Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 23
ÁRSREIKNINGUR ÁR 1 MIÐAÐ VIÐ MISMUNANDI FORSENDUR
DÆMII DÆMIII DÆMIIII
REKSTUR GJÖLD TEKJUR GJÖLD TEKJUR GJÖLD TEKJUR
SALA REK.KOSTN. 9.600.000 12.000.000 9.600.000 12.000.000 9.600.000 12.000.000
AFSKRIFT 900.000 900.000 990.000
VEXTIR 648.000 712.800 712.800
GENGISMUNUR 0 0 810.000 0 810.000 900.000
HAGN./-TAP 852.000 -22.800 787.200
ALLS 12.000.000 12.000.000 12.000.000 12.000.000 12.900.000 12.900.000
/ dœmi I og II vaxa árlegar sölutekjur um Kr. 1,200,000 ár 2-10 án viðbótarkostnaðar
DÆMII DÆMIII DÆMIIII
EFNAHAGUR EIGNIR SKULDIR EIGNIR SKULDIR EIGNIR SKULDIR
SJÓÐUR 942.000 796.200 796.200
FASTAFJ.M. LÁN 8.100.000 7.290.000 8.100.000 8.019.000 8.910.000 8.019.000
HL.FÉ. 900.000 900.000 900.000
ÓRÁÐST. 852.000 -22.800 787.200
ALLS 9.042.000 9.042.000 8.896.200 8.896.200 9.706.200 9.706.200
Mynd 2
(Mynd 3)
Ef við skoðum hvernig þetta lítur út, ef við hætt-
um bara að nota íslenska krónu sem mælikvarða og
skráum allt dæmið í dollurum fyrir ár 1 og 2, er ljóst
að fyrirtækið er í raun betur statt en áður til að
standa við skuldbindingar sínar í bandaríkjadölum
séð, öll salan fer fram í þeirri mynt og eftir gengis-
fellingu vex hagnaðurinn raunar því rekstrarkostn-
aður er í íslenskum krónum og lækkar úr jafnvirði
160.000 dollara ár 1 í 145.000 ár 2 gengisfellingin
bætir þannig í raun stöðuna, og á kannski enginn að
þurfa að vera hissa á því, það var jú raunar alltaf
ætlunin. Vandamálið er hins vegar það að bókhaldið
er fært í íslenskum krónum og þar er ekki lagður á
sami mælikvarði eigna og skuldamegin.
Mér finnst vanta verulega á frumkvæði löggiltra
endurskoðenda um það hvemig á að bregðast við
þessum kringumstæðum þannig að það þjóni bæði
hagsmunum viðkomandi fyrirtækis og góðri reikn-
ingsskilavenju, þótt ég sé ekki að biðja um neitt
skáldaleyfi í reikningskilaaðferðum.
Herra fundarstjóri ég hef nú látið móðan mása
hér um stund og syndgað upp á þá náð að umræðu-
efnið var kannski ekki mjög þröngt afmarkað, en
þegar maður hugsar um hvemig endurskoðendur
markaðssetja sig og hvernig markaðurinn getur svo
hins vegar stundum viljað að þeir séu, má kannski
rifja upp söguna um íslenska útvegsbóndann sem
vantaði nýjan endurskoðanda. Hann auglýsti og
fékk fjölmargar umsóknir. Hann tók tvo umsækj-
endur í viðtal og lagði bara eina spumingu fyrir þá.
Hvað em 2+2. Sá fyrri svaraði af bragði: Það eru
fjórir. Takk fyrir en mig vantaði ekki stærðfræði-
kennara. Hinn hallaði sér fram og hvíslaði: Hvað
tölu hafðir þú í huga. Sá var ráðinn á staðnum.
Ágætu endurskoðendur, mér er það mikil ánægja
að hafa fengið tækifæri til að koma hér í dag og
vona ég að þessar hugleiðingar mínar hafi vakið til
einhverrar umhugsunar um það hvemig staða endur-
skoðandans er litin frá sjónarhorni svolítils hluta at-
vinnulífsins og ég þakka ykkur áheymina.
23