Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 6

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 6
bannað. Til að markaðurinn skili sínu, þurfa reglur um hinar margvíslegu stofnanir að vera skýrar og þannig úr garði gerðar að réttindi og ábyrgð fari saman. Ur þeim efniviði er viðskiptasiðferði mótað. Oft er á það bent, að sömu einstaklingar eiga oft hlut að margendurteknum gjaldþrotum mismunandi hlutafélaga. Endurtekin gjaldþrot hlutafélaga í eigu eða umsjá sömu einstaklinga leiðir hugann að því, hvemig unnt sé við slíkar aðstæður stofna til nýrra skulda við lánastofnanir og viðskiptamenn í nafni nýrra félaga. Einhvers staðar skorti á ábyrgð, - ein- hvers staðar sé viðskiptasiðferði ekki sem skyldi. Ábyrgð lánastofnana Bankar og aðrar lánastofnanir hafa ríkari ábyrgð en flestir aðrir að því er varðar markaðslegt eftirlit með viðskiptavinum. Þeir hafa betri aðstöðu en flestir til að fylgjast með áætlunum, uppgjörum og niðurstöðum í rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir hafa viðskipti við. Augljóst er, að almennir viðskipta- menn taka mið af afstöðu bankanna, því þeir hafa almennt ekki möguleika á að skoða rekstur skuldu- nautanna svo út í hörgul. Það vekur því spurningar um ábyrgð stjómenda banka, þegar lánað er til fyrir- tækja, sem ekki fullnægja grundvallarskilyrðum um skipulag rekstrar, áætlanir og eftirlit. Spurningin verður einkar knýjandi þegar fyrirgreiðsla banka verður til þess að koma í gang eða viðhalda óheil- brigðri samkeppni við starfandi fyrirtæki. Fjárhags- legar afleiðingar þessa geta verið skelfilegar og raunar spurning, hvort ekki hefði þurft að láta reyna á bótaábyrgð fjármálastofnana í slíkum tilvikum. Þá hefur færst í vöxt, að bankar og fjármálastofn- anir taki yfir rekstur fyrirtækja, sem verið hafa þar í viðskiptum og komist í þrot. Þannig reka bankar og sjóðir nú tleiri hótel, skipafélag, steypustöð, versl- unarmiðstöð og a.m.k. ein skipasmíðastöð mun væntanleg í safnið. Þá er ótalinn verulegur hluti í fjölda fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi og verktaka- starfsemi. Þetta gerist þrátt fyrir ákvæði bankalaga, sem takmarka mjög heimildir bankanna til að stunda óskyldan atvinnurekstur og binda það við ráðstafanir til að firra tjóni. Augljóst er, að hættan á misneytingu og mismun- un fer vaxandi eftir því, sem þessi þáttur í starfsemi bankanna verður viðameiri. Það hlýtur t.d. að orka mjög tvímælis, þegar skuldum eins fyrirtækis er breytt í hlutafé eða afskrifaðar meðan gengið er að öðrum fyrirtækjum og skuldir innheimtar með öll- um tiltækum ráðum. Þá kemur líka til sú sérkenni- lega aðstaða að bankarnir heyja harða samkeppni við viðskiptavini sína með því að reka áfram fyrir- tæki, sem þeir hafa tekið yfir. Þessi staða verður a.m.k. sérstök frá sjónarmiði fyrirtækja sem afhent hafa fjármálastofnun viðskiptaáætlanir en þurfa síð- an að þola harða samkeppni frá hendi dótturfyrir- tækja sömu stofnunar. Sú aðstaða er í besta falli um- deilanleg, - í versta falli löglaus. Þá er eins gott að Kínamúrarnir milli einstakra deilda í viðkomandi stofnun séu traustir, því viðlíka áðstæður bjóða ann- ars hættunni heim. Þannig er ugglaust freistandi að beina því til viðskiptamanna að versla fremur við dótturfyrirtækin en viðskiptavinina, og það þótt ekki sé gengið svo langt að gera slfkt að skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu. Orðrómur um slík tilvik vísar vafalaust til einsdæma. Það er þannig margt að varast þegar gengið er á ystu brún þess, sem lög og viðteknar leikreglur leyfa. Vandi bankanna er tvímælalaust mikill við að greina milli eðlilegrar viðleitni til að takmarka tjón sitt og réttmætra hagsmuna viðskiptavina af því, að bankinn velji aðra leið. Ráðstöfun á eignum þrota- búa, sem lánastofnanir sitja uppi með eru dæmi af þeim meið. Það kunna að vera skýrir skammtíma- hagsmunir banka að selja aftur eignir fyrirtækis sem komist hefur í þrot og það þótt söluverð sé lágt. Þótt gjaldþrotið kunni að vera afleiðing harðrar sam- keppni á ofsetnum markaði, þar sem öll fyrirtækin hafi lapið dauðan úr skel, þá kann bankinn samt að sjá hagsmuni sína í því, að sömu aðilar hefji sama rekstur á ný. Þeir koma þá endurnærðir, lausir und- an skuldunum og tilbúnir slaginn á ný oft með sér- stökum stuðningi hlutaðeigandi sveitarfélags. Og þá mega nú samkeppnisaðilamir vara sig. Það eru eng- ar reglur sem banna þetta, en mörgum finnst þessu lík atburðarás a.m.k. á mörkum þess sem getur talist siðlegt í viðskiptum. Ábyrgð stjórnvalda Það er löggjafarvalds og stjómvalda að sjá at- vinnulífinu fyrir reglum og stofnunum, sem stuðla að öryggi í viðskiptum og verja minnihluta gegn of- ríki. Mikilvægust eru lög um félagaform og þar skipta hlutafélagalögin mestu máli. Ábyrgð eigenda takmarkast almennt við hlutaféð, þannig að vemd viðskiptamanna af skakkaföllum felst í margvísleg- um reglum sem þessi félög lúta. Hins vegar sýnist margt benda til þess, að þetta regluverk sé ekki lengur ásættanleg trygging fyrir þolanlegu öryggi í viðskiptum. Upplýsingar eru lykilorð fyrir öryggi í viðskipt- um. Þar er í fyrsta lagi vísað til þess, hvaða mögu- leika kröfuhafar og kaupanautar eiga á að kynna sér fjárhagsstöðu fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð. I upphafi ræðst fjárhagsstaða fyrirtækis af hlutafé 6

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.