar pr. á Húsalclli, Þorkelssonar Vellíngs, Björgólfssonar pr. og ráðsmanns á Reynistaðarklaustri, 1394-1408. Móðir Skafta og kona Jóseps: Sigriður ísleifsdóttir b. í Saurbæ á Kjalarnesi, Eyjólfssonar. Móðir síra Jóseps: Kristín, laundóttir Odds biskups Einarssonar. Skafti Jósepsson var f. um 1650, d. 25. ág. 1722. Skafti lærði í Skál- holtsskóla, lenti í galdramáli, hvarf þá lrá námi og gerðist lögsagnari í Hegranesþíngi 1689 og lengi síðan, en lögréttum, þar 1691. Bjó á Bjarnastöðum í Unadal, Ytri-Brekk- um, síðast á Þorleiksstöðum í Blönduhlíð. Vel gelinn maður, mikilmenni og mikilsvirtur. Kona Skafta var, Guðrún, f. um 1657, d. 1720, dóttir Steingríms bónda á Hofi í Skagaljarðardölum, Guðmundssonar. Skafti og Guðrún kona hans voru foreldrar. Þorleifs pr. að Múla 1724 og hélt til æviloka 1748, laðir Ara pr. á Tjörn í Svarfaðardal 1754 og þar var Itann til dauðadags 1769, læddur um 1711. Ari var mikil- ntenni, harðger og hraustur, sem hann átti kyn til, raddmaður mikill, skýr og minnugur. Tvíkvæntur. Fyrri kona: Helga, f. nál. 1716, d. 1756, dóttir Þórðar hreppstjóra á Ystafelli í Kinn, Magnússonar og miðkonu' hans, Guðrúnar Hjaltad. b. á Gilsá og Naustum, f. 1650, Björnssonar b. á ’l eigi í Fljótshlíð, Pálssonar b. á Heylæk, Magnús- sonar lögrnt. á Teygi, f. um 1530- 1540, Hjaltasonar (Barna-Hjalta) bónda á Stóru-Borg, Magnússonar. Kona Hjalta (Barna-H.) og móðir Magnúsar: Anna, Vigfúsdóttir hirð- stjóra, Erlendssonar (Anna á Stóru- Borg, og Hjalti, sögufrægar persón- ur). Meðal barna Ara pr. á ’l'jörn og fyrri konu hans Helgu var: Jón, f. 1744, b. á Hánefsstöðum, faðir Guðrúnar eldri, í Hofsárkoti, f. 1765, ntóðir Helgu, f. 1794, seinni konu Jóns Jónssonar b. á Uppsöl- um 1816 til æviloka 1833. Fyrri kona Jóns Jónssonar á Uppsölum var Ingibjörg Bjarnadóttir á Klængs- hóli. Frá þeint eru komnir: Sigurður Marinó, skólastjóri og b. í Brautar- hóli og þeir bræður, Jón Helgi, kennari og b. á Þverá og Jón Jónsson fyrrum skólastjóri og b. á Böggvisstöðum. Jón Jónsson á Uppsölum og seinni kona hans Helga, voru foreldrar Páls hreppstjóra í Syðra- Holti (Páll er langafi minn, er þetta ritar), f. 1826, faðir Sigfúsar b. s. st., f. 1856, faðir Guðrúnar Pálínu, f. 1881, móðir Jakobs, d. 1970, faðir þeirra bræðra og útgerðarmanna, Frh. á bls. 25.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.