Ráðunautafundur - 11.02.1984, Blaðsíða 53
45
af hníslasótt og mynda fljótlega talsvert ónæmi er oftast verndar þau gegn
verulegum skakkaföllum af völdum sjúkdómsins siöar. Séu lömbin aftur á
móti á landi þar sem smit er mikið, oftast frá árinu áöur, geta þau sýkst
alvarlega. Veikindin ná þá hámarki 2-3 vikum eftir burö með skitu og
afturkipp i vexti. Það skiptir þvi mjög miklu máli, vegna hníslasóttar,
ormaveiki og fleiri sjúkdóma, að setja ær með lömb sín út á beitiland þar
sem lítið sem ekkert smit er fyrir, þ.e. land sem sauðfé hefur helst ekki
gengið á í a.m.k. eitt ár. Skita á ungum lömbum getur reyndar átt sér
aðrar orsakir en hníslasótt, t.d. bakteriusýkingar. Súlfalyf þau sem oft
eru gefin á þessum tíma, slá bæði á bakteríu- og hnislaskitu.
Um það bil viku eftir að hníslasóttin hefur náð hámarkií lambinu, nær
hníslafjöldinn í saur einnig hámarki. Sé saursýni skoðað á þessum tima
getur hnislafjöldi í grairmi saurs náð jafnvel milljónum í lömbum sem ekki
hafa sýnt nein greinileg einkenni hníslasóttar (Richter, 1974, 1975, 1977,
1978 og 79).
Komist lömbin yfir byrjunarsýkinguna, mynda þau fljótt talsvert ónæmi.
Ónæmið er þó ekki fullmyndað og verður reyndar aldrei algjört. Það skiptir
því líklega miklu máli fyrir þrif lambanna og ónæmismyndun, hversu mikið
hníslasmit er í þeim högum sem þeim er beitt á um sumarið. Mikið smit
dregur ugglaust úr þrifum lambanna, en örvar i staðinn ónæmismyndunina.
LÍtið smit hefur liklega lítil áhrif á þrif lambanna, en örvar ónæmis-
myndunina síður. Fari lömbin á afrétt, má búast við að hníslasmit þar sé
lítið, en gangi þau í þrengri úthaga eða jafnvel heimahaga, er hníslasmitið
mun meira.
Talsvert hefur verið fylgst með hníslafjölda i saur lamba á þröngri
láglendisbeit að sumarlagi, t.d. á Hvanneyri árin 1976-1979 (Richter, 1976,
1977, 1978 og 1979) og reyndar viðar. Þvi þrengra sem beitt er og meira
smit á beitilandi, því hægar minnkar hníslafjöldinn i lömbunum yfir sumar-
ið. Aftur á móti hefur minna verið fylgst með hnislafjölda i lömbum á beit
á afrétti vegna erfiðleika á að ná til lambanna þar. ÞÓ gafst tækifæri,til
þess sumarið 1983 i samvinnu við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, að bera
saman hnislafjölda í lömbum í beitartilraun á afrétti (Auðkúluheiði), og
lömbum á fremur léttri láglendisbeit (Sölvaholti í Flóa). Þegar leið á
sumarið var hnislafjöldinn í lömbunum á láglendisbeitinni marktækt hærri
en í lömbunum á afréttarbeitinni (Tafla 1), en þrif lambanna á láglendis-
beitinni voru aftur á móti marktæk siðri (Tafla 2). Það skal tekið fram að
ormasýkingum var haldiö niðri með stöðugum lyfjagjöfum. Ekki hefur enn
verið unniö úr öllum mælingum á orku- og efnainnihaldi gróðurs fyrir sumariö
1983, en tölur frá fyrri sumrum benda ekki til annars en að lömb ættu að geta