Ráðunautafundur - 11.02.1984, Blaðsíða 88
80
Þessi umfjöllun hlýtur þó aó koma inn á flest svið fóðrunar
þar af leiðandi hefur erindinu verió valið heitió fóðrun jórt-
urdýra.
Próteinþarfir.
Jórturdýr eins og einmaga dýr þurfa prótein til að vióhalda
vefjum likamans, til myndunar mjólkur, til vefjavaxtar, til
fósturmyndunar og til vaxtar ullar eða hárs. Auk þess er prótein
mikilvægt jórturdýrinu til nýmyndunar þrúgusykurs í likamanum.
Próteinþarfir eru í raun þarfir fyrir lifsnauðsynlegar
amínósýrur, sem líkami skepnunnar getur ekki myndað sjálfur,
og að minnsta kosti efnivið til að mynda þær sem ekki eru lifs-
nauðsynlegar ef þær eru ekki fyrir handi. Spurningin er hins-
vegar sú, hve mikið af amínósýrum þarf, hve mikió af þeim þurfa
aó vera lifsnauðsynlegar og i hvaóa hlutfalli þær þurfa aó vera.
Nýting próteins i vefjunum fer eftir þvi,hve vel aminósýrusam-
setning þess próteins, sem meltist i mjógirninu,passar við þarfir.
Þaö prótein sem meltist i mjógirni jórturdýra samanstendur
af próteini úr örverum vambarinnar, fóóurpróteini, sem ekki er
brotið niður í vömbinni, og próteini úr meltingarhvötum og frum-
um sem losna úr meltingarvegi skepnunnar sjálfrar.
Rökrétt próteinfóðrun jórturdýrs byggist á því aö ákvarða
fyrst próteinþarfir likamans og áætla siðan myndun örverupróteins
i vömbinni. Mismunurinn gefur til kynna hversu mikið niðurorotió
fóðurprótein þarf aó berast til mjógirnisins til að fullnægja
þörfum, eða með öðrum oróum leyfilegan leysanleika próteinsins
í fóðrinu.
A slíkum útreikningum eru hin nýju "próteinkerfi" fyrir
jórturdýr byggö þó að í ýmsum atriðum gefi menn sér mismunandi
forsendur. Höfuóatriói er, aö þarfir líkamans og metið prótein-
innihald fóðursins til aó fullnægja þeim þörfum sé gefið upp í
sömu einingum.
Prótein i mjógirni.
I þessu erindi er ekki ætlunin að fjalla um meltingu í
vömb, myndun örverupróteins og niöurbrot fóðurpróteins þar sem
þessu efni hefur verið gerö itarleg skil i öórum erindum á þess-
ari ráóstefnu. Höfuóreglan er hinsvegar sú, að sé þörfum örver-
anna i vömbinni fyrir ammoniak, steinefni, snefilefni, vitamin