Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 21

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 21
19 a) Að framkvæma gagnrýna endurskoðun á bókhalds- kerfi, reikningsskilum (reikningsfærslu) og sjálfs- eftirliti (intern kontrol). b) Að framkvæma þær prófanir (test) og gera þær fyrirspurnir, sem endurskoðandinn telur nauðsyn- legar, til að geta myndað sér skoðun um áreiðanleik reikningshaldsins sem grundvöll fyrir gerð ársreikn- inga. c) Að bera rekstrar- og efnahagsreikning saman við þær bækur og skýrslur, sem þeir eru reistir á, til að sannreyna, hvort þeir eru í samræmi við þær. d) Að framkvæma gagnrýna endurskoðun á rekstrar- og efnahagsreikningi til að unnt sé að gefa skýrslu til félagsmanna um, hvort reikningarnir séu sam- kvæmt skoðun endurskoðandans samdir og lagðir fram á þann hátt, að þeir sýni ekki aðeins sanna, heldur rétta mynd, og gefi á fyrirskipaðan hátt þær upplýsingar, sem krafizt er í lögunum. Endurskoðendur ættu að stefna að því að tak- marka könnun á einstökum atriðum (fylgiskjölum) svo sem kunnugt er, með hliðsjón af sjálfseftirlit- inu og ástandi bókhaldsins og bókhaldsgagna. Ef fyrirspurnir þeirra og kannanir sannfæra þá um, að kerfið sé skynsamlega byggt upp og sé raun- verulega framkvæmt í praxis, þá er engum skyn- samlegum tilgangi þjónað með því að framkvæma víðtæka könnun einstakra atriða (fylgiskjalaendur- skoðun). Ef kerfið er hins vegar ekki skynsamlega uppbyggt eða ófullnægjandi, eða framkvæmd þess er ófullnægjandi, verða endurskoðendurnir fyrst að komast að niðurstöðu um, hverjir og hvers eðlis ágallarnir eru, áður en þeir ákveða hverjar og hversu víðtækar kannanir einstakra atriða þeir ættu að fram- kvæma. Endurskoðendur ættu því í fyrsta áfanga að beina athygli sinni að kerfi sjálfseftirlitsins.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.