Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 9

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 9
komi fram hugmyndir lö'ggjafans um starf endurskoöenda almennt, enda þótt um sérstaka tegund endurskoöunar sé að raeða og höfð sé í huga ábyrgö þeirra gagnvart félagsmönnum, sem persónulega hafi yfirleitt engin afskipti af rekstri eða a.m.k. mjög lítinn. Mer þykir þv£ rétt að benda á þessi ákvæði hér, þar sem ég tel að þau gefi nokkra hugmynd um það sviö, sem hér um ræðir. Elns og áður er getið eru löggiltir endurskoðendur opin- berir sýslunarmenn og brot þeirra í starfi, mundi vera tallð brot í opinberu starfi í skilningi refsilaga og þau varða við ákvæði 14. kafla hegningarlaganna nr. 19 frá 1940. Ég vil benda á, að algengustu dæmin myndu verá, ef löggiltur endur- skoðandi bryti þagnarskyldu sína, notaði serstöðu sína og þá þekkingu, sem hann hefði fengiö, sér eða öðrum til ólögmæts ávinnings, gerði eitthvað er hallaði rétti einstakra manna eða hins opinbera, eða hann gerist sekur um vanrækslu eða hirðuleysi í starfi. Ég vil sérstaklega á það benda, að refsingar fyrir brot í opinberu starfi eru þyngri en hliðstæð brot í einka- störfum. Taka vil ég fram, mönnum til hugarhægðar, að því fer ég svo lauslega í þetta atriðl, að mér er eigi kunnugt um að löggiltur endurskoðandi hafi nokkurn tíma verið ákærður fyrir brot í starfi að þessu leyti. Þess ber að gæta, að löggiltur endurskoðandi getur vitan- lega verlð ákærður og dæmdur fyrir aðrar tegundir brota, er snerta starfa hans, svo sem bókhaldssvik, eða þátttöku í þeim, eða Jafnvel fjársvik í sambandi við þau. Benda má á dóm Hæstaréttar frá 29. marz 1933. Malsatvik voru í fáum orðum þau, að A, sem hafði mikinn rekstur með höndum, hafði fært ákveðna fastelgn, er talin var sérelgn konu i. hans, á efnahagsreikning sinn, er ætlaður var til nota fyrir banka einn. Endurskoðandinn B hafði fært reikninga þessa. í héraði var endurskoðandanum dsant áfall, þar sem hann hefði samið relkninginn og relkningurinn hefðl verlð til þess fallinn að blekkja menn í viðskiptum, var það tallð varða við ákvæðl 264. gr. sfr. 48. gr. hegningarlaganna frá 1869 þ.e.a.s. að hér værl um hlutdeild í bókhaldssvikum að ræöa. Hæstiréttur sýknaði bæði A og endurskoðandann B, þar sem sannaö var í mállnu, að

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.