Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 10

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 10
einungis einn aðili hafði fenglö reiknlnga þessa, en sá vissi um að fasteignin var talin séreign konu A. Hins vegar kamur fram í dóminum, að talið er, að hér hafl verið rangt að farið. Þá vil ég benda á dóm Hæstaréttar frá 19. des. 1932. Þar var endurskoðandi fyrirtækis, sem orðið var gjaldþrota, ákærður fyrir þátttöku í óheimilli elgnayfirfaerslu, eftir að gjaldþrotið áttl elgi fyrlr skuldum. Endurskoðandinn var hlns vegar sýknaður, þar sem ekkl kom fram að hann hefði neltt gert annað, en að semja efnahagsrelkninga, en látið eignayfirfærsluna afskiftalausa. íóur en ég skil við þennan þátt, þá langar mig til að benda á ákv. 5. málsgr. 13. gr. laga nr. 43/1964 um breytingu á lögum nr. 70/1962 um tekju og elgnarskatt, en þar segir,: "Hver sá, sem í atvlnnuskynl aÖ3toðar við ranga eða villandi skýrslu til skattyfir- valda skal sekur um allt að helming fyrir þær fjárhæðir, sem hann undanskilur með hinni röngu eða villandi skýrslu. Ríkisskattstjóri ákveður sektina nema hann eða hinn seki óski að málinu sé vísað til dómstólanna." Þetta ákvæði er alveg nýtt og hefur aldrei á það reynt, en með hllðsjón af því, að löggiltir endurskoðendur hljóta að aðstoða menn mjög við skýrslugjafir til skattyfirvalda, þá þótti mér rétt að benda sérstaklega á þetta ákvæði. Ég vll á það benda, að vitan- lega mundi það oft vera þannig, að sá, sem aðstoðar við rangar og villandi skýrslugerðir til yfirvalda væri með því sekur í hlutdeild í refsiverðum verknaði og gæti orðið dæmd refsing samkv. ákv. hegningarlaganna, enda væri þetta gert i blekklngarskyni. Ég hefi nokkra ástæðu til að ætla, að hlð nýja ákvæði skattalaganna verði skilið rýmra en hegningarlagaákvæðin, enda er hér heimilt að af- grelða brotið samkv. yfirvaldsákvörðun og refslngin eða sektin miðast vlð þau verðmætl, sem undan skyldi draga með hinni röngu eða vlllandl skýrslugerð eins og í greininni segir, þ.e.a.s. þetta kemur einungis til í því tilfelli að verið sé að draga fé undan réttmætri skattlagningu. Þar sem þessu ákv. hefur aldrei verið beitt enn, er nokkuð erfitt að segja um hvernlg framkvæmd munl veröa. Hér að framan hefur aðallega verið höfð í huga refsiábyrgó endurskðanda, en vitanlega geta þeir með vangæzlu í störfum sínum fellt á slg fébótaábyrgð. Orðið skaðabótaskyldir gagnvart þeim, er treyst höfðu verkum þelrra, sem reyndust gölluð og orsökuðu tjón. Fébótaábyrgð endurskoðenda myndi byggjast á saknæmlsreglunni (culpa) Fébótaábyrgðin kæmi því aðeins tll, að endurskoðandinn hefði við starf sitt hagað sér á ólögmætan, saknæman hátt, sem valdið hefði tjáni. Hann verður að hafa brotið gegn því, sem krefJast verður $

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.