Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 6

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 6
4. Erlndl Benedlkts SiKur.íónssonar hrl. á ráðstefnu Pélags löggiltra endurskoðenda í Bifröst 7. - 9. ág. 1964. í lögum vorum eru fá ákvæði um endurskoðendur. Með lögum nr. 9 frá 15. júní 1926 voru sett ákvæði um löggilta endurskoð- endur. Með lögum þessum var atvinnumálaráðuneytinu helmilað að löggilda endurkoðendur, er fullnægöu ákveðnum skilyrðum, m.a. að hafa náð lögaldri, vera f.jár síns ráðandi, hafa óflekkað mannorð og sanna fyrir ráðuneytinu, að þeir hefðu nægilega þekkingu til þessara starfa. Ekki máttu þeir reka atvinnu, sem talin yrði ósamræmanleg endurskoðunarstarfinu. Hér virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir því, að menn hafi endurskoðun sem einustu atvinnu. Um réttindi manna þessara, segir í 4. grein, að láti opinherir sjóðir, félög eða einstakir menn löggilta endurskoöendur endur- skoða reikninga sína, skuli sú endurskoðun jafngilda skoðun dómkvaddra manna. Þá segir í 5* grein, að vilji dómstólar hafa röksamlega endurskoðun á reikningum eða rekstri fyrirtækja eða á þrotabúum, þá skuldi að Jafnaði til þeirrar skoðunar hafa lög- gilta endurskoðendur, ef til næst. Lögð er þagnarskylda á endur- skoðendur og tekið fram, að þeir séu oplnberir sýslunarmenn. Samkvæmt lögum þessum var sett reglugerð nr. 18/1929, um próf löggiltra endurskoðenda o.fl.. Fjallar II. kafli þeirrar reglugerðar um verksvið endurskoðenda. í 9. gr. reglugerðarinnar segir, að löggiltur endurskoðandi hafi heimild til að framkvaana starf sitt hvar sem er á landinu. Hann skull byggja álit sltt á nákvæmri rannsókn og athugun á öllum þeim gögnum, sem fyrir hendi séu, enda eigi hann heimtlngu á að fá afhentar allar bækur og skjöl, er snerta starf það, sem framkvæma á, svo og allar upp- lýsingar frá viðkomandi mönnum, er hann telur sér nauðsynlegar í þessu sambandi. Þá er tekið fram, að löggiltur endurskoðandi geti ekki með sömu verkunum og endranær, framkvaamt endurksoðun hjá stofnunum, einstaklingum og félögum, þar sem skyldleiki hans eða persónulegur hagnaður geti haft áhrif á álit hans og úrskurð. Skeri atvinnumálaráðuneytiö úr, ef ágreiningur verður um þetta atriði. í 11. grein er tekið fram, að ef deilur verði um gjald fyrir störf löggilts endurskoðanda, skeri atvinnumálaráðuneytið úr, ef aðilar óski þess, enda verðl þá slíkt mál eigi borið

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.