Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 19
17.
Dómur í hæstaréttl varðandl tapsfrádrátt
v. 20# fyrnlnga, vlð álagnlngu útsvars.
Kr 1970, þriðjudaginn 16. júní, var í Hæstarétti í
málinu nr. 101/1970:
Gjaldheimtan í Reykjavík
gegn
Fylki h.f.,
og gagnsök
uppkveðinn svohljóðandi
dómur:
Aðaláfrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar
með stefnu 15. maí 1970. Krefst hann sýknu af öllum kröfum
gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu með stefnu 21. maí 1970 og
gerði sömu kröfur og fyrir héraösdómi, þ.e. að aðaláfrýjandi
yrði dæmdur tll að greiða honum kr. 307.761.00 ásamt vöxtum.
í greinargerð fyrir Hæstarétti hefur gagnáfrýjandi hreytt
kröfum sínum á þá leið, að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að
greiða honum kr. 103.822.00 með 7% ársvöxtum frá 24. ágúst
1967 til greiðsludags auk málskostnaðar fyrir héraðsdómi og
Hæstarétti. Segir svo í greinargerðinni:
nKrafa þessi sundurliðast þannig, að krafist er endur-
greiðslu á öllu tekjuútsvari umbjóðanda míns álögöu 1965,
eins og það var endanlega ákveðið, kr. 6O.863.OO og kr.
42.959.00 af tekjuútsvarl umbjóðanda míns, álögðu 1967. SÚ
upphæð finnst þannig: