Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 19
leiðir þorskblokk og hefur áunnið sér traust á mark-
aðnum með því að framleiða blokk sem ætíð stenst
vel kröfumar á auðveldara með að bregðast við með
því að fá kaupendur að annarri framleiðslu úr sama
hráefni í dýrari og flóknari afurðum svo sem flaka-
bitum, með því dregur hann úr framboði blokka sem
getur stöðvað verðhrunið og nær hærra verði fyrir
vöru þar sem hann er með einum eða öðrum hætti
sérgreindur á markaðnum. Sé það rétt mat að fjölg-
un löggiltra endurskoðenda sé umfram þarfir standa
þeir einn daginn í sporum blokkarframleiðandans.
Þróunin getur einfaldlega orðið sú að viðskiptavin-
imir skilgreini mjög nákvæmlega hvaða vinnu þeir
þurfi á að halda og leiti eftir besta boði í fram-
kvæmd hennar, þetta er því líklegra sem þörfin fyrir
kostnaðargát verður meiri hjá viðskiptavinunum og
búið að strekkja á öllum stærri kostnaðarliðum. Þá
er komið að þessu með betri bitana og þá vinna þeir
í lottoinu sem hafa í pokahorninu sérgreinda þjón-
ustu sem selja má á hærra verði eða hafa skapað sér
það traust að menn vilja borga aðeins meira fyrir
þeirra vinnu en hinna sem em ennþá hluti af hinni
nafnlausu mergð.
Hvernig eru endurskoðendur svo í stakk búnir til
að takast á við minnkandi eftirspurn eftir hefðbund-
inni þjónustu?
Em endurskoðunarfyrirtækin mönnuð með nægi-
lega fjölbreyttum hætti til að geta tekist á við þverr-
andi umframeftirspurn eftir mönnum sem hafa rétt-
indi til að votta reikningsskil? Eða hafa nemarnir
kannski allir lesið sömu bækurnar og hlustað á
sömu útleggingar sömu kennnara á sömu fræðun-
um, en það held ég að þjóni ekki endilega best þeim
aðilum sem kaupa þjónustu endurskoðenda og þar
með þjónar það þá ekki heldur hagsmunum endur-
skoðenda. Eins og nú er komið málum þurfa endur-
skoðendur líklega að bjóða fjölbreyttari þjónustu ef
þeir ætla að halda áfram að selja meira magn, til
þess að geta það er gott að hafa menn með fjöl-
breyttari menntun að störfum á stofunum.
Það er kannski ekki bezta leiðin að þar vinni
nemar á lágu kaupi sem eru seldir út á háum töxt-
um, og sætti sig við það þangað til þeir eru komnir
með löggildingu sjálfir og geta farið að skrifa háa
reikninga. Það þarf ekki endilega fleiri og fleiri lög-
gilta endurskoðendur til að skrifa upp á að reikn-
ingsskil uppfylli reglur laga og til að passa að rétt sé
talið fram til skatts.
Það er líklegra að viðskiptavinur framtíðarinnar
vilji fá aðstoð við að finna hvort hann sói verðmæt-
um í starfsemi sinni, hvort gæðastefna fyrirtækisins
sé skynsamlega upp byggð, hvort fyrirhuguð breyt-
ing á tölvukerfum sé nægilega ígrunduð, hvort
gjaldmiðlastýring fyrirtækisins sé hagkvæm, hvort
útboðsgögn sem fyrirtæki ætlar að senda frá sér séu
formlega rétt frá gengin, hvort fyrirhuguð kaup á
fyrirtæki í sams konar rekstri í Belgíu stangist á við
reglur EB eða hvernig skattlagningu erlendra fyrir-
tækja sé hagað í Pakistan til að nefna nokkur dæmi
sem komið geta upp.
Margar slíkar spumingar eru þess eðlis að menn
með annan bakgmnn en nám af endurskoðunarkjör-
sviði í HI eru kannski ekki verr fallnir til að svara
þeim, þar má nefna verkfræðinga, lögfræðinga, við-
skiptafræðinga með sérnám í alþjóðafjármálum og
kannski guðfræðinga líka. Allt er þetta fólk sem
ekki er hörgull á og gengur mörgu illa að fá vinnu
við hæfi. Það er trú mín að endurskoðendur ættu að
líta meira til þess hvort þeir þjónuðu ekki hagsmun-
um viðskiptavina sinna betur með því að auka
þannig fjölbreytni þeirrar þekkingar sem stofurnar
ráða yfir og leggja minna upp úr að allir stefni að
löggildingu, eða þá ef það er talið nauðsynlegt að
heimila þá öðrum háskólaborgurum en þeim sem
hafa farið í gegnum endurskoðunarkjörsvið að
spreyta sig, því að verklega prófið er hvort sem er
haldið til að finna út hvort menn séu hæfir til að fá
löggildingu.
Þörfin fyrir ráðgjöf vex um leið og starfsum-
hverfið verður flóknara og þá ráðgjöf vilja menn
gjarnan fá frá aðilum sem þegar hafa unnið sér
traust þeirra.
Það má nefna eina leið sem hefur skilað góðum
árangri þar sem ég starfa, en það er að ráða starfs-
mann endurskoðandans í vinnu tímabundið þegar
slíkar aðstæður koma upp t.d. þegar starfsmenn fara
út til að afla sér framhaldsmenntunar. Þessi háttur
skapar okkur mjög góðan tengilið þegar starfsmað-
urinn fer aftur til fyrri starfa og nýtist hann okkur þá
mjög vel til alls kyns aðstoðar og ráðgjafar vegna
þekkingar sinnar í smáatriðum á því hvemig fyrir-
tækið starfar.
Sívaxandi samkeppni, alþjóðleg efnahagslægð og
lækkun verðbólgu gera sífellt meiri kröfur til að
fjárfestingaráætlanir séu vel grundaðar og að arð-
semisútreikningar séu ekki skýjaborgir einar. Öll
mistök koma strax fram í taprekstri og slíkur rekstur
á sér ekki langra lífdaga auðið nú um stundir. Hinir
glöðu stundir síðustu áratuga, þegar menn fjár-
mögnuðu taprekstur með meiri lánum og verðbólg-
an faldi fjárfestingarmistökin eru ekki lengur. I
þessu umhverfi er þörf fyrir ráðgjöf við áætlana-
gerð, ráðgjöf sem byggist á hlutlægu mati á mögu-
leikunum og ráðgjöfum sem standast freistinguna að
segja viðskiptavininum það sem þeir halda að hann
vilji heyra ef raunhæft mat gefur ekki tilefni til þess.
Mig langar sérstaklega að benda á þörfina fyrir ráð-
gjöf varðandi tölvuvæðingu, flestir hér inni þekkja
19