Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 7

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 7
5 Pyrsta námskeiðið hófst 1. sept. 1947 og var tveggja vetra námskeið. Eftir lok heimsstyrjaldarinnar var haldinn fyrsti fund- ur í Norræna endurskoðendasambandinu 21. sept. 1946, og var samstarfið þar tekið upp að nýju við Norður- löndin. Á árunum 1947 til 1952 var af og til unnið nokkuð að því, að semja ný lög og reglugerð um löggilta endurskoð- endur, en það var ekki fyrr en í árslok 1953, að lögin fengu samþykki á þingi. Á aðalfundi 1955 voru samþ. ný lög fyrir félagið. Enn- fremur var á þeim fundi samþ. tillaga um að kjósa nefnd til að athuga tryggingamál endurskoðenda. Á félagsfundi 29. nóv. 1956 var síðan samþ. að stofna Tryggingarsjóð löggiltra endurskoðenda, eftir að nefndin hafði unnið að málinu í rúmlega ár. Reglur um samskipti félagsmanna voru samþykktar á aðalfundi félagsins árið 1958, eftir að nefnd hafði unnið að samningu þeirra um nokkurt skeið. Árið 1960, er félagið var 25 ára var boðað til fagnaðar í Reykjavík og tveim gestum boðið frá hverju hinna Norð- urlandanna ásamt frúm þeirra. Fundi norræna endur- skoðendasambandsins var þá ákveðinn fundarstaður hér í Reykjavík í fyrsta sinn. Árið 1961 bar fyrst á góma, að reyna að vinna að því, að félagið eignaðist sitt eigið húsnæði. Það var þó ekki fyrr en árið 1966 að mál þetta var endurvakið og seinni hluta ársins 1966 höfðu liðlega 40 félagsmanna lagt fram rúml. kr. 600.000.00 til kaupa á húsnæði. Kaupin voru gerð árið 1967 á hluta af húseigninni Hverfisgötu 106A, og var fyrsti fundur félagsins í hinu nýja félagsheimili haldinn 19. sept. 1967. Nokkur vinna fór í að innrétta heimilið og nam heildarkostnaður þess ásamt innbúi kr. 1.541.127.24. Hér hefur aðeins verið stiklað á því helzta, sem skeð

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.