Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1994, Blaðsíða 26
lýsingar séu gefnar, sérstaklega ef eitt á ekki yfir
alla að ganga, einnig að skuldarinn leiti sér aðstoðar
manns sem nýtur trausts, ef árangur á að nást.
Reyndar verður jafnræðið sjaldnast fullkomið við
ráðstafanir sem þessar, enda er það kannski helsti
kosturinn við þessa aðferð að ekki hvílir lagaskylda
á skuldaranum að gæta jafnræðis, eins og ef um
nauðasamning er að ræða. Þess ber þó að geta hér
að við opinberan nauðasamning mega einstakir
kröfuhafar gefa meira eftir að kröfum sínum en aðr-
ir. Það er fátítt að opinberir aðilar eða fjármálastofn-
inir taki þátt í niðurfærslu krafna með þessum hætti.
Hér er því fyrst og fremst um leið að ræða, ef nægi-
legt er að fá niðurfellingu hjá öðrum aðilum, eða ef
skuldir við framangreinda, sérstakleg hið opinbera,
eru það stór hluti skulda að illmögulegt reynist að
ná fram tilskyldum meirihluta til samþykktar nauða-
samnings, en sjaldgæft er að opinberir aðilar greiði
atkvæði sitt með nauðasamningsfrumvarpi. Þá tel ég
að undanfarið hafi gætt meiri tregðu meðal kröfu-
hafa til að fara þessa leið vegna þess að þeir telja
fordæmisgildi slíkra samninga meira gagnvart öðr-
um skuldurum sínum, e.t.v. í sömu atvinnugrein
sem á í erfiðleikum, en ef um opinberan nauða-
samning er að ræða. Veiting greiðslufrests og leng-
ing hans er auðvitað angi af þessu, enda geta opin-
berir nauðasamningar gengið útá það að kröfur séu
greiddar að fullu, en greiðsluskilmálum sé breytt. A
því sviði má hins vegar telja þessa leið auðrataðri,
en ef um niðurfellingu á að vera að ræða.
3. Aðgerðir með heimild dómstóla.
Nú er því oft svo varið að annað hvort eru for-
sendur til að ná frjálsum samningum ekki til staðar,
eða að yfirvofandi eða byrjaðar innheimtuaðgerðir
lánardrottna gera það að verkurn að nauðsynlegur
friður og festa í rekstrinum næst ekki, nema að
dómstólar heimili annað hvort greiðslustöðvun eða
tilraunir til nauðasamnings við kröfuhafa. Ég ætla
nú í stuttu máli að gera grein fyrir helstu atriðum
þessara tveggja leiða, en hvor um sig gefur reyndar
tilefni til miklu ítarlegri umfjöllunar en hér gefst
rúm til. í báðum tilvikum tel ég að gríðarlegu máli
skipti að bæði lögmaður og endurskoðandi komi til
leiks og að samvinna þessara aðila skipti miklu fyrir
árangur. Bæði er að þekking beggja er að mínu áliti
nauðsynleg, auk þess sem þessar stéttir njóta báðar
nokkurs trausts, enda þótt ekki fari hjá því að miklu
skiptir hverjir veljist til starfans.
Markmið og réttaráhrif þessara tveggja leiða er
mismunandi. Þannig gefur greiðslustöðvun svigrúm
til að meta stöðuna og vinna að úrbótum. Undirbún-
ingur greiðslustöðvunar þarf heldur ekki að taka
ýkjá langan tíma. Undirbúningur nauðasamningstil-
rauna er hins vegar viðurhlutameiri, enda þurfa
menn þá að hafa mótaðar tillögur um úrbæturnar og
til hvaða aðgerða verður gripið. Það er því alls ekki
sama hvor leiðin er valin. Það er heldur alls ekki
sjálfgefið að skilyrði séu til greiðslustöðvunar, enda
þótt heimila ætti nauðasamningstilraunir.
3.1. Greiðslustöðvun.
Helstu skilyrði til að leita greiðslustöðvunar
koma fram í 10. gr. 1. 21/1991. Þau eru að skuldar-
inn eigi í verulegum fjárhagsörðugleikum, hann vilji
freista þess að koma nýrri skipan á fjármál sín og að
hann hafi ráðið lögmann eða löggiltan endurskoð-
anda til að aðstoðar sig við það. Ekkert er því til fyr-
irstöðu að aðstoðarmennirnir séu tveir, enda getur
það verið ráðlegt þegar um viðamikinn eða flókinn
rekstur er að ræða. I slíkum tilvikum gæti verið til-
valið að velja til starfans lögmann og löggiltan end-
urskoðanda. Beiðnin verður að uppfylla ákveðin
formskilyrði, s.s. að vera skrifleg, að þar komi skýr-
lega fram hver óskar greiðslustöðvunar og hver sé
aðstoðarmaður skuldarans. í beiðninni eða í gögn-
um sem henni fylgja skal koma fram ítarleg greinar-
gerð um það hvað valdi fjárhagserfiðleikunum, í
hverju þeir felist og hvemig skuldarinn hyggst leysa
úr þeim. Þá þarf að fylgja yfirlýsing löggilts endur-
skoðanda um að bókhald skuldarans sé í lögboðnu
formi, sé um bókhaldsskyldan aðila að ræða. Hér er
það skuldarinn sjálfur sem ræður hver er aðstoðar-
maðurinn, en við nauðasamningstilraunir er það
dómarinn sem skipar umsjónarmann. Hlutverk um-
sjónarmann§ er þó allólík hlutverki aðstoðarmanns-
ins, eins og vikið verður að síðar. Aðstoðarmaður-
inn verður þó að uppfylla ákveðin almenn skilyrði,
svo sem um aldur, að hann sé lögráða og að bú hans
sé ekki undir gjaldþrotaskiptum. Þá má hann heldur
ekki sjálfur, eða neinn sem honum er nákominn,
hafa hagsmuna að gæta af fjárhagslegum málefnum
skuldarans.
í nefndri 10. gr. er ekkert um það fjallað hvort
greiðslustöðvun er fær sé málefnum skuldarans
þannig varið að honum sé skylt að gefa bú sitt upp
til gjaldþrotaskipta, á því er hins vegar tekið í 4. tl.
12. gr. laganna, en þar segir að dómara beri að synja
um greiðslustöðvun sé skuldaranum sýnilega þegar
orðið skylt að krefjast gjaldþrotaskipta á búi sínu
vegna ákvæða 64. gr., sem fyrr var vitnað til. Það
má því fullyrða að greiðslustöðvun er ekki fær fyrir-
tækjum sem þannig er ástatt fyrir, skv. strangri túlk-
un laganna. Ég tel þó að ekki hafi alltaf verið farið
eftir þessu skilyrði, m.a. þegar því er lýst yfir í
beiðni um heimild til greiðslustöðvunar að úrræðin
felist í nauðasamningi við kröfuhafa. Hins vegar má
ætla að komi fram mótmæli frá kröfuhöfum við
26