Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 7
og því, hvernig það greiðist. Enn er unnt að stofna
hlutafélag með afar litlu hlutafé og litlar kröfur eru
um það hvemig það greiðist. Þessu þarf hvom
tveggja að breyta og full efni em til að hækka kröfur
um lágmarkshlutafé og jafnframt tryggja að það
greiðist inn með peningum en ekki vinnu eða óljós-
um réttindum eins og oft hefur verið. Slíkt ætti
a.m.k. í öllu falli að koma skýrt fram við skráningu.
í annan stað þarf að tryggja að viðskiptamenn
eigi aðgang að reikningum starfandi hlutafélaga. Al-
menningshlutafélögum hefur að sönnu verið skylt
að senda Hlutafélagaskrá ársreikning, en því hefur
ekki verið fylgt eftir og engin þjónusta hefur verið á
þessu sviði hjá skránni. Þá eru engin efni til að
binda upplýsingaskylduna við lítinn hóp hlutafé-
laga; hættan á tjóni vegna greiðslufalls er ekki síst
hjá litlu félögunum, sem oft hafa takmarkað aðhald
frá hluthöfunum. Að líkindum væri heppilegast að
gera Hlutafélagaskrána að sjálfstæðri stofnun með
þátttöku samtaka fyrirtækja, þannig að hún geti
jafnhliða annast lögboðna skráningu og eftirlit og
hins vegar vinnslu kennitalna úr ársreikningum
hlutafélaga til upplýsingar þeim sem eftir leita.
M.a. á grundvelli þessara upplýsinga gætu fjármála-
ráðgjafar þróað mat á öryggi og greiðsluhæfi eins
og víðast gerist erlendis. Auk þessa er fullt tilefni til
þess að skylda stjómir félaga til að gera hluthöfum
og Hlutafélagaskrá viðvart ef eigið fé félags minnk-
ar um tiltekið hlutfall eða fer niður fyrir tiltekin
mörk.
Þá er enn ótalin nauðsyn á því, að auka kröfur
um bókhald og reikningsskil og herða viðurlög við
brotum. Svik í viðskiptum eru ekki einkamál skatt-
yfirvalda eða þeirra annarra sem málið varðar bein-
línis, því svikin veikja fjárhagsgrundvöll þeirra sem
fyrir verða og grafa auk þess undan trausti í við-
skiptum. Hvort tveggja hamlar uppbyggingu at-
vinnulffs. Því eru það almennir hagsmunir atvinnu-
lífsins að herða eftirlit af þessum toga, bæði stofn-
analegt og markaðslegt s.s. með ríkari kröfum um
aðgang almennings að upplýsingum um fjárhag fyr-
irtækja, sem rekin eru með takmarkaðri ábyrgð.
Ábyrgð stjórnenda
Fram á síðustu ár hefur loðað við, að stjórnir
hlutafélaga væru ekki mjög virkar í stjórnun, eftirliti
eða stefnumótun félaga. Hlutverk þeirra væri „að
ráða og reka framkvæmdastjóra“. Um ábyrgð
stjómenda á rekstri hlutafélaga er réttarstaðan um
margt óljós af dómum. Þeir fáu dómar sem fallið
hafa varpa hins vegar ljósi á mikilvægi þess að skil-
greina og skerpa reglur um hlutverk, skyldur og á-
byrgð stjómamianna. Lögfesting skarpari reglna um
þessi efni eru auk heldur til þess fallin að efla
stjómun fyrirtækja og gera stjórnir þeirra virkari í
stefnumótun og eftirliti. Danir hafa nýverið lögfest
skyldu stjórna hlutafélaga til að setja sér starfsreglur
til að undirstrika enn mikilvægi stjórnanna.
Þá eru einnig full efni til þess að setja skorður við
því, að menn geti óhindrað stofnað til nýrra hlutafé-
laga eftir þrot annarra. Hugmyndir af þeim toga
munu vera í nýju frumvarpi til hlutafélagalaga, sem
kynntar hafa verið í ríkisstjórn.
Staða framkvæmdastjóra hlutafélaga hefur einnig
breyst, því dómstólar hafa skerpt mat sitt á skaða-
bóta- og refsiábyrgð þeirra vegna tjóns sem þeir
kunna að hafa bakað öðrum í störfum sínum. Þannig
hafa framkvæmdastjórar og stjórnarmenn verið
gerðir ábyrgir fyrir því, að hafa ekki skilað gjöldum
til lífeyrissjóðs, sem haldið hafi verið eftir af laun-
um starfsmanna. Reglur hegningalaga um fjárdrátt
og skilasvik geta því komið meira við sögu á næst-
unni en verið hefur.
Ábyrgðasjóður launa er fjármagnaður með launa-
tengdu iðgjaldi atvinnurekenda og er ætlað er að á-
byrgjast launþegum greiðslu vangreiddra launa og
bóta vegna tapaðra launa á uppsagnarfresti, auk ið-
gjalds í lífeyrissjóðs. Því hefur verið hreyft, að eðli-
legt sé að sjóðurinn sæki til endurgreiðslu þá stjóm-
endur gjaldþrota fyrirtækja persónulega, sem ekki
hafa gert eðlilegar ráðstafanir til að takmarka tjón
með uppsögnum ráðningarsamninga og þannig fellt
greiðsluskyldu á sjóðinn. Raunar þykjast menn oft
hafa séð þess dæmi, að launþegum hafi verið haldið
við störf beinlínis með vísan til þess, að „ríkisá-
byrgðin“ muni borga launin og þótt rekstri hafi ver-
ið hætt, þá hafi ráðningu ekki verið slitið, svo starfs-
menn fengju sem mest út úr sjóðnum. Margt mælir
með því, að þeir sem staðnir verða að slíku fram-
ferði ábyrgist sjálfir fjárhagslegar afleiðingar en
ekki aðrir atvinnurekendur með hækkuðum iðgjöld-
um. Sömu sjónarmið eiga við um skil á lífeyris-
sjóðsiðgjöldum launþega.
Fleiri dæmi má taka til um breytt viðhorf til sak-
næms atferlis stjórnenda félaga með takmarkaða á-
byrgð. Þannig má ætla að þeir stjórnendur sem leita
eftir lánsfé eða vörum að láni eftir að þeim má vera
ljóst, að ekki verði staðið í skilum, verði eftirleiðis
oftar gerði ábyrgir. Vera má, að hliðstæð sjónarmið
geti komið til að því er varðar meðferð skiptastjóra
á þrotabúum, því vandséð er hvernig það mátti
standast lög, þegar efnt var til „Útsölu aldarinnar“ á
vörulager stórverslunar á síðasta ári, sem að stórum
hluta samanstóð af ógreiddum vörum annarra fyrir-
7