Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 5

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 5
3. Þegar fundarmenn höföu rétt úr sér eftir erfiöa fundarsetu var sklpt liöi og stofnaö til fótboltakeppni sem lengi hefur verið fastur liöur í sumarráðstefnum félagsins. Elns og félagsmönnum er kunnugt er að finna meðal þelrra mikla knattspyrnukappa sem hafa getið sér freegðar utan vallar, og Innan. Hafa KR.-lngar sett mikinn svip á keppni þessa.og svo var einnig nú. Verður að viðurkenna að sumum hefur þótt þelrra hlutur nokkuð stór og er þá haft í huga að áhorfendur hafa jafnan verið í meiri hluta af veikara kyninu og er ekki laust við að KR.-ingar hafl ofmetnast nokkuð af þessu. Þar sem sundlaug er þarna til staðar þótti nokkrum gefið taeklfæri til að sýna getu sína í sundi og Jafna þannig metln svo um munaðl. Voru daanl þess að menn gæfu sér ekki tíma til þess að búa þannig um hnútanna er þelr klæddust sundfötum sínum að hnútar þeir vildu losna, meö þelm afleiðingum sem þátt- takendum eru kunnar. Um kvöldið hófst dansleikur sem stjórnað var af þekktum listamönnum á sviði leikja og tóna. Stóð skemmtan þessi nokkuö lengi, enda erfltt að skynja mun dags og nætur á þessum tíma árs. Þeir sem ekki höfðu sundföt meðferðis notuðu sér sundlaugina að morgni, meöan næturhrafnar sváfu úr sér harð- sperrur, höfuðs og handa. Fyrlr hádegi skoðuðu konur (og menn) byggöasafnið að Skógum, undir frábærri leiðsögn safnvarðar Þórðar Tómassonar. Eftir hádegi fóru þátttakendur að búast til heimferðar og veit ég ekki annað en allra álit hafi verið það að ráöstefna þessi og allt sem henni fylgdi hafl vel tekizt. G.R.M. ►

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.