Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 12

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 12
10 unar sé að skapa eða eiga þátt í að skapa traust í viðskipt- um manna og fyrirtækja í milli, að því leyti, sem það er auðið, með því að sannreyna og votta um réttmæti árs- reikninga og annarra skýrslna um fjárreiður fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Öll viðskipti manna í milli byggjast að meira eða minna leyti á trausti. 1 hinum einföldustu viðskiptum þurfa aðil- arnir engar utanaðkomandi upplýsingar til að þeir geti borið traust hvor til annars, svo sem í staðgreiðsluvið- skiptum, þar sem þeir geta sjálfir, hver fyrir sig sann- reynt tegund og gæði vörunnar og gildi gjaldmiðilsins. En strax og kemur til lánsviðskipta, þarf lánstraust að vera fyrir hendi, svo að þau geti átt sér stað. 1 þróuðum þióð- félögum nútímans verða viðskipti í víðtækustu merkingu sífellt flóknari og umfangsmeiri með hveriu árinu, sem líður. Þeim, sem eiga aðild að þeim á einn eða annan hátt, er þess enginn kostur að sannreyna siálfir ofan í kiölinn, hverju þeir mega treysta og hveriu ekki. Menn leggia fram fé til atvinnufyrirtækja og fela bönkum það til varðveizlu, bankar og einstaklingar lána öðrum einstaklingum og at- vinnufyrirtækjum stórfé. Eigendur eða stjórnendur fyrir- tækja fela launuðum starfsmönnum — framkvæmdastiór- um — allan rekstur og fiárgæzlu þeirra. Þeir fela aftur undirmönnum sínum ráðstöfun og gæzlu fjárins að hluta. Þeim tilvikum fjölgar sífellt, sem vörzlumenn fjármuna eru aðrir en eigendur þeirra. Fyrirtæki og hlutir í fyrir- tækjum ganga kaunum og sölum, þeim er skipt eða slitið. Hið opinbera byggir margar ráðstafanir sínar á hag og afkomu borgaranna. Þeir, sem ábyrgð bera á ráðstöfun fiárins hverju sinni, gera reikningsskil og standa skil á öðrum upplýsingum um fjárreiðurnar, sbr. 4. gr. laga um bókhald nr. 51 frá 1968. En aðrir aðilar, sem fjárreiðurnar varða, svo sem eigendur, lánveitendur, opinberir aðiiar, kaupendur o. s. frv. þurfa að geta treyst því, að reikningsskil og aðrar

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.