Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 14
mörkuðum. Viðskiptakjörin munu að líkindum
rýrna um 8% á árinu.
Enginn vafi er á að ein helsta skýring þess að úr
viðskiptahalla hefur dregið á árinu er lækkun á
raungengi krónunnar í kjölfar tveggja lækkana á
nafngengi, þ.e. 6% í lok nóvember 1992 og um
7,5% í lok júní sl. Það er sérstaklega mikilvægt í
þessu sambandi að í kjölfar þessara gengisbreytinga
fylgdi ekki almenn launa- og kostnaðarhækkun inn-
anlands. Við þetta hefur samkeppnisstaða íslenskra
atvinnuvega batnað.
Lækkun viðskiptahalla þrátt fyrir rýrnun útflutn-
ingstekna ber vott um mikilsverðan árangur. Lítil
fjárfesting og lækkun þjóðhagslegs sparnaðar varpar
þó skugga á þennan árangur, en endurreisn beggja
þessara þátta í þjóðarbúskapnum er forsenda hag-
vaxtar. A næstu árum þarf því til að koma efling út-
flutnings og nýjunga í atvinnulffinu. Lágt raungengi
krónunnar ætti að skapa slíkri þróun æskileg skil-
yrði. Reyndar má þegar á þessu ári sjá vaxtarsprota í
útflutningi sem benda í þessa átt.
Horfur næstu ár
Við þær aðstæður sem ég hef nú lýst þurfum við
að horfa fram á veginn og leggja grunn að nýrri
framfarasókn. Það er nú enn mikilvægara en áður
vegna þess að með auknum alþjóðasamskiptum,
sókn íslenskra ungmenna í menntun erlendis og
auknum möguleikum til starfa erlendis eykst sam-
keppni urn hæfileikaríkustu og dugmestu einstak-
lingana. Verkefnið sem við glímum við er ekki að-
eins að fá þessu fólki störf við hæfi heldur einnig að
skapa þær aðstæður að sá kraftur sem í því býr fái
að njóta sín við arðbær og skapandi verkefni.
Eins og áður er fjármagn eitt af grundvallarskil-
yrðum þess að þetta takist. An fjármagns verður
engin nýsköpun. Stuðningur við hagnýtar rannsókn-
ir og þróunarstarf fyrirtækja á sviði hönnunar, vöru-
þróunar, framleiðslutækni og markaðsaðgerða er í
reynd einn mikilvægasti þáttur í atvinnustefnu
stjórnvalda. Það er ánægjulegt að þessir þættir eru
nú komnir upp á yfirborð efnahags- og atvinnu-
málaumræðunnar og eru metnir að verðleikum sem
snar þáttur í nauðsynlegum efnahagsaðgerðum.
Olíkt því sem var í upphafí aldarinnar sem nú er
senn á enda er þjóðin ekki lengur fjárvana. Á miklu
ríður að nýta fjármagnið vel og beina því í verkefni
sem treysta grunn atvinnulífsins og örva vöxt þess
og viðgang. Ekki síst þarf að örva nýjar útflutnings-
greinar. Þetta er stóra verkefnið framundan.
Islendingar eiga meira undir alþjóðaviðskiptum
en flestar aðrar þjóðir. Milliríkjaviðskipti'eru drif-
fjöður hagvaxtar ef framleiðslukostir hvers lands og
hvers fyrirtækis fá að njóta sín hindrunarlaust. Þá
gerir hver það sem best hann getur. Ef hagþróun í
helstu viðskiptalöndum okkar snýst til betri vegar
virðast horfur fyrir íslenskan þjóðarbúskap allgóðar
fyrir nokkur næstu ár. Þótt nokkur samdráttur lands-
framleiðslu sýnist óumflýjanlegur 1994 vegna
skerðingar á þorskafla, virðist mega ætla að á næstu
árum þar á eftir fari fiskverndin á undanförnum
árum að skila árangri í auknum afla. Síðustu spár
benda til þess að um miðjan þennan áratug verði
hagvöxtur á ný meiri en fólksfjölgun.
Enginn vafi er á að samkeppnisstaða íslenskra at-
vinnuvega hefur verið að batna að undanförnu
vegna lágrar verðbólgu, lágs raungengis, lækkunar
skatta á fyrirtækjum með afnámi aðstöðugjalds og
lækkun tekjuskatts og vegna opnunar markaða bæði
innan lands og milli landa. Þegar á þessu ári má
greina slík áhrif í auknum útflutningi nýrra greina á
Islandi.
Til þess að bætt starfsskilyrði fái notið sín til
fulls er mikilvægast að milliríkjaviðskipti glæðist.
Þar eru vonir við það bundnar að senn liggi fyrir
farsæl niðurstaða í GATT-viðræðum sem kenndar
eru við Urúgvæ og hafa senn staðið í sjö ár. Stað-
festing EES-samningsins og NAFTA-fríverslunar-
samnings Norður-Ameríku-ríkjanna þriggja eru ekki
síður mikilvæg skref til að styðja batann í efnahag
iðnríkjanna á Vesturlöndum. Það sem sameinar
flesta ef ekki alla möguleika til framfara á íslandi í
framtíðinni er að þeir þurfa á opnum mörkuðum og
hagvexti í umheiminum að halda.
Stöðugleiki og nýsköpun
Eg hef áður vikið að nauðsyn þess að draga úr
ríkissjóðshallanum og að óleystum skipulagsvanda í
hefðbundnum atvinnugreinum, sjávarútvegi og
landbúnaði. I skipulagsumbótum í þessum greinum
eru reyndar fólgnir mikilvægir möguleikar til fram-
fara. Með umbótum á fjármagnsmarkaði og minnk-
andi lánsfjárþörf hins opinbera má stuðla að lækkun
verðbólgu, jafnari og lægri nafnvöxtum og lægri
raunvöxtum til frambúðar. Mikilvægustu skilyrðin
til framfara eru nú stöðugleiki í efnahagsmálum og
örvun til nýsköpunar. I fljótu bragði gæti virst að í
þessu felist mótsögn, það er að nýsköpun og stöðug-
leiki séu andstæður. En svo er ekki. Peningamála-
stefna sem nriðar að verðstöðugleika bætir skilyrði
fyrir lágum langtímavöxtum. Hún er snar þáttur í
því að mynda stöðugt efnahagsumhverfi sem hvetur
til nýjunga og fjárfestingar einstaklinga og fyrir-
tækja sem er undirstaða hagvaxtar þegar til lengdar
lætur. Þetta á ekki aðeins við um stöðugt verðlag,
14