Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 8
tækja. Virðing manna fyrir lögum rýrnar hratt við
slík tækifæri, ef ekki er brugðist við.
Hlutverk endurskoðenda
Löggiltir endurskoðendur þurfa í störfum sínum
að þjóna fleiri herrum og mislyndari en flestir aðrir.
Þeir eru í þjónustu fyrirtækjanna, ráðgefandi um
fjárhagslegar ráðstafanir og reikningsskil og þannig
trúnaðarmenn stjómenda fyrirtækjanna. Þeim er
skylt að gæta hagsmuna hluthafa og upplýsa þá um
stöðu mála og loks hafa þeir skyldur gangvart al-
menningi og stjómvöldum. Það er vafalaust ekki
alltaf auðvelt að fara með þessi hlutverk öll samtím-
is svo vel fari. Sums staðar hafa menn farið þá leið,
að reyna að greina þessi hlutverk skýrt í tvo þætti;
hlutverk ráðgjafans og fulltrúa almennings, þótt
sami aðili kunni að gegna báðum. Annars staðar
leitast menn nú við að skerpa á þeim þættinum, sem
snýr út á við, þannig að endurskoðandanum sé um-
fram allt ætlað að gæta almannahagsmuna í störfum
sínum.
I Danmörku hefur þannig fjöldi gjaldþrota beint
kastljósi að þessari hlutverkatogstreitu og spurt er
hversu það megi vera, að ársreikningar stórra félaga
gefi ekkert til kynna um það að gjaldþrot sé
framundan innan skamms. Aritun endurskoðenda á
reikninga hafi ekki gefið neitt óvenjulegt til kynna.
A móti er bent á, að frjálst form á áritun endurskoð-
enda geti verið mjög hættulegt viðskiptalífinu, því
einfaldur munur á orðfæri geti að tilefnislausu gefíð
til kynna efnislegan mun á stöðu fyrirtækja. Slíkt
geti skipt sköpum á markaði. Því hafa komið fram
tillögur um fjögur stig áritana, frá því að vera at-
hugasemdalaus og til þess að lýsa félagið á vonar-
völ.
Þetta eru athyglisverðar tillögur, því ef ekki verð-
ur við brugðist er eins víst, að réttarkerfið hljóti að
ýta á eftir endurskoðendum, því augljóst er að at-
hugasemdalausar áritanir mjög illa farinna félaga
hljóta að geta bakað hlutaðeigandi „umboðsmönn-
um almennings" skaðabóta- og e.t.v. refsiábyrgð.
Því er mikilvægt að endurskoðendur hafi sjálfir
frumkvæði að setningu reglna um áritanir ársreikn-
inga og störf endurskoðenda, þar sem skyldur þeirra
gangvart almannahagsmunum verða gerðar skýrari
en verið hefur. Um þetta þyrfti að setja formlegar
reglur, því í grónum samskiptum endurskoðenda og
stjómenda fyrirtækja er vafalaust erfitt að skipta um
áherslur án beinan lagafyrirmæla.
Aðhald í þágu atvinnulífs
Allt það sem hér hefur verið sagt miðar að því
skerpa reglur um starfsemi félaga, hlutverkaskipan
og ábyrgð, en án skýrra reglna um þessi efni mun
viðskiptasiðferði áfram fara hnignandi. Það er í
þágu heilbrigðs atvinnurekstrar að kalla eftir breytt-
um áherslum og það eins þótt það muni leiða til
þess að erfiðara verði að halda illa fömum fyrirtækj-
um á floti. En í því er e.t.v. styrkurinn fólginn, því
þannig er fyrir það girt að heilbrigður atvinnurekst-
ur lamist vegna óheilbrigðrar samkeppni fyrirtækja,
sem ekki verður bjargað. Það er í þágu eigenda
þeirra, stjómenda og starfsmanna að takmarka tjón-
ið, þannig að uppbygging á nýjum fyrirtækjum
tálmist ekki af fjötmm fortíðar.
8