Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 28

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 28
ugar. Þá er nauðsynlegt að vanda mjög alla gerð þeirra gagna sem leggja ber fyrir kröfuhafafund og að leitað sé aðstoðar aðila sem njóta trausts. 3.2. Nauðasamningur. I umfjöllun um nauðasamningstilraunir verður eingöngu fjallað um þau tilvik þegar heimildar þar um er leitað beint, en ekki um nauðasamningstil- raunir þegar úrskurður um gjaldþrotaskipti hefur þegar verið uppkveðinn. Slíkt er hins vegar mögu- legt og gilda að verulegu leyti sömu reglur þar um. Nauðasamningur felur í sér samning um greiðslu skulda eða eftirgjöf af skuldum, sem kemst á milli skuldarans og áskilins meirihluta lánardrottna hans og hlýtur síðan staðfestingu fyrir dómi, sbr. 27. gr. 1. 21/1991. Þannig getur nauðasamningur falið í sér fullar efndir á skuldbindingum skuldarans með breyttum greiðslukjörum, en oftar en ekki felur hann í sér niðurfellingu á hluta krafnanna. Skilyrði þess að dómari veiti heimild til nauða- samningstilrauna eru þau að skuldarinn leggi fram um það skriflega beiðni. 1 beiðninni eða greinaðgerð með henni skal m.a. gerð grein fyrir ástæðum þess að hann leitar heimildarinnar, hvað hafi valdið skuldastöðu hans, á hvaða forsendunt frumvarp að nauðasamningi er reist og skýringar með frumvarp- inu. Þá skal einnig fylgja nákvæm talning eigna hans og áætlað verðmæti hverrar þeirrar, nákvæm talning skulda hans ásamt fjárhæð hverrar þeirra á þeim tíma sem beiðnin er gerð. Frumvarp að nauða- samningi þarf að leggja fram, síðasta skattframtal, ársreikninga og nýrri uppgjörsreikninga, séu þeir til, auk álitsgerðar löggilts endurskoðanda um það hvort bókhald skuldarans sé í lögboðnu horfi og hvort reikningar hans gefí raunhæfa mynd af efna- hag hans. Þá þarf einnig að gera grein fyrir því hvort einhverjar ráðstafanir hafi átt sér stað sem verða riftanlegar ef nauðasamningur kemst á, en riftunarreglur laganna gilda þá með sambærilegum hætti og við gjaldþrotaskipti, sbr. 32. gr. Þá þarf enn, auk annara upplýsinga og gagna sem ég hirði ekki um að telja hér öll, að fylgja yfirlýsing fjórð- ungs atkvæðismanna, bæði eftir fjölda þeirra og kröfufjárhæðum, um að þeir mæli með nauðasamn- ingi á grundvelli frumvarps skuldarans. Síðar verður vikið að því hverjir séu atkvæðismenn, en rétt er að taka það strax fram að þeir eru ekki bundnir af fyrr- greindri yfirlýsingu. Að lokum skal þess svo getið að skuldarinn verður að leggja fram tryggingu vegna kostnaðar af nauðasamningnum, m.a. til að standa straum af þóknun umsjónarmanns, kostnaði hans af innköllun o.s.frv. Af framangreindu má vera ljóst að umtalsverða undirbúningsvinnu verður að inna af hendi áður en beiðni um nauðasamningstilraunir verður lögð fram. Að því verki verður að mínu viti alltaf að koma lög- giltur endurskoðandi og a.m.k. oft einnig lögmaður. Það fer eftir atvikum hvort þessa vinnu þarf að framkvæma í kyrrþey eða í samráði við kröfuhafa skuldarans. Þeirra samvinna verður alltént að koma til þegar meðmæla tilskilins hluta kröfuhafa er afl- að, með því að nauðasamnings verði leitað. Frumvarp að nauðasamningi verður að uppfylla ákveðin skilyrði og er gerð grein fyrir þeim í 36. gr. 1. 21/1991. Þar verður að koma fram hversu hátt hlutfall skuldari bjóðist til að greiða af samnings- kröfum, en undir nauðasamninga falla ekki allar skuldir skuldarans. Þar þarf að koma fram hvernig fyrirhugað er að greiða, t.d. með peningum eða út- gáfu skuldabréfa. Hvenær greiðslu á að inna af hendi, en það getur verið á skemmri eða lengri tíma, hvort greiða á vexti fram að gjalddaga og þá hverja og hvort einhverjar tryggingar verði settar fyrir efndum samningsins. Þá er heimilt að kveða svo á í frumvarpinu að kröfur innan tiltekinnar fjárhæðar skuli greiða að fullu. Þetta skiptir nokkru máli, því bæði er óhöndugt að gefa t.d. út skuldabréf til langs tíma fyrir lágum kröfum, auk þess sem að með þessu móti má verulega fækka atkvæðismönnum í sumum tilfellum, enda hafa þeir sem fá fullar efndir kröfu sinnar ekki hagsmuni af því hvort nauðasamn- ingur kemst á eða ekki. Þá er ekkert því til fyrir- stöðu að kröfur séu greiddar með afhendingu hluta- bréfa, eða slíkt gert valkvætt. Það verður hins vegar vel að gæta'að því að jafnræðis sé gætt með kröfu- höfum, enda getur það komið í veg fyrir staðfest- ingu nauðasamningsins eða varðað ógildingu hans ef þess er ekki gætt, sé einhverjum kröfuhafa t.d. lofað hærri greiðslu en honum ber skv. nauðasmn- ingnum eða kröfuhöfum er mismunað síðar. Jafn- ræðið þarf þó ekki að vera algjört, sbr. framansagt um það að einstökum kröfuhöfum er frjálst að sam- þykkja meiri eftirgjöf en nauðasamningsfrumvarpið gerir almennt ráð fyrir. Eins og að framan greindi tekur nauðasamningur ekki til allra krafna á hendur skuldaranum. Fyrir þessu er gerð grein í 28. gr. laganna. Rétt þykir að gera nokkra grein fyrir þessum reglum. Framsetning greinarinnar er með þeim hætti að taldar eru þær kröfur sem nauðasamningur hefur ekki áhrif á og verður því fylgt hér. í 1. tl. er ákveðið að kröfur sem hafa stofnast eftir að dómari heimilar nauðasamn- ingsumleitanir falla ekki undir nauðasamninginn, eins og auðsætt má telja. Skv. 2. tl. þá hefur nauða- samningur ekki áhrif á kröfur um annað en peninga- greiðslur, sem verður fullnægt eftir aðalefni sínu, 28

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.