Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 12
Þrálátum hallarekstri hins opinbera fylgir skulda-
söfnun. Skuldir hins opinbera hafa vaxið hröðum
skrefum síðustu ár, eða úr 30% af landsframleiðslu
framan af níunda áratugnum í meira en 50% árið
1993. Auk þess hafa beinar og óbeinar ríkisábyrgðir
vaxið mikið. Trúverðugur og fyrirfram ákveðinn
ferill í átt að jöfnuði í ríkisfjármálum er ein mikil-
vægasta forsenda lægri vaxta og aukins svigrúms til
vaxtar atvinnuveganna.
Peningamál og vextir
Tæki og aðferðir Seðlabankans við framkvæmd
peningamálastefnu hafa tekið umtalsverðum breyt-
ingum. Mikilvægur þáttur þeirra var samningur
Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins frá því í febr-
úar í ár sem fól í sér að dregið er úr notkun yfirdrátt-
ar og beinna lána frá bankanum til ríkissjóðs og er
ætlunin að taka alveg fyrir þau á næsta ári. Ríkis-
sjóður aflar nú skammtímalána með reglulegum
uppboðum ríkisvíxla og ríkisbréfa. Þessi skamm-
tímabréf eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og
leggja þannig grunn að skipulegum peningamarkaði.
Þessi aðferð við lánsfjáröflun ríkisins breytir miklu
við stjórnpeningamála, einkum því er snýr að vaxta-
myndun. I stað þess að ríkissjóður ákveði vaxtakjör
á verðbréfum, sem hann býður til sölu, ráðast vext-
irnir á markaði. Með þátttöku í uppboðum hefur
Seðlabankinn getað haft áhrif á vextina, a.m.k. til
skamms tíma, og með því að stunda viðskipti á svo-
nefndum eftirmarkaði þar sem bréfin ganga kaupum
og sölum. Með viðskiptum sínum getur Seðlabank-
inn afstýrt því að tímabundin fjárþörf ríkissjóðs leiði
til vaxtahækkunar. Sé hins vegar um varanlega fjár-
þörf að ræða eru möguleikar bankans til að halda
vöxtunum niðri takmarkaðir. Reynist vextir svo háir
að það teljist óviðunandi er engin önnur leið til að
bregðast við því en að bæta rekstrarafkomu ríkis-
sjóðs, þ.e. draga úr lánsfjárþörf.
Þrátt fyrir efnahagssamdrátt hefur lítt dregið úr
eftirspurn eftir lánsfé. Raunvextir á verðbréfamark-
aði og á verðtryggðum lánum banka og sparisjóða
breyttust því lítið fyrstu tíu mánuði ársins. Nafn-
vextir á óverðtryggðum lánum banka og sparisjóða
lækkuðu nokkuð framan af ári, en hækkuðu svo
snögglega og verulega í kjölfar gengislækkunar í
júnflok. I september hófst lækkun nafnvaxta í
bankakerfinu á ný, en bankavextir voru þó enn afar
háir í nóvemberbyrjun. A markaði fyrir skammtíma-
kröfur utan bankanna, einkum ríkisvíxla og ríkis-
verðbréf, hefur hins vegar orðið nær samfelld lækk-
un nafnvaxta allt árið, ekki síst vegna markaðsað-
gerða Seðlabankans, en mestar urðu breytingarnar í
kjölfar yfirlýsingar ríkisstjómarinnar 29. október sl.
eins og ég mun víkja nánar að. Nokkur lækkun
raunvaxta spariskírteina varð líka á eftirmarkaði
fram eftir árinu en snerist í hækkun í júní.
Vandinn í vaxtamyndun hér á landi er ekki síst sá
að bankavextir taka lítt mið af þróun skammtíma-
vaxta á markaði. Hér veldur einkum fernt: útlánatöp
og erfið afkoma bankanna um þessar mundir, fá-
keppni á fjármagnsmarkaði, annmarkar á skipulagi
á fjármagnsmarkaði og síðast en ekki síst mikil
lánsfjárþörf hins opinbera.
Með tilliti til þess að breytingar helstu peninga-
stærða hafa verið hóflegar á árinu og verðbólga lítil,
og í ljósi minnkandi viðskiptahalla og vaxandi at-
vinnuleysis hefur Seðlabankinn beitt sér fyrir lækkun
vaxta. Bindiskylda innlánsstofnana var lækkuð um sl.
áramót, vextir af lánafyrirgreiðslu Seðlabankans voru
lækkaðir í aprfl og aftur í október. Aðgangur banka
og sparisjóða að fyrirgreiðslu í Seðlabankanum var
rýmkaður bæði um mitt ár og í október. I september
gerði Seðlabankinn umfangsmikla vaxtaskiptasamn-
inga við banka og sparisjóði til þess að eyða rekstrar-
áhættu sem fylgt hefur svonefndum verðtryggingar-
halla í reikningum innlánsstofnana. Vextir Seðla-
bankans voru lækkaðir tvívegis í október og eru nú
svipaðir eða lægri en í nálægum löndum.
Sem kunnugt er kynnti rfldsstjómin samræmdar
ráðstafanir til lækkunar vaxta um síðustu mánaða-
mót en raunvextir vom augljóslega orðnir of háir í
ljósi ríkjandi efnahagsástands. Kjami þeirra er að
ríkissjóður hyggst ekki selja spariskírteini gegn hærri
ávöxtunarkröfu en 5%, en taka erlend lán ella. Seðla-
bankinn tekur þátt í þessum aðgerðum og styður á-
kvörðun ríkisstjómarinnar um lækkun spariskírteina-
vaxta bæði með markaðsaðgerðum með því að
lækka ávöxtunarboð sín á eftirmarkaði spariskírteina
og með því að lækka bindiskyldu og lausafjárhlutfall
innlánsstofnana. Til þess að liðka til á markaði fyrir
húsbréf ákvað Seðlabankinn jafnframt að heimila
innlánsstofnunum að telja húsbréfaeign til lauss fjár
með sama hætti og spariskírteini ríkissjóðs. Auk þess
tvöfaldaði bankinn mögulega fyrirgreiðslu sína við
viðskiptavaka á Verðbréfaþingi Islands.
Það sem af er nóvember hefur þessi viðleitni
lækkað raunvexti spariskírteina um 2% bæði á eftir-
markaði og í frumsölu. Raunvextir spariskírteina á
eftirmarkaði eru um þessar mundir lægri en nokkm
sinni frá því að skipulagður eftirmarkaður varð til
árið 1986 og raunvextir í frumsölu nú lægri en þeir
hafa verið allt frá árinu 1983. Þá lækkuðu bankar og
sparisjóðir vexti sína um nálægt 2% í síðustu viku.
Seðlabankinn mun fylgja þessari stefnu eftir meðan
ekki sjást merki um ofþenslu og verðbólgu.
Peningakerfið hefur skilað sfnu og nú er nauð-
synlegt að aðrir leggi sitt af mörkum. Enginn vafi
virðist á því að þessar aðgerðir til vaxtalækkunar
eru trúverðugar á markaði, en eins og ég vék að
12