Ráðunautafundur - 11.02.1984, Blaðsíða 26
18
fljótt gróðurinn breytist, enda kom í ljós strax á fyrsta sumri að beitar-
þol tilraunalandsins hafði verið ofmetið. Pegar fyrsta sumarið hafði beitin
í för með sér róttæk áhrif og rýrnun á gróðurfar, og meiri en reiknað hafði
verið með, sérstaklega í þungbeitta hólfinu, þar sem ýmis gróðurfélög ger-
breyttust við beitina. Áhrifa þessa hefur verið að gæta síðan, bæði í upp-
skeru og afurðum búfjárins, þótt dregið hafi verið úr beitarþunga.
í lok fyrsta sumars kom í ljós að á 75 prósent birkitrjáa og á öllum
víðitrjám hafði lauf og ársprotar verið bitið að einhverju marki og meira
í þungbeitta hólfinu en hinu léttbeitta. Trjábeitin var ekki bundin við
lágvaxin tré - fræplöntur eða teinung - einvörðungu, heldur hafði verið
bitið lauf og sprotar neðan af trjám í nánast öllum aldurs- og hæðarflokkum.
Hvergi varð þess þó vart, að féð hafi nagað trjábörk og ekki borið á því
síöan.
Að lokinni beit í þrjú sumur hafði orðið mikil breyting á svipmóti
skógarins. Skógarbotninn var orðinn miklu opnari á að líta en friðaða
landið utan beitargirðingar. Teinungur,og annar nýgræðingur, var að miklu
leyti dauður eða horfinn, og eins greinar neðarlega á stofnum eldri trjáa.
Á að líta er landið enn opnara fyrir þá sök, að lítil sina er í beitilandinu
og gróður allur sneggri en utan. í þungbeitta hólfinu er um 1 ha greniplantna
með 25-30 cm meðalhæö. Hvergi sjást þess merki,að féð hafi bitið þessar greni
plöntur eða valdið á þeim skaða með traðki.
Aðrar breytingar, sem orðiö hafa á gróðurfari skógarbotnsins eru, að dregið
hefur úr þekju ýmissa tvíkímblaða blómjurta,og eru sumar að hverfa, t.d.
umfeðmingsgras. En einnig hefur komið í ljós,að ýmsar þeirra þola beit ótrú-
lega vel og vaxa upp að vori, enda þótt þær hafi verið þrautnagaöar sumarið
áður. Þar má nefna bæði skarifífil og undafífla, bláklukku og fleiri tegundir
en það á eftir að koma í ljós, hversu langvarandi beit þessar tegundir þola.
Elfting er sem óðast að hverfa úr landinu, bæði vegna beitar og traðks,
eins og áður var getiö, og það virðist, a.m.k. fyrst í stað, leiða til
aukningar grasa. Önnur gróðurfélög eru smám saman að breytast, en of snemmt
er að segja hversu mikil eða hröð sú breyting veröur og hvaða stefnu hún
tekur.
3. tafla sýnir þær breytingar sem orðið höfðu á hlutdeild nokkurra
plöntutegunda og tegundaflokka frá 1980-1982.