Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 16

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1970, Blaðsíða 16
14. Præðslurá63tefna Evrópusambands Lögglltra Endurskoðenda f London 1971. Félagi Löggiltra Endurskoöenda hefur borizt bréf frá Evrápusambandi Löggiltra Endurskoðenda um að ákveðið hafi verið að halda fræðsluráðstefnu á þess vegum í London dagana 4. - 8. október 1971. Præðsluefnl ráðstefnunnar hefur yfirskriftina nÞróun endur- skoðunarstarfsins á áttunda áratug þessarar aldar" Efninu er skipt í eftirfarandi flokka: 1. Þráun starfsins síðustu árin. 1.) Nám, þjálfun, slðareglur og hlutleysi. 2.) Frjálsræði til að leysa af hendi störf innan landa, sem eru meðlimir sambandsins. 2. Endurskoðun á áttunda áratug aldarlnnar. 1.) Nutíma tækni. 2.) Rafreiknar. 3. Raðgefandi þjónusta fyrir stjórnendur fyrirtækja og önnur þjónusta fyrir umbjóðendur. Gert er ráð fyrlr að haldnir verði hópfundir og síðan sam- eiginlegar umræður um niðurstöður hópfunda. Þátttakendum verður raðað í hópa eftir því hvaða tungumál þeir kjósa sér ( þ.e. enska, þýzka eða franska). Auk fundanna verður opinber móttaka gesta að kvöldi mánu- dagsins 4. október, sameiginlegur kvöldverður þriðjudaginn 5. október og dansleikur fimmtudaginn 7. október. Mögulegt verður fyrir þátttakendur að vera við óperusýningar, balletsýningar, leiksýningar og hljómleika, að kvöldi þriðjudagsins 5. okt. og miðvikudagsins 6. okt. Þátttökugjald verður að öllum líkindum um £4o - £45 fyrir hvern þátttakanda og £25 - £?o fyrir konur þelrra. Innifalið í þátttökugjaldinu er kostnaður við fundarhöldin (þar með taldir vinnupappírar, sem sendir verða þátttakendum fyrir ráðstefnuna), opinbera móttökuathöfnin og kvöldverðurlnn 5. okt. og sérstök dagskrá fyrir konur þátttakenda. Þátttökugjöld fyrir dansleikinn að meðtöldum kvöldverðl verður um £8 fyrir hvern einstakling.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.