Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 27
veitingu greiðslustöðvunar, en slíkt kemur helst til í
þinghaldi sem ákveðið er við veitingu heimildarinn-
ar, eins og vikið verður að á eftir, megi gera ráð fyr-
ir höfnun. Það helgast kannski líka af þeirri ástæðu
að synjun um veitingu heimildar til greiðslustöðv-
unar verður ekki skotið til Hæstaréttar, öfugt við
það sem gildir sé heimildin veitt.
Réttaráhrif greiðslustöðvunarinnar eru margvís-
leg. Þau sem kannski mestu máli skipta eru þau að
ekki verður gengið að eignum skuldarans á meðan
að greiðslustöðvun varir, né verða þær seldar nauð-
ungarsölu. Þá verða vanefndaúrræði ekki virk á
greiðslustöðvunartímanum, utan það að dráttarvextir
falla á, auk dagsekta og févíta. Sama á við um þving-
unarúræði stjórnvalda. Hins vegar breytir heimild til
greiðslustöðvunar ekki ástandi, t.d. lokun, sem hefur
verið komið á fyrir uppkvaðningu úrskurðarins. Þá
eru heimildir til greiðslu skulda og efnda annara fjár-
skuldbindinga verulega takmarkaðar.
Með 1. 21/1991 urðu verulegar breytingar á fram-
kvæmd. Þannig verður greiðslustöðvun nú aldrei
veitt til lengri tíma en 3ja vikna í upphafi. Fyrir lok
þess tíma þingar dómarinn í málinu og tekur afstöðu
til beiðni skuldarans um framlengingu greiðslu-
stöðvunarinnar, komi hún fram. Aður en til þess
þinghalds kemur þarf skuldarinn að halda fund með
kröfuhöfum sínum, en til hans skal aðstoðarmaður-
inn boða alla þekkta lánardrottna, með útbomu á-
byrgðarbréfi, símskeyti eða á annan sannanlegan
hátt. Aðrir en kröfuhafar eða umboðsmenn þeirra
eiga ekki rétt til fundarsetu. Þetta er nýmæli, sem
ætlað er að stuðla að því að kröfuhöfum sé unnt að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fái jafn-
framt upplýsingar um stöðu mála og hvað skuldar-
inn hyggst fyrir. A fundinum er reyndar ekki gert
ráð fyrir neins konar atkvæðagreiðslu, en með þessu
verða kröfuhafarnir með óbeinum hætti virkari
þáttakendur en áður var, enda ber aðstoðarmannin-
um að leita eftir afstöðu lánardrottna til þeirra að-
gerða sem fyrirhugað er að grípa til. A þessum fundi
ber aðstoðarmanninum jafnframt að leggja fram
tæmandi og sundurliðaða skrá um eignir og skuld-
bindingar skuldarans. I eignalistanum skal andvirði
hverrar eignar áætlað og skuldbindingar skulu
reiknaðar út miðað við frestdag.
Hér er um all skamman frest að ræða og þarf því
skjótra aðgerða við, en á þessum tíma má jafnframt
gera ráð fyrir mikilli vinnu við það að ákveða hvað
sé heimilt að gera í rekstrinum, auk þess sem erfiðir
samningar við viðsemjendur fyrirtækisins koma oft
til, sérstaklega í ilóknum og margbrotnum rekstri.
Hlutverk endurskoðanda er mikilvægt á þessum
tíma, en ekki síður lögmanns vegna þeirra álitaefna
sem leysa þarf úr.
Að loknum þessum 3 vikum leggur skuldarinn
fram beiðni um framhald greiðslustöðvunarinnar, sé
talin ástæða til slíks. Þá geta kröfuhafar gert athuga-
semdir sínar, telji þeir að ekki beri að veita áfram-
haldandi greiðslustöðvun. Með beiðni skal leggja
fram þau gögn sem lögð voru fram á kröfuhafafund-
inum, sönnun fyrir boðun fundarins, fundargerð að-
stoðarmannsins og greinargerð hans um hvernig
hafi verið staðið að aðgerðum á greiðslustöðvunar-
tímanum og hverjar ráðstafanir verði gerðar, ef
beiðnin verður tekin til greina. Telji dómari skilyrði
vera til að framlengja greiðslustöðvunina getur hann
framlengt hana í allt að 3 mánuði, en lengst getur
greiðslustöðvun staðið í 6 mánuði frá því þinghaldi
sem ákveðið er við upphaflega veitingu greiðslu-
stöðvunarinnar. Áður en greiðslustöðvun verður
framlengd aftur þarf þó að halda fund með kröfu-
höfum með sama hætti og lýst var að framan.
Það má vera Ijóst að verulegu skiptir að þau gögn
sem kynnt eru séu rétt og trúverðug og ekki síst að
fyrirhugaðar ráðstafanir séu þess eðlis að kröfuhafar
sjái tilgang með áframhaldi greiðslustöðvunarinnar.
Það er enda eðlilegt þar sem greiðslustöðvunin hef-
ur veruleg áhrif á réttarstöðu kröfuhafanna, þar sem
með greiðslustöðvuninni er girt fyrir möguleika
þeirra til að krefjast efnda á kröfum sínum.
Verulegar takmarkanir eru lagðar á rétt skuldar-
ans til að ráðstafa réttindum sínum, til að stofna til
fjárskuldbindinga og til að greiða skuldir sínar með-
an á greiðslustöðvun stendur. Þó er ekkert af þessu
fortakslaust bannað, sé ákveðnum reglum fylgt og
sé skilyrðum fullnægt. Reglur þessar er að finna í
19. til 22. gr. 1. 21/1991. Þar er einnig að fínna regl-
ur um það í hvað verja má eignum skuldarans. Sam-
þykki aðstoðarmannsins þarf að liggja fyrir svo
heimilt sé að ráðstafa réttindum, s.s. að selja eignir,
og til að stofna til nýrra fjárskuldbindinga. Þær fjár-
skuldbindingar sem þannig er stofnað til á greiðslu-
stöðvunartímanum njóta hins vegar góðrar stöðu í
kröfuröðinni, en þær raðast sem búskröfur. Greiðsla
skulda er aðeins heimil að svo miklu leiti sem víst
er að þær fengjust greiddar við gjaldþrotaskipti, eða
telja má víst að það sé nauðsynlegt til að varna
verulegu tjóni.
Niðurstaðan er því sú að ekki er ráðlegt að óska
heimildar til greiðslustöðvunar ef telja má sýnilegt
að skuldaranum beri að gefa bú sitt upp til gjald-
þrotaskipta. Greiðslustöðvun er eðlileg ráðstöfun ef
lánardrottnar hafa byrjað innheimtuaðgerðir eða þær
eru yfirvofandi. Nauðsyn ber til að strax í upphafi sé
reynt að gera nokkra grein fyrir því til hvaða ráð-
stafana fyrirhugað sé að grípa, enda þótt slíkar hug-
myndir þróist vitanlega á greiðslustöðvunartímanum
og að þessar ráðstafanir séu raunhæfar og trúverð-
27