Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 18

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 18
16 sviðum, en ekki nægilega mótuð á öðrum sviðum, og ég tel, að hún sé í mörgum tilvikum ekki fullnægjandi til að þjóna nefndu markmiði, eins og viðskiptalífi og samfélags- háttum okkar er háttað í dag. Ég á hér við hina venjulegu fylgiskjalaendurskoðun, eftirtalningar, samanburð milli bóka, afstemningar viðskiptamanna, banka o. s. frv. hjá fyrirtækjum með meira og minna ófullkomið bókhald og lítið eða ekkert sjálfseftirlit. Venju þessa þekkja allir og því óþarft að lýsa henni hér. Ég tel hana of íhaldssama að því leyti, hve mikið hún er bundin við og byggir á sam- anburði fylgiskjala við bækur. En aftur á móti ekki nægi- lega fastmótaða um það, sem gert er til að sannreyna árs- reikninga að öðru leyti en því, að þeim beri saman við bækur viðkomandi aðila. Þessari framkvæmd fylgir oftast samning ársreikninga. Þau störf myndu meira að segja ekki falla undir hugtakið endurskoðun eins og það er túlkað og skilið af ýmsum er- lendum mönnum, sem um efnið hafa ritað. Ég vil taka það fram, að ég er alls ekki að gera lítið úr þessari endur- skoðunarvenju, né heldur hafa á móti því, að endurskoð- endur semji ársreikninga. Mörg fyrirtæki hér á landi eru svo lítil, að erfitt er að koma við nema litlu sjálfseftirliti eða engu. Fylgiskjalaendurskoðunin getur í mörgum til- fellum verið bæði eina framkvæmanlega aðferðin og stund- um fullnægjandi. En hins vegar er hún það oft ekki, sér- staklega þegar stærri fyrirtæki eiga í hlut. Hún myndi í mörgum tilfellum verða of kostnaðarsöm miðað við þann árangur, sem af henni má vænta. Það atriði, sem ber einn- ig að taka tillit til. Mér er kunnugt um, að sumir lögg. endurskoðendur hér hafa takmarkað fylgiskjalaendurskoðun, og tekið upp að einhverju leyti nýrri aðferðir eftir erlendum fyrirmynd- um. En ég held, að ég fari rétt með, að þær breytingar séu ekki það útbreiddar eða almennar, að hægt sé að tala um mótaða eða samræmda venju í þessum efnum. Væri

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.